City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
3
4
Fylkir
Björn Daníel Sverrisson '33 1-0
1-1 Jóhann Þórhallsson '45
Björn Daníel Sverrisson '90
Hólmar Örn Rúnarsson '120 , víti 2-1
Atli Guðnason '120 , víti 3-1
3-2 Oddur Ingi Guðmundsson '120 , víti
3-3 Árni Freyr Guðnason '120 , víti
3-4 Ingimundur Níels Óskarsson '120 , víti
08.06.2012  -  19:15
Kaplakriki
Borgunarbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('81)
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('19)

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Danny Justin Thomas ('78)
Ólafur Páll Snorrason ('47)
Guðmann Þórisson ('13)

Rauð spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('90)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Fylkis í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla. Liðin mættust í deildinni síðasta laugardag og þá vann FH leikinn 8-0.

Lið FH er óbreytt frá þeim leik en hjá Fylki hafa verið gerðar fimm breytingar. Sú veigamesta að Kristján Finnbogason er í markinu fyrir Bjarna Þórð Halldórsson sem er ekki í hóp. Árni Freyr Guðnason og Ásgeir Eyþórsson fara á bekkinn, Andri Þór Jónsson er í banni og Finnur Ólafsson ekki í hóp. Í þeirra stað koma þeir Kristján Valdimarsson, Jóhann Þórhallsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Magnús Þórir Matthíasson.
Fyrir leik
Bjarni Þórður fékk á sig átta mörk í 8-0 sigri FH á laugardaginn. Kristján Finnbogason sem í dag byrjar í marki Fylkis var sá markvörður sem hafði fengið á sig næst flest mörk í efstu deild í Kaplakrikanum. Það gerðist þegar FH vann 7-0 sigur á þá nýkringdum Íslandsmeisturum KR árið 2003. Kristján sem er varð 41 árs 8. maí síðastliðinn var reyndar af sumum valin maður leiksins þá. Boban Savic markvörður Grindavíkur 2005 fékk á sig 8 eins og Bjarni.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völl og leikurin fer því senn að hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FHingar byrja með boltann og sækja í áttina að Garðabæ.
7. mín
Jóhann Þórhallsson skaut rétt framhjá marki FH eftir aukaspyrnu Ingimundar Níels á vinstri kanti.
11. mín
Björn Daníel Sverrisson gerði heiðarlega tilraun til að skora af 40 metra færi. Kristján Finnbogason fór út úr markinu til að hreinsa, en sendi beint í fætur Björns sem skaut yfir tómt markið.
13. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann fær áminningu fyrir brot á Kjartani Ágúst Breiðdal við miðlínu.
14. mín
Ingimundur Níels Óskarsson komst í gott færi og skallaði í stöng eftir góða sendingu Jóhanns Þórhallssonar. Fylkismenn eru betri það sem af er leiknum og FHinga virðist skorta einbeitingu.
16. mín
Ingimundur aftur í dauðafæri í teignum, núna skallaði hann framhjá eftir sendingu Odds Inga inn í teiginn.
19. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Freyr Bjarnason (FH)
Freyr Bjarnason þarf að fara af velli vegna meiðsla og í hans stað kemur Hólmar Örn Rúnarsson. Pétur Viðarsson fer því af miðjunni í miðvörðinn.
23. mín
Kristján varði skalla Björns Daníels af stuttu færi eftir aukaspyrnu Viktors Arnar.
32. mín
Jóhann Þórhallsson vildi vítaspyrnu en fékk ekki. Hann húðskammar Frosta Viðar Gunnarsson línuvörð.
33. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel getur ekki hætt að skora þetta sumarið. Hann tók boltann á kassann og þrumaði á nær stögina í teignum. 1 - 0 fyrir FH.
35. mín
Björn Daníel er í stuði. Núna átti hann tvö föst skot sem fóru í varnarmenn Fylkis, það síðara fór svo í horns sem ekkert varð úr.
37. mín
Stuðningsmenn FH syngja hástöfum í stúkunni og minnast þess þegar þeir unnu Fylki 8 - 0 í síðustu umferð.
38. mín
Atli Guðnason með flotta sendingu inn í teiginn sem var á leið á kollinn á Ólafi Páli sem hitti ekki boltann. FH liðið er búið að taka öll völd á leiknum.
43. mín
Kristján varði frábærlega skalla frá Atla Guðnasyni og blakaði boltanum í horn.
45. mín MARK!
Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
Jóhann Þórhallsson jafnar metin. Kjartan Ágúst tók hornspyrnu, Gunnleifur reyndi að kýla boltann út en hann fór fyrir fætur Jóhanns sem þrumaði í markið. Í kjölfar þess að FH tók miðju var svo flautað til hálfleiks.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Bæði lið koma óbreytt út á völlinn.
47. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Ólafur Páll fær áminningu fyrir brot rétt fyrir utan vítateig. Gunnleifur varði aukaspyrnuna vel í horn.
50. mín
Kristján varði vel frá Birni Daníel sem átti skot í teignum.
53. mín
Viktor Örn tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Fylks, boltinn fór á Guðman sem skallaði á Guðjón Árna sem var að setja boltann í netið þegar Ásgeir Börkur bjargaði á marklínu í horn.
58. mín
Kjartan Ágúst komst í dauðafæri eftir að Guðmann Þórisson skallaði afturfyrir sig og til baka, en hann stalst í boltann og var farinn framhjá Gunnleiif sen setti boltann í hliðarnetið.
61. mín
Inn:Danny Justin Thomas (FH) Út:Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Viktor Örn fékk högg á fótinn í tæklingu áðan og fer nú af velli fyrir Danny Thomas sem leikur inn í sinn annan leik fyrir FH.
66. mín
Enn ver Kristján vel. Nú var það skalli frá Hólmari eftir sendingu Bjarka. Dæmt var horn og í kjölfarið varði Kristján frá Birni Daníel.
69. mín
Eftir aukaspyrnu Fylkismanna var Ingimundur með gott skot af stuttu færi sem Gunnleifur rétt náði að verja í horn.
71. mín
Mark dæmt af Fylkismönnum vegna rangstöðu. Oddur Ingi sendi góða sendingu inn á Ingimund sem afgreiddi færið vel en markið fær ekki að standa.
Hjörvar Hafliðason
Gulli og Stjáni Finnboga báðir búnir að eiga fínan leik í kvöld. Hef coverað fyrir þá báða spýtuna oftar en ég kæri mig um að muna #spýtan
76. mín
Björn Daníel með frábæra hælsendingu á Bjarka sem var einn gegn Kristjáni en Fylkismenn björguðu í horn.
77. mín
Ásgeir Börkur bjargar á línu frá Alberti Brynjari Ingasyni.
78. mín Gult spjald: Danny Justin Thomas (FH)
Thomas fær áminingu fyrir tæklingu út við hliðarlínu á miðjum vellinum.
80. mín
Gunnleifur varði vel skalla frá Jóhanni Þórhallssyni sem var í dauðafæri eftir fyrirgjöf Tómasar Joð.
81. mín Gult spjald: David Elebert (Fylkir)
Elebert fær áminningu fyrir að þruma boltanum í burtu eftir að dæmd var aukaspyrna.
81. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Bjarki Gunnlaugsson (FH)
FH tekur miðjumann út fyrir sóknarmann og breytir í leikkerfið 4-4-2.
82. mín
Ólafur Páll skaut rétt framhjá marki Fylkis úr þröngu færi nærri endalínu. Þessi leikur hefur verið þvílíkt fjörugur og skemmtilegur.
86. mín
Áhorfendur hér í Kaplakrikanum voru ekki nema 550 í dag. Þeir sem ekki mættu eru búnir að missa af miklu fjöri og ljóst að meira er eftir því leikurinn klárast ekki fyrr en sigurvegari finnst.
87. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
89. mín
Albert Brynjar skaut yfir markið úr góðu færi í teignum sem kom eftir þríhyrningsspil Atla Guðnasonar og Guðjóns Árna.
90. mín
Oddur Ingi skaut rétt framhjá í dauðafæri í teig FHinga.
90. mín
Þvílíkur leikur. Núna skaut Atli Guðnason í hliðarnetið af samskonar færi og Oddur Ingi fékk.
90. mín Rautt spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel fór aftan í Björgólf Takefusa sem var að bruna upp völlinn. Vilhjálmur Alvar gaf honum beint rautt spjald þegar þrjár mínútur tæpar voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
90. mín
Eftir rúmlega fimm mínútna uppbótartíma hefur Vilhjálmur Alvar nú flautað til leiksloka. Það þarf að grípa til framlengingar, 2x15 mínútur og ef úrslitin ráðast ekki þar þarf að ráða úrslitum leiksins í vítaspyrnukeppni.
91. mín
Fyrri hluti framlengingarinnar er hafinn.
96. mín
Það er mikil spenna í Kaplakrikanum. Hólmar Örn átti mikinn sprett upp allan völlinn og minnti á hlaupara í ameríska fótboltanum þegar hann hrissti hvern varnarmanninn af sér á eftir öðrum upp að endalínu þar sem hann setti boltann fyirr og FHingar misnotuðu færi. Hann hefði skorað þarna í ameríska boltanum.
98. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Kristján Valdimarsson (Fylkir)
Fylkismenn setja ferska fætur inn í vörnina.
105. mín
Fyrri hálfleik framlenginarinnar er lokið.
106. mín
Síðari hluti framlengingarinnar er hafinn.
108. mín Gult spjald: Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Tómas fær spjald fyrir brot á vallarhelmingi FHinga.
111. mín
Inn:Árni Freyr Guðnason (Fylkir) Út:Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Árni Freyr kemur inná gegn sínum gömlu félögum í FH. Atli bróðir hans leikur með FH.
115. mín
Framlengingin hefur verið frekar tíðindalítil.
120. mín
Atli Viðar í dauðafæri í teignum en varnarmenn Fylkis björguðu í horn. Leikurinn er alveg að klárast og stefnir í vítaspyrnukeppni.
120. mín
Leiknum er lokið. Nú tekur við vítaspyrnukeppni eftir nokkrar mínútur.
120. mín Mark úr víti!
Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Hólmar Örn sendi Kristján í vitlaust horn.
120. mín
Gunnleifur varði vel frá David Elebert
120. mín Mark úr víti!
Atli Guðnason (FH)
Atli Guðnason sendi Kristján í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Oddur Ingi skoraði örugglega.
120. mín
Kristján varði frá Ólafi Páli.
120. mín Mark úr víti!
Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Árni Freyr skoraði með skoti á mitt markið.
120. mín
Kristján varði frá Alberti Brynjari.
120. mín Mark úr víti!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Ingimundur skoraði með föstu skoti þó Gunnleifur hafi valið rétt horn.
120. mín
Kristján varði frá Atla Viðari og Fylkir vann leikinn.
Byrjunarlið:
Kristján Valdimarsson ('98)
Oddur Ingi Guðmundsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson ('111)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
24. Elís Rafn Björnsson ('98)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tómas Joð Þorsteinsson ('108)
David Elebert ('81)

Rauð spjöld: