KA
2
0
Fjarðabyggð
Brian Gilmour
'72
1-0
Brian Gilmour
'88
, víti
2-0
06.06.2012 - 19:15
Akureyrarvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Norðan gola, skúrir og 6°
Dómari: Valdimar Pálsson
Akureyrarvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Norðan gola, skúrir og 6°
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
Elmar Dan Sigþórsson
2. Gunnar Valur Gunnarsson
3. Sigurjón Guðmundsson
7. Bjarki Baldvinsson
('65)
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
('82)
10. Bessi Víðisson
11. Jóhann Helgason
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
28. Jakob Hafsteinsson
('45)
Varamenn:
29. Sandor Matus (m)
5. Ómar Friðriksson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
('65)
27. Darren Lough
('45)
Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Gul spjöld:
Elmar Dan Sigþórsson ('37)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Fjarðabyggð í Borgunarbikar karla. Hér er nokkuð kalt en þetta er fínasta veður til að spila bolta, völlurinn smá blautur eftir rigningin hefur látið sjá sig af og til í dag.
Fyrir leik
Ef við skoðum gengi þessara liða í deild hingað til á tímabilinu þá er vel hægt að halda því fram að bæði lið væru til í að vera í betri stöðu þar þó lítið sé búið af tímabilinu. KA er í 8. sæti 1. deildar eftir fjóra leiki á meðan Fjarðabyggð er í 9. sæti í 2. deild eftir jafn marga leiki.
Fyrir leik
Fannar Hafsteinsson ungur varamarkmaður KA fær tækifærið í byrjunarliðinu hér í dag í stað Sandor Matus sem fær sér sæti á tréverkinu. Fannar er leikmaður U17 landsliðs Íslands og spilaði með þeim núna nýlega á Evrópumeistaramóti U17 í Slóveníu.
Fyrir leik
Hér var allt klárt, eða svo virtist vera en þá fór einn aðstoðardómarinn að kíkja á annað markið og þótti eitthvað ekki í lagi virðist vera. Við því bíðum bara þangað til að búið er að redda því sem var að... leikmenn sparka sín á milli á meðan og hlaupa á staðnum til að halda á sér hita.
Fyrir leik
Vallarþulurinn þakkar starfsmönnum fyrir það tækifæri að geta spilað KA lagið þrisvar í röð rétt fyrir leik.
4. mín
Leikmenn KA byrja leikinn af fullum krafti og setja strax mikla pressu á leikmenn Fjarðabyggðar sem bakka allir aftur fyrir bolta.
10. mín
Heimamenn stjórna spilinu en hafa ekki náð að koma sér í nægilega góð marktækifæri, Fjarðabyggð treysta á skyndisóknir og hafa fengið nokkur tækifæri til þess en spil þeirra ekki gengið upp.
17. mín
Aukaspyrna dæmt rétt vinstra megin við vítateigsboga Fjarðabyggðar um tvo metra fyrir utan teiginn. Brian Gilmour á glæsilega aukaspyrnu yfir vegginn en Gunnar Smári Agnarsson í markinu ver, þetta var það sem menn kalla sjónvarpsmarkvarsla enda boltinn á leið ofarlega í hornið. Virkilega vel gert!
20. mín
Gunnar Smári var ekki jafn gáfulegur þarna, auðveldur hár bolti sem hann kýlir frá í stað þess að grípa. Boltinn endar hjá Bjarka Baldvins sem á skot rétt framhjá markinu.
24. mín
Gengur ekki nægilega vel hjá leikmönnum Fjarðabyggðar að halda boltanum þegar þeir ná að komast í hann, þetta verður erfiður leikur hjá þeim ef þeir ná ekki að laga það.
30. mín
Leikmenn KA halda áfram að stjórna leiknum en það gengur lítið hjá þeim að finna leið í gegnum þétta vörn Fjarðabyggðar sem komast allt í einu í skyndisókn. Víkingur Pálmason kemst í gott færi rétt við markteiginn en hittir boltann ekki nægilega vel og heimamenn koma boltanum frá.
32. mín
Hallgrímur Mar Steingrímsson og Bjarki Baldvinsson eiga gott spil í vítateig Fjarðabyggðar en eiga erfitt með að koma sér í skotfæri. Bjarki lætur vaða á endanum en boltinn fer af varnarmanni í horn, ekkert verður úr horninu.
37. mín
Gult spjald: Elmar Dan Sigþórsson (KA)
Þetta var nokkuð skrautleg tækling, verðskuldað gult spjald.
40. mín
Það er ekki annað hægt en að hrósa leikmönnum Fjarðabyggðar fyrir varnarleik sinn hingað til í leiknum. Eru þéttir fyrir, vel skipulaggðir og vinnusamir enda hafa leikmenn KA ekki enn komist í almennileg færi.
45. mín
Valdimar Pálsson flautaði leikinn af á slaginu. KA menn áttu algjörlega fyrri hálfleikinn en Fjarðarbyggð áttu samt sem áður besta færið.
48. mín
David Disztl skallar framhjá markinu eftir sendingu fyrir af vinstri vængnum frá Hallgrími.
52. mín
Seinni hálfleikur byrjar í takt við þann fyrri, Fjarðabyggð aftarlega og þéttir fyrir á meðan heimamenn eru með boltann að reyna að finna leið í gegnum fjöldann.
57. mín
Jóhann Helgason með skot rétt fyrir utan teig en Gunnar Smári varði vel, varnarmenn Fjarðabyggðar komu svo boltanum frá.
62. mín
Nú er komið að David Disztl, hann fær boltann fyrir rétt fyrir utan teig og á skot sem fer af varnarmanni og heimamenn frá horn. Spyrnan virðist vera á leið beint í dangið á Gunnari í markinu sem ákveður aftur að nota hnefann og það klikkar hressilega en hann sleppur aftur. Hann er að leika sér að eldi hérna, ætti að íhuga það að hætta þessum kýlingum.
72. mín
Þessi leikur er ekki að fara að fá nein verðlaun hingað til... nettur Groundhog Day fílingur í þessu öllu saman.
72. mín
MARK!
Brian Gilmour (KA)
Hvað er að frétta? Brian Gilmour virtist taka eftir því að Gunnar Smári stóð framarlega og ákvað að skjóta af um 40 metra færi, boltinn fer yfir Gunnar og í netið!
74. mín
Jóhann Helgason með tvö skot í röð, Gunnar ver fyrsta og það seinna fer rétt yfir markið.
79. mín
Gunnar Valur Gunnarsson á skalla í slá eftir hornspyrnu, þessi leikur er heldur betur að lifna við!
85. mín
Leikmenn Fjarðabyggðar færa sig aðeins framar, þeir verða að ná að lauma inn marki en þeir hafa ekki átt skot að marki KA í seinni hálfleiknum.
87. mín
Víti! KA fær víti eftir að David Disztl var tæklaður niður en þar var á ferð Haukur Ingvar Sigurbergsson. Brian Gilmour mætir á svæðið til að taka vítið.
90. mín
Inn:Marteinn Þór Pálmason (Fjarðabyggð)
Út:Martin Sindri Rosenthal (Fjarðabyggð)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Smári Agnarsson (m)
Haukur Ingvar Sigurbergsson
4. Martin Sindri Rosenthal
('90)
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Ingi Steinn Freysteinsson
('56)
8. Dejan Milijkovic
10. Fannar Árnason
('80)
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson
24. Bergsteinn Pálsson
Varamenn:
12. Rúnar Pétur Hjörleifsson (m)
15. Stefán Ingi Björnsson
18. Marteinn Þór Pálmason
('90)
19. Tadas Jocys
('80)
22. Pétur Aron Atlason
('56)
23. Haraldur Þór Guðmundsson
26. Magnús Guðlaugur Magnússon
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: