ÍA
0
4
ÍBV
0-1
Ian Jeffs
'63
0-2
Christian Olsen
'66
0-3
Christian Olsen
'88
0-4
Christian Olsen
'90
15.06.2012 - 20:00
Akranesvöllur
Pepsí deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær en frekar napurt
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: Rúmlega 2000
Maður leiksins: Christian Olsen
Akranesvöllur
Pepsí deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær en frekar napurt
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: Rúmlega 2000
Maður leiksins: Christian Olsen
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('60)
17. Andri Adolphsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
('68)
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Hallur Flosason
19. Eggert Kári Karlsson
('60)
32. Garðar Gunnlaugsson
('66)
Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('46)
Ólafur Valur Valdimarsson ('25)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og ÍBV í sjöundu umferð Pepsí deildar karla.
Fyrir leik
Merkileg staðreynd að þessi lið hafa mæst 80 sinnum í opinberum leikjum á vegum KSÍ frá árinu 1969. Staðan í þessum innbyrðis viðureignum er sú að ÍA hefur unnið 43 leiki, Keflavík hefur unnið 28 leiki og 9 leikjum hefur lyktað með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 150-120 ÍA í hag.
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast í efstu deild keppnistímabilið 2006. Þá unnu Skagamenn 4-2 á Akranesi en Vestmannaeyingar unnu 3-1 úti í Eyjum.
Fyrir leik
Liðunum hefur gengið misjafnlega í byrjun Pepsídeildarinnar. ÍA er á toppi deildarinnar með 14 stig og hafa unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli. Er þessi byrjun mjög góð þegar litið er til þess að Skagamenn eru nýliðar í deildinni eftir að hafa verið þrjú ár í 1.deild.
Fyrir leik
Eyjamönnum hefur gengið brösuglega það sem af er tímabili og eru í næstneðsta sæti deildarinnn með 5 stig en þeir hafa unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Kemur þessi byrjun nokkuð á óvart þar sem ÍBV hefur verið í toppbaráttunni síðustu tvö ár en meiðsli Tryggva Guðmundssonar hafa haft töluverð áhrif á gengi liðsins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. Breytingar eiga sér stað hjá báðum liðum en þess má geta að Kári Ársælsson er ekki í vörn ÍA vegna meiðsla og súpervaramaðurinn Dean Martin er ekki í hóp að þessu sinni.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í kvöld og honum til aðstoðar eru Áskell Þór Gíslason og Haukur Erlingsson.
1. mín
Ian Jeffs á fyrsta skotið í leiknum en skot hans er auðveldlega varið af Páli Gísla Jónssyni í marki ÍA.
9. mín
Eyjamenn búnir að vera öflugri á fyrstu mínútunum og fá ágæt hálffæri sem ekki hafa nýst.
12. mín
Jón Vilhelm Ákason vinnur boltann af varnarmanni ÍBV úti við hliðarlínu og gefur góðan bolta á Andra Adolphsson. Andri fær boltann við vítateigslínuna, leikur á mótherja og á gott skot sem fer rétt framhjá stönginni.
14. mín
Páll Gísli Jónsson á sendingu fram völlinn, Gary Martin fær boltann einn á móti tveimur varnarmönnum nokkuð fyrir utan vítateig. Hann var ekkert að tvínóna við það og átti hörkuskot af 25 metra færi sem small í þverslánni.
15. mín
Tryggvi Guðmundsson á stungusendingu inn fyrir vörn ÍA. Christian Olsen fær boltann en Páll Gísli Jónsson ver mjög vel skot hans.
24. mín
Lítið í gangi í leiknum þessa stundina. Bæði lið sækja en fátt markvert gerist upp við markið.
33. mín
Christian Olsen með góða rispu upp vinstri kantinn og kemur með sendingu inn í vítateig ÍA. Þar er Tryggvi Guðmundsson vel staðsettur og á fastan skalla sem fer af Einari Loga Einarssyni og aftur fyrir endamörk.
43. mín
Andri Adolphsson á góða sendingu utan af vinstri kanti inn í vítateig ÍBV. Boltinn hrekkur af varnarmanni til Jóns Vilhelms Ákasonar sem á gott skot sem fer rétt yfir þverslánna.
48. mín
Andri Adolphsson með sendingu utan af hægri kanti og Jón Vilhelm Ákason á skot rétt framhjá stönginni.
53. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig ÍBV. Skot hans fer í varnarmann og Abel Dharia sló boltann yfir markið.
54. mín
Skagamenn fá hornspyrnu og hana tekur Jóhannes Karl Guðjónsson. Ármann Smári Björnsson er vel staðsettur inni í vítateig og skallar boltann af krafti á markið en Abel Dharia ver vel.
59. mín
Guðmundur Þórarinsson á góða sendingu inn í vítateig ÍA utan af vinstri kanti og þar nær Brynjar Gauti Guðjónsson frábærum skalla en á einhvern óskiljanlegan hátt náði Páll Gísli Jónsson að bjarga með magnaðri markvörslu.
62. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson með góða aukaspyrnu inn í vítateig ÍBV og þar skallar Ármann Smári Björnsson framhjá stönginni.
63. mín
MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Arnór Eyvar Ólafsson á góða fyrirgjöf utan af hægri kanti og Ian Jeffs skallar boltann í nærhornið.
64. mín
Christian Olsen kemst einn á móti tveimur varnarmönnum ÍA. Hann leikur á þá báða og er einn á móti Páli Gísla Jónssyni. Hann kemur boltanum framhjá markverðinum en skot hans er laust og Andri Geir Alexandersson nær að bjarga á marklínu.
66. mín
MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Þórarinn Ingi Valdimarsson með frábæra sendingu fram völlinn og þar er Christian Olsen mættur, tekur boltann niður og vippar honum yfir Pál Gísla Jónsson í markinu.
70. mín
Christian Olsen með gott hlaup upp vallarhelming ÍA, hann leikur á varnarmann og nær skoti sem smellur í stönginni.
75. mín
Andri Adolphsson á frábæra rispu upp vinstri kantinn og platar tvo varnarmenn ÍBV. Hann á bara Abel Dharia markvörð eftir en nær lélegu skoti og markvörðurinn ver auðveldlega.
78. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson nær föstu skoti fyrir utan vítateig ÍBV en skot hans fer hátt yfir markið.
84. mín
Víðir Þorvarðarson á gott skot að marki ÍA en Páll Gísli ver auðveldlega í markinu.
85. mín
Andri Adolphsson á frábæra fyrirgjöf utan af vinstri kanti á Eggert Kára Karlsson sem er einn á móti Abel Dharia markverði ÍBV. Hann nær frekar slöku skoti á markið og markvörðurinn fær boltann í fangið.
88. mín
MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Christian Olsen fær boltann utarlega á kantinum. Hann leikur boltanum í átt að vítateig ÍA og fer léttilega fram hjá varnarmönnum uns hann nær frábæru skoti neðst í fjærhornið.
90. mín
Andri Geir Alexandersson brýtur á Þórarni Inga Valdimarssyni inni í vítateig ÍA. Christian Olsen tók vítaspyrnuna og hana varði Páll Gísli Jónsson glæsilega.
90. mín
MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Christian Olsen splundrar vörn ÍA enn einu sinni með spretti upp vallarhelming ÍA og skorar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þrenna frá Dananum.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson
('86)
Varamenn:
Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('32)
Rauð spjöld: