City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Víkingur R.
2
6
Fjölnir
Helgi Sigurðsson '14 , víti 1-0
Skúli Sigurðsson '16 , sjálfsmark 1-1
2-1 Steinar Ö. Gunnarsson '24 , sjálfsmark
Reynir Leósson '62 , sjálfsmark 2-2
2-3 Pablo Punyed '66
2-4 Ágúst Örn Arnarson '70
2-5 Bergsveinn Ólafsson '84
2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson '86
09.06.2012  -  14:00
Víkingsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 15 stiga hjiti sól og smá vindur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
Helgi Sigurðsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('71)
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
21. Aron Elís Þrándarson
29. Agnar Darri Sverrisson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Agnar Darri Sverrisson ('93)
Tómas Guðmundsson ('64)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og Fjölnis í 1. deild karla. Liðin mættust síðast á miðvikudaginn í Borgunarbikarnum en þá vann Víkingur 2-0.

Tvær breytingar eru á liði Víkings frá þeim leik. Reynir Leósson kemur inn í miðvörðinn í stað Egils Atlasonar og Helgi Sigurðsson í framlínuna fyrir Hjört Hjartarson.

Hjá Fjölni fara þeir Geir Kristinsson, Egill Gautur Steingrímsson og Marinó Þór Jakobsson út fyrir Ásgeir Aron Ásgeirsson, Þóri Guðjónsson og Hauk Lárusson.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Fjölnismenn sem byrja með boltann. Þeir sækja í átt að Víkingsheimilniu.
10. mín
Leikurinn fer rólega af stað og liðin hafa ekki skapað sér teljandi færi ennþá. Ewan Schwartz var líklegastur í teignum áðan þegar hann hefði getað þrumað á markið en kaus að gefa boltann á mann í vonlausri stöðu.
12. mín
Þórir Guðjónsson komst í gott færi í teig Víkinga en skaut rétt framhjá markinu.
13. mín
Guðmundur Ársæll dæmdir vítaspyrnu eftir að Kristinn Jóhannes Magnússon féll í teignum.
14. mín Mark úr víti!
Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Helgi Sigurðsson sendi Steinar markvörð í vitlaust horn og skoraði örugglega.
16. mín SJÁLFSMARK!
Skúli Sigurðsson (Víkingur R.)
Rosalega klaufalegt mark. Guðmundur Karl sendi slaka og lausa fyrirgjöf inn í teiginn sem Skúli Sigurðsson var að grípa en missti boltann inn í markið. Staðan orðin 1-1 og Skúli getur prísað sig sælan að engin myndavél er hérna að taka upp leikinn því þetta hefði orðið vinsælt á YouTube.
24. mín SJÁLFSMARK!
Steinar Ö. Gunnarsson (Fjölnir)
Það er markvarðarþema í Víkinni. Kristinn Jóhannes tók hornspyrnu og núna var það Steinar Örn markvörður Fjölnis sem kýldi boltann í eigið mark. Nú vantar okkur sjónvarpsmyndavélar í Víkina svo YouTube gleðjist.
27. mín
Ásgeir Aron með gott skot utan af velli sem fór rétt yfir mark Víkinga. Í kjölfarið áminnti Guðmundur Ársæll þjálfara Víkinga, Ólaf Þórðarson fyrir einhver vel valin orð.
29. mín
Helgi Sigurðsson með skot rétt framhjá marki Fjölnismanna en hann komst í færið eftir flottan sprett Ewan Schwartz upp að endamörkum.
38. mín
Kristinn Jóhannes tók flotta aukaspyrnu út við hliðarlínu sem Steinar átti í erfiðleikum með og rétt náði að blaka boltanum yfir markið.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Víkinni. Staðan 2-1 fyrir heimamenn í Víkingi.
46. mín
Inn:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.) Út:Marteinn Briem (Víkingur R.)
Markahrókurinn Hjörtur Hjartarson kemur inn í hálfleik fyrir Martein Briem. Gamalmenninn Hjörtur og Helgi Sig leiða því framlínu Víkinga.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
58. mín
Það er ekkert sérlega mikið að gerast svona í byrjun seinni hálfleiksins en vonandi fer að lifna við þessu.
62. mín SJÁLFSMARK!
Reynir Leósson (Víkingur R.)
Bíóið heldur áfram. Guðmundur Karl átti aftur slakt skot að marki sem Reynir náði til en stýrði boltanum í eigið mark. Fjölnismenn jafna með þriðja sjálfsmarki leiksins.
64. mín Gult spjald: Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Ágúst Freyr Hallsson (Víkingur R.) Út:Kristinn Jens Bjartmarsson (Víkingur R.)
66. mín MARK!
Pablo Punyed (Fjölnir)
Pablo Punyed kemur Fjölni yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Menn eru samt ekkert á eitt sáttir við að það hafi fengið að standa því Haukur Lárusson og Halldór Smári lágu í grasinu eftir að hafa skollið saman í aðdragada spyrnunnar og sá síðarnefndi liggur enn.
70. mín MARK!
Ágúst Örn Arnarson (Fjölnir)
Markaveisla í Víkinni. Núna skoraði Ágúst Örn eftir klaufaskap Skúla. Boltinn fór í þverslá án þess að Skúli næði til hans og Ágúst fylgdi vel á eftir og renndi boltanum í markið.
71. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Halldór Smári var studdur af velli áðan eftir þriðja mark Fjölnis og Víkingar voru því manni færri þegar fjórða markið kom. Agnar Darri kemur nú inn fyrir hann.
80. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Ágúst Örn Arnarson (Fjölnir)
80. mín
Eftir mörkin þrjú sem komu á átta mínútum áðan hafa Fjölnismenn verið miklu betri og virðist sem Víkingar hafi lagt árar í bát. Mörkin geta hæglega orðið fleiri í þessum leik.
82. mín
Illugi Gunnarsson tók aukaspurnu til hliðar við vítateiginn sem endaði í þverslá.
82. mín
Ásgeir Aron komst einn gegn Skúla eftir undirbúning Viðars Ara en Skúli varði í horn.
84. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Skúli er hræðilegur í marki Víkinga. Nú tók Þórir hornspyrnu sem fór í fjærstöngina þar sem Bergsveinn kom og setti boltann inn. Þessi leikur er ansi skrautlegur og ljóst að Víkingar vilja gleyma honum sem fyrst.
86. mín MARK!
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölnir)
Þetta átti Skúli líka að stöðva, núna skallaði Ásgeir Aron af stuttu færi, bolti sem Skúli hefði átt að vera búinn að taka.
91. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Haukur Lárusson (Fjölnir)
91. mín
Inn:Jóhann Óli Þórbjörnsson (Fjölnir) Út:Pablo Punyed (Fjölnir)
93. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-6 sigri Fjölnis. Viðtöl og umfjöllun koma hér á vefinn á eftir.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson
15. Haukur Lárusson ('91)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson ('91)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: