ÍA
1
2
KR
0-1
Atli Sigurjónsson
'5
0-2
Óskar Örn Hauksson
'20
Jóhannes Karl Guðjónsson
'87
, víti
1-2
08.06.2012 - 20:00
Akranesvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og veðrið gott
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Um 2000
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Akranesvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og veðrið gott
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Um 2000
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('76)
17. Andri Adolphsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('76)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
('33)
Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Gul spjöld:
Ármann Smári Björnsson ('90)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('85)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('83)
Andri Geir Alexandersson ('62)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og KR í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Akranesi.
Fyrir leik
Þetta er stórleikur umferðarinnar í bikarnum enda bæði lið gömul stórveldi. Liðin hafa mæst 11 sinnum í bikarkeppni KSÍ og þar hefur KR unnið 8 sinnum og ÍA 3 sinnum. Markatalan er einnig KR í hag eða 35 mörk gegn 15 mörkum.
Síðasti leikur liðanna í bikarnum var frægur bikarúrslitaleikur árið 1999 þar sem 7400 áhorfendur sáu KR vinna ÍA 3-1 í spennuþrungnum leik.
Síðasti leikur liðanna í bikarnum var frægur bikarúrslitaleikur árið 1999 þar sem 7400 áhorfendur sáu KR vinna ÍA 3-1 í spennuþrungnum leik.
Fyrir leik
Ég frétti svo að nokkur hópur fylgist með textalýsingunni. Þar má nefna tískugúrúinn Robba Ket en hann er í Flórída hátt uppi að vanda.
Fyrir leik
Töluverðar breytingar eru hjá KR.Meðal annars má nefna að Hannes Þór markvörður fer á bekkinn en Fjalar Þorgeirsson fer í byrjunarliðið. Hjá ÍA fer Garðar Gunnlaugsson úr liðinu, líklega vegna meiðsla, en Andri Adolphsson fer í byrjunarliðið í hans stað.
Fyrir leik
Áhorfendur eru byrjaðir að streyma inn á völlinn en útlit er fyrir góða mætingu.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Fjórði dómari er Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn með bræðurna og fyrirliðana Jóhannes Karl og Bjarna Guðjónssyni í fararbroddi.
2. mín
Arnar Már Guðjónsson með gott skot fyrir utan vítateig en Fjalar Þorgeirsson ver vel í markinu.
2. mín
Skagamenn fá hornspyrnu og úr henni á Kári Ársælsson skalla sem fer í varnarmann og þaðan í þverslánna.
5. mín
MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Dofri Snorrason á sendingu utan af hægri kanti á Kjartan Henry Finnbogason sem er vel staðsettur inni í vítateig ÍA. Hann kemur boltanum á Atla Sigurjónsson sem setur boltann í stöngina og framhjá Páli Gísla Jónssyni í marki ÍA.
11. mín
Gary Martin með góða rispu upp vinstri kantinn og á góða fyrirgjöf inn á vítateig þar sem Arnar Már Guðjónsson er einn og óvaldaður á markteig KR. Skot hans er þó mjög slappt og Grétar Sigfinnur Sigurðarson bjargar á marklínu.
13. mín
Magnús Már Lúðvíksson með sendingu utan af kanti og þar er Baldur Sigurðsson og á gott skot sem fer yfir markið.
20. mín
MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar Örn Hauksson á góða rispu upp vinstri kantinn, platar tvo varnarmenn upp úr skónum og skorar í fjærhornið.
31. mín
Guðmundur Böðvar Guðjónsson á innkast inn í vítateig KR. Þar nær Gary Martin til boltans og á skot sem Fjalar Þorgeirsson varði vel.
32. mín
Gary Martin fær boltann á miðjum vellinum og á góða rispu upp vallarhelming KR gegn fáliðaðri vörn gestanna. Hann á frábæra sendingu á Dean Martin sem er einn á móti Fjalari Þorgeirssyni en Fjalar gerir vel og ver frábærlega.
41. mín
Bæði lið eru að spila ágætan bolta og eiga nokkur hálffæri sem þau ná ekki að nýta sér.
43. mín
Andri Adolphsson á gott marktækifæri rétt fyrir utan vítateig KR en skot hans fer yfir markið.
45. mín
Kjartan Henry Finnbogason fær boltann rétt við endamörk. Hann nær að halda boltanum inn á og varnarmaður ÍA misreiknar boltann og Kjartan Henry nær boltanum aftur. Hann á gott skot en Páll Gísli Jónsson ver vel í markinu.
45. mín
Óskar Örn Hauksson á gott skot að marki ÍA í viðbótartíma en boltinn fer framhjá stönginni.
49. mín
Gary Martin með gott hlaup upp vinstri kantinn og á sendingu á Andra Adolphsson sem er í góðu færi fyrir utan vítateig KR. Skot hans fer þó nokkuð framhjá markinu.
58. mín
Skagamenn sækja að marki KR og reyna að minnka muninn en þeir ná ekki að ógna vörn KR að miklu leyti sem hefur verið mjög örugg í dag.
58. mín
Skagamenn sækja að marki KR og reyna að minnka muninn en þeir ná ekki að ógna vörn KR að miklu leyti sem hefur verið mjög örugg í dag.
64. mín
Varnarmaður ÍA hreinsar boltann fram völlinn og þar er Gary Martin vel staðsettur og er fljótari en Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Hann kemst einn á móti markverði KR en Gary Martin á slappt skot sem Fjalar Þorgeirsson átti ekki í vandræðum með að verja.
70. mín
Arnar Már Guðjónsson á skot að marki KR töluvert fyrir utan vítateig og boltinn fer framhjá markinu.
81. mín
Óskar Örn Hauksson með frábært hlaup upp vallarhelming ÍA og nær góðu skoti á markið sem Páll Gísli Jónsson varði glæsilega.
82. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson fær stungusendingu innfyrir flata vörn ÍA og á einhvern ótrúlegan hátt skýtur hann boltanum framhjá stönginni.
84. mín
Óskar Örn Hauksson á frábært skot að marki ÍA en boltinn fer rétt yfir þverslánna.
87. mín
Mark úr víti!
Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Viktor Bjarki Arnarsson brýtur á Andra Adolphssyni inni í vítateig KR og vítaspyrna dæmd. Úr henni skorar Jóhannes Karl Guðjónsson af öryggi.
90. mín
Skagamenn heimta vítaspyrnu eftir að Andri Geir Alexandersson skýtur boltanum í hendi Viktors Bjarka Arnarssonar í vítateignum. Erlendur Eiríksson lætur leikinn halda áfram.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
('79)
9. Kjartan Henry Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
('63)
5. Egill Jónsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('60)
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('30)
Rauð spjöld: