City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
2
1
Njarðvík
0-1 Magnús Örn Þórsson '33
Jon Andre Royrane '56 1-1
Einar Marteinsson '83
Joseph David Yoffe '86 2-1
07.06.2012  -  19:15
Selfossvöllur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Góðar fyrir utan smá rigningu og vind.
Dómari: Þórður Már Gylfason
Áhorfendur: 274
Maður leiksins: Tómas Leifsson
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('65)
9. Joseph David Yoffe
10. Ingólfur Þórarinsson
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
4. Andy Pew

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Sindri Rúnarsson

Gul spjöld:
Andri Már Hermannsson ('60)
Joseph David Yoffe ('57)
Ingólfur Þórarinsson ('50)
Joe Tillen ('10)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá stórleik 32-liða úrslita Borgunar bikars karla en hér á Selfossvelli klukkan 19:15 blæs Þórður Már Gylfason dómari til leiks er Selfoss fær Njarðvík í heimsókn. Aðstæður eru fínar fyrir fótbolta, smá blautt, nokkuð hlýtt og fánar rétt blakta til að minna á sig og gera augllýsendur glaða.
Fyrir leik
Þessi lið hafa ekki mæst síðan árið 2008 er bæði lið léku í næst efstu deild. Fyrri leikur liðanna endaði 2-2 í baráttuleik þar sem Viðar Örn Kjartansson jafnaði fyrir Selfoss á 89.mínútu. Hann var aftur á ferðinni í seinni leik liðana sem endaði með 4-1 sigri Selfoss. En Njarðvík féll þetta sumar á meðan Selfoss var nálægt því að fara upp í efstu deild undir stjórn Zoran Miljkovic.
Notið endilega hashtagið #fotbolti ef þið tjáið ykkur um leikinn á Twitter. Valin/skemmtileg ummæli rata hingað inn í textalýsinguna.
Fyrir leik
Tveir leikmenn úr hvoru liði voru líka í byrjunarliðinu þegar þessi lið mættust árið 2008. Ingó og Viðar Kjartans hjá Selfoss og hinumegin Einar Valur fyrirliði og Rafn Markhús leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur í dag. Fleiri eru þá ennþá á mála hjá báðum liðum
Fyrir leik
Pappakassar Sarr er ekki í hóp hjá Selfyssingum í dag en hann er llítillega meiddur eftir viðureign sína við Ingvar Kale markvörð Breiðablik. Ólafur Karl Finsen og Jón Daði hvíla líka í dag en þar fyrir utan er Selfoss liðið lítið breytt frá fyrstu umferðum íslandsmótsins. Selfoss hefur ekki komist í 16-liða úrslit síðan yngstu menn muna.
Fyrir leik
Stefnir í hörku mætingu hérna á Selfossvelli ef maður horfir alls ekkert til hliðanna úr fjölmiðlagámnum. Leikurinn hefst eftir 5 mín eða svo.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttavellinum
10. mín Gult spjald: Joe Tillen (Selfoss)
Afskaplega lítið að frétta hér í byrjun, barátta á miðjunni og svei mér ef liðin ætli ekki bara að endurtaka fyrri leikinn frá 2008. Joe Tillen náði þó að næla sér í gult spjald líklega meira fyrir mótmæli.
19. mín Gult spjald: Einar Marteinsson (Njarðvík)
Fyrir peysutog á Ingólfi Þórarins
20. mín
Viðar Kjartans í besta færi leiksins eftir gott spil í teignum en Njarðvíkingar ná að hreinsa í horn. Pressa heimamanna er að aukast jafnt og þétt.
Már Ingólfur Másson
2. Deildar andstæðingar 2. Deildar stemning 2. Deildar mæting 2. Deildar domari
23. mín
Joe Tillen í dauða dauðafæri eftir góðan og óeigingjarnan undirbúning Jon Andre en skot Tillen af markteig flaug yfir markið.
33. mín MARK!
Magnús Örn Þórsson (Njarðvík)
Njarðvíkingar eru komnir yfir á Selfossi eftir gott mark hjá Magnúsi Erni sem lagði boltann af öryggi í hornið framhjá steinsofandi vörn Selfyssinga. Njarðvíkingar hafa aðeins sótt í sig veðrið og heimamenn verið kærulausir.
40. mín
Ólafur Jón Jónsson í fínu færi sem Ismet varði vel í horn.
41. mín Gult spjald: Ísleifur Guðmundsson (Njarðvík)
45. mín
Tómas Leifsson í dauðafæri undir lokin, komst einn gegn markmanni en Vignir varði vel í horn. Hálfleikur á Selfossi í leik sem minnir mjög á leiki þessara liða síðast þegar þau voru í sömu deild.
46. mín
Leikurinn er hafin að nýju og bæði lið eru óbreytt frá fyrri hálfleik.
50. mín
Logi hefur greinilega farið ágætlega yfir málin með sínum mönnum sem hafa verið ágengir hér á upphafsmínútunum.
50. mín Gult spjald: Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Arnar Daði Arnarsson
Selfoss að tapa gegn Njarðvík. Eftir 50 mínútuna leik hafa Selfyssingar fengið 12 hornspyrnu gegn 2 #MörkinSemTelja #Fotbolti
56. mín MARK!
Jon Andre Royrane (Selfoss)
Jon Andre er búinn að jafna fyrir heimamenn eftir góða sendingu frá Tómasi Leifssyni
57. mín Gult spjald: Joseph David Yoffe (Selfoss)
Furðulegt atvik þar sem Viðar er kominn í gegn og virðist vera felldur. Línuvörðurinn fllaggar á víti en Þórður dómari er ekki sammála og gefur Viðari gult fyrir leikaraskap. Selfyssingar er álkaflega ósáttir við þennan dóm en það er dómarinn sem ræður.
60. mín Gult spjald: Andri Már Hermannsson (Selfoss)
Enn eitt spjaldið á heimamenn.
65. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Selfoss) Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Logi ætlar að blása til sóknar og tekur bakvörð útaf fyrir sóknartengilið. Eitthvað segir mér að Jón Daði verði Njarðvíkingum erfiður hér á lokakaflanum.
68. mín
Inn:Garðar Sigurðsson (Njarðvík) Út:Viktor Guðnason (Njarðvík)
73. mín
Nokkuð þung pressa Selfyssinga þessar mínúturnar og markið virðist liggja í loftinu.
79. mín
Njarðvíkingar voru mjög nálægt því að setja mark í andlitið á heimakmönnum en Magnús Örn komst í fínt færi inn á teig en skaut yfir markið.
83. mín Rautt spjald: Einar Marteinsson (Njarðvík)
Annað gula spjaldið sem Einar Marteinsson fær á sig í dag og þar með rautt. Spjaldið fékk hann fyrir brot á Jon Andre.
84. mín
Inn:Moustoupha Cissé (Selfoss) Út:Joe Tillen (Selfoss)
86. mín MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar Örn Kjartansson skorar af markteig eftir sendingu fyrir frá Tómasi Leifssyni.
88. mín
Cisse og Viðar örn í dauðafærum á marteig en Vignir varði vel frá Cisse og Viðar náði frákastinu og skaut yfir.
90. mín
Inn:Marteinn Sindri Svavarsson (Njarðvík) Út:Sindri Örn Steinarsson (Njarðvík)
90. mín
Inn:Guðmundur Þór Brynjarsson (Njarðvík) Út:Gísli Freyr Ragnarsson (Njarðvík)
91. mín
Leik lokið. Viðtöl og umfjöllun kemur inn seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
21. Vignir Jóhannesson (m)
Einar Valur Árnason
Rafn Markús Vilbergsson
2. Ísleifur Guðmundsson
9. Ólafur Jón Jónsson
14. Ísak Örn Einarsson
18. Gísli Freyr Ragnarsson ('90)
18. Viktor Guðnason ('68)
23. Sindri Örn Steinarsson ('90)
24. Einar Marteinsson
25. Magnús Örn Þórsson

Varamenn:
1. Sindri Þór Skarphéðinsson (m)
5. Colin E. Thompson
15. Margeir Felix Gústavsson
17. Garðar Sigurðsson ('68)
20. Marteinn Sindri Svavarsson ('90)
22. Guðmundur Þór Brynjarsson ('90)
30. Styrmir Gauti Fjeldsted

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ísleifur Guðmundsson ('41)
Einar Marteinsson ('19)

Rauð spjöld:
Einar Marteinsson ('83)