Víkingur R.
2
0
Fjölnir
Kristinn J. Magnússon
'10
1-0
Hjörtur Júlíus Hjartarson
'33
2-0
06.06.2012 - 19:15
Víkin
Borgunarbikar karla
Dómari: Leiknir Ágústsson
Víkin
Borgunarbikar karla
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
12. Halldór Smári Sigurðsson
27. Tómas Guðmundsson
Varamenn:
Helgi Sigurðsson
('45)
21. Aron Elís Þrándarson
29. Agnar Darri Sverrisson
('88)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Evan Schwartz ('72)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik Víkings og Fjölnis í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í Víkinni.
Fyrir leik
Bæði lið eru í 1. deildinni þar sem Fjölnir er í öðru sæti en Víkingur er í því fimmta.
Fjölnismenn hafa verið ansi drjúgir í markaskorun í ár en þeir hafa skorað 11 mörk í fjórum fyrstu leikjum leiktíðarinnar. Aftur á móti hefur Víkingur einungis skorað tvö mörk en þó aðeins fengið eitt mark á sig.
Fjölnismenn hafa verið ansi drjúgir í markaskorun í ár en þeir hafa skorað 11 mörk í fjórum fyrstu leikjum leiktíðarinnar. Aftur á móti hefur Víkingur einungis skorað tvö mörk en þó aðeins fengið eitt mark á sig.
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður:
Guðmundur Karl sem betur fer í startinu hjá Fjölni. Einn albesti 1. deildar playerinn. #fotbolti
Guðmundur Karl sem betur fer í startinu hjá Fjölni. Einn albesti 1. deildar playerinn. #fotbolti
Fyrir leik
Jæja það styttist í leik og liðin eru mætt á völlinn. Hér er allt til reiðu...
8. mín
Gult spjald: Geir Kristinsson (Fjölnir)
Geir var of seinn í tæklingu á Hirti Hjartar á miðju vallarins og fékk réttilega gult spjald fyrir.
10. mín
MARK!
Kristinn J. Magnússon (Víkingur R.)
Boltinn flýgur fyrir markið eftir aukaspyrnu frá hægri þar sem Tómas Guðmundsson á skalla í stöngina en fyrirliðinn Kristinn Jóhannes Magnússon nær frákastinu og potar boltanum í netið. Heimamenn leiða 1-0.
17. mín
Víkingar eru nú meira með boltann. Schwartz kemst í skotfæri en skot hans er laust og Steinar Örn á ekki í neinum vandræðum með það í marki Fjölnis.
24. mín
Lítið að gerast þessa stundina en Víkingar eru áfram með undirtökin. Fjölnismenn hafa varla skapað sér nein færi.
26. mín
Marteinn Briem kemst í skotfæri í teig Fjölnismanna en hittir boltann illa sem Steinar Örn handsamar auðveldlega.
29. mín
Gult spjald: Steinar Ö. Gunnarsson (Fjölnir)
Frábær sending innfyrir frá Sigurði Agli á Martein Briem. Steinar Örn æðir út úr markinu og fellir Martein. Aukaspyrna dæmd og markvörðurinn hlítur gula spjaldið. Kristinn tók spyrnuna og Þorvaldur Sveinn skallaði rétt framhjá.
33. mín
MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Hjörtur er búinn að koma Víkingum í 2-0!! Vel gert hjá framherjanum sem stýrði knettinum í netið úr þröngu færi eftir sendingu fyrir markið frá Evan Schwartz.
37. mín
Snilldar stungusending frá Guðmundi Karl á Egil Gaut sem er sloppinn í gegn. Egill fer þó illa að ráði sínu og reynir að lyfta boltanum yfir Skúla í marki Víkinga og boltinn hittir ekki á rammann.
45. mín
Hálfleikur!
Hér gerðist lítið markvert á lokakafla fyrri hálfleiks. 2-0 forysta heimamanna er verðskulduð.
Hér gerðist lítið markvert á lokakafla fyrri hálfleiks. 2-0 forysta heimamanna er verðskulduð.
45. mín
Inn:Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Hjörtur var tekinn útaf fyrir Helga Sigurðs í hálfleik.
51. mín
Schwartz með lúmskt skot fyrir utan teig yfir Steinar Örn en boltinn hafnar í þverslánni!
57. mín
Inn:Ómar Hákonarson (Fjölnir)
Út:Egill Gautur Steingrímsson (Fjölnir)
Fjölnir með tvöfalda skiptingu.
59. mín
Evan Schwartz sendir boltann á Helga Sigurðsson sem er í ákjósanlegu færi en lætur Steinar Örn verja frá sér.
60. mín
Seinni hálfleikur hefur verið ansi fjörlegur. Nú voru Fjölnismenn ansi nálægt því að minnka muninn þegar Bjarni Gunnarsson þrumaði knettinum yfir markið úr góðu færi.
66. mín
Þórir Guðjónsson fær góða sendingu fyrir markið og reynir skot en Kristin Jens nær að stíga fyrir og fara í veg fyrir skotið.
68. mín
Þórir Guðjónsson hefur verið sprækur eftir innkomu sína og kemst aftur í færi en skot hans ratar framhjá markinu.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
('75)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
('57)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Marinó Þór Jakobsson ('66)
Steinar Ö. Gunnarsson ('29)
Geir Kristinsson ('8)
Rauð spjöld: