City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Holland
1
2
Þýskaland
0-1 Mario Gomez '24
0-2 Mario Gomez '38
Terence Kongolo '73 1-2
13.06.2012  -  18:45
Kharkiv
EM 2012
Byrjunarlið:
1. Maarten Stekelenburg (m)
3. John Heitinga
4. Joris Mathijsen
6. Davy Klaassen ('46)
6. Nigel de Jong
10. Wesley Sneijder
11. Arjen Robben ('83)
14. Terence Kongolo
15. Jetro Willems
16. Vurnon Anita
20. Ibrahim Afellay ('46)

Varamenn:
22. Michel Vorm (m)
23. Tim Krul (m)
8. Georginio Wijnaldum ('46)
9. Klaas-Jan Huntelaar ('46)
10. Memphis Depay
12. Paul Verhaegh
13. Joel Veltman
14. Stijn Schaars
14. Jairo Riedwald
15. Dirk Kuyt ('83)
16. Jordy Clasie
18. Leroy Fer

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nigel de Jong ('80)
Jetro Willems ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ! Þjóðverjar eru á toppnum með sex stig, Portúgalir og Danir með þrjú og Hollendingar neðstir stigalausir. Þeir þurfa góðan sigur á Portúgölum til að eiga séns á að komast upp, Hollendingar.
93. mín
Þjóðverjar eru að klára þetta. Furðulega hæfileikaríkir í því að tefja þeir þýsku.
92. mín
Inn:Lars Bender (Þýskaland) Út:Thomas Müller (Þýskaland)
Lokaskipting leiksins.
91. mín
Þremur mínútum bætt við. Tími fyrir eina til tvær sóknir Hollendinga. Samt ekki ef þeir ætla að halda áfram að þruma boltanum fram í hvert skipti sem þeir fá hann.
90. mín Gult spjald: Jetro Willems (Holland)
90. mín
Þjóðverjar búnir að tefja gífurlega mikið. Komust nú í gott færi sem endaði þó í markspyrnu. Þeir eru búnir að steindrepa þennan leik. Jetro Willems að fá gult spjald fyrir að brjóta á Muller.
87. mín Gult spjald: Jerome Boateng (Þýskaland)
Jerome Boateng fær gult spjald fyrir að tefja meðan hann er að taka innkast. Missir af lokaleik riðilsins gegn Dönum.
85. mín
Lítið að gerast. Þjóðverjar loka svæðunum vel og leyfa Hollendingum aðeins að taka langskot. Van der Vaart skaut nú framhjá með skoti frá langt fyrir utan teig. Neuer eyðir eins miklum tíma og hann mögulega getur við að taka markspyrnuna.
83. mín
Inn:Dirk Kuyt (Holland) Út:Arjen Robben (Holland)
Furðuleg skipting hjá Marwijk. Robben er farinn útaf fyrir Dirk Kuyt. Robben virtist mjög ósáttur með þessa skiptingu, hoppaði yfir auglýsingaskiltin og fór beint úr treyjunni.
81. mín
Inn:Toni Kroos (Þýskaland) Út:Mesut Özil (Þýskaland)
Toni Kroos er mættur fyrir Mesut Özil. Özil var góður í leiknum og hljóp gríðarlega mikið. Þreytan að segja til sín.
80. mín Gult spjald: Nigel de Jong (Holland)
Fyrsta gula spjald leiksins kemur á 80. mínútu. Sænski dómarinn hefur dæmt leikinn gríðarlega vel.
77. mín
Hollendingar virðast hafa fundið sigurvilja. Þeir berjast nú um alla bolta og eru hættulegir fram á við. Spennandi lokakafli framundan!
76. mín
Þjóðverjar minna á sig og það má litlu muna að Mesut Özil komist í gegn en De Jong bjargar með tæklingu á ögurstundu.
73. mín MARK!
Terence Kongolo (Holland)
Robin van Persie hleypir heldur betur lífi í leikinn! Hann snýr Hummels af sér og lætur vaða með hægri og Manuel Neuer á aldrei séns í þessa neglu sem hann sér seint. Í bláhornið.
72. mín
Inn:Miroslav Klose (Þýskaland) Út:Mario Gomez (Þýskaland)
Hinn þaulreyndi Miroslav Klose er kominn inná fyrir Mario Gomez. Mögulega hans síðasta stórmót, en þó ekki endilega.
71. mín
Robben með frábæran sprett gegnum vörn Þjóðverja og stórkostlega sendingu á Wesley Sneijder sem lætur vaða af frábæru færi. Jerome Boateng skutlar sér fyrir boltann og bjargar í horn. Góð fórn Jón.
69. mín
Hollendingar komast í enn eitt hálffærið þar sem Robben skýtur framhjá. Það vantar eitthvað í sóknarleik Hollands.
Kristinn Geir @kiddigeir
Holland á EM = Fram í Pepsi #ruvem #fotbolti
66. mín
Hollendingar áttu fína sókn sem rann þó út í sandinn. Þeir eru líflegri nú en þeir voru í fyrri hálfleik en þeir eru þó ekki enn búnir að komast í neitt almennilegt færi.
62. mín
Sneijder með skot rétt framhjá. Hollendingar eru með fín skot fyrir utan teig en það er einfaldlega ekki nóg.
58. mín
Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum eftir frábært skot hjá Robin van Persie!

Arjen Robben átti góða sendingu á Persie sem lúrði fyrir utan vítateig Þjóðverja og þrumaði boltanum í fjærhornið með sinni fyrstu snertingu en Neuer gerði frábærlega að verja boltann og halda honum inná vellinum.
55. mín
Þjóðverjar eru algjörlega við stjórn. Hollendingar eiga ekki möguleika í þetta þýska landslið. Þeir eru eltandi skugga um allan völl.
52. mín
Mats Hummels hljóp alla leið úr miðvarðarstöðunni sinni og átti skot sem Stekelenburg varði út. Hummels tók frákastið og Stekelenburg náði að verja í horn. Afleitur varnarleikur hjá Hollendingum.
51. mín
Þjóðverjar gera vel að halda tempóinu niðri í upphafi síðari hálfleiks. Allt mjög rólegt á fyrstu sex mínútunum.
49. mín
Verið að aflífa van Marwijk og van Bommel á Twitter og Facebook. Hjálpaði aðeins til að Marwijk tók Bommel útaf fyrir van der Vaart.
Guðmundur Benediktsson @GummiBen
Þýska liðið mun refsa Hollendingum illilega í seinni. 1-5 er mín spá.
46. mín
Inn:Georginio Wijnaldum (Holland) Út:Davy Klaassen (Holland)
Marwijk tekur tengdason sinn útaf fyrir Rafael van der Vaart. Nú eru Hollendingar heldur betur að blása til sóknar með þrjá sóknarsinnaða miðjumenn og tvo af markahæstu framherjum Evrópu!
46. mín
Inn:Klaas-Jan Huntelaar (Holland) Út:Ibrahim Afellay (Holland)
Van Marwijk gerir tvær breytingar!
45. mín
Miðað við Twitter vill fólk fá að sjá Klaas-Jan Huntelaar og Rafael van der Vaart koma inn fyrir Ibrahim Afellay og Mark van Bommel.

Líklegt er þó að Nigel de Jong fari útaf frekar en Mark van Bommel, en þetta kemur allt í ljós eftir nokkrar mínútur.
Pétur Örn Gíslason @peturgisla
Þó svo Bommel sé að þrykkja í dóttir þjálfarans þá er það ekki ástæða til að vera í byrjunarliðinu í stað VDV!Þvílíka ruglið #EM12 #Fotbolti
Þórhallur Helgason @laddih
Þjóðverjar búnir að setja cruise control-ið í gang, Holland í bleyjuskipti í hálfleik... #em2012 #fotbolti #überalles
Guðmundur Magnússon @GummiM8
skynja Frakklands-syndromið frá því á HM '10 í þessu Hollands liði... #ósamstaða
45. mín
Bastian Schweinsteiger átti síðustu spyrnu hálfleiksins. Arjen Robben var þá einn í varnarvegg og náði að skalla boltann en það varð til þess að Stekelenburg rétt náði að blaka honum í hornspyrnu. Dómari leiksins flautaði hálfleikinn þó af og leyfði ekki að taka hornspyrnuna.

2-0 í hálfleik.
45. mín
Ekkert gengur upp hjá Hollendingum. Virðast líflausir og eiga engin svör við gífurlega sterku þýsku liði. Bugaðir.
Brynjar Ingi Erluson, fréttaritari Fótbolta.net @brynjarerluson
Þvílík vonbrigði sem þetta hollenska lið er búið að vera á mótinu. Þjóðverjar í finals. Hverjum þeir mæta er hinsvegar önnur spurning #EM
Hjalti Rögnvaldsson @hjaltir
Holland á leiðinni heim? Það tekur litinn aðeins úr keppninni... #fotbolti #em2012
38. mín MARK!
Mario Gomez (Þýskaland)
Mario Gomez með annað mark! Frábært mark hjá Gomez! Þjóðverjar komast enn einu sinni í gegn framhjá vinstri bakverði Hollendinga sem virðist ekki klár í þennan leik. Gomez slúttar færinu frábærlega með skoti utan af teig eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þvílík samvinna hjá þessum tveimur.
37. mín
Frábær aukaspyrna hjá Özil sem fór beint á kollinn á Holger Badstuber! Hann var tveimur metrum frá marki þegar hann skallaði boltann en Stekelenburg var fullkomlega staðsettur í marki Hollendinga og varði skallann.
36. mín
Þjóðverjar eiga nú aukaspyrnu á hættulegum stað sem Mesut Özil tekur. Jetro Willems braut á Thomas Muller sem slapp fyrir aftan hann.
32. mín
Lítið að gerast í leiknum. Hollendingar eru ekki að skapa sér færi og Þjóðverjar eru gríðarlega öflugir á miðjunni.
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net @elvargeir
Klaas og Rafael inn takk
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur @hjorvarhaflida
Taktu þennan Affelay útaf strax. Hann er í engu standi eftir meiðslin. Þarf ekkert alltaf að bíða til 73.mínútu til að gera breytingar.
26. mín
Robben með þrumuskot langt frá marki Þjóðverja sem Neuer ver þó án mikilla vandræða. Gott skot en það þarf meira til að skora framhjá Neuer.
25. mín
Þjóðverjar höfðu verið að senda boltann frítt á milli sín á vallarhelmingi Hollendinga sem endaði með því að Bastian Schweinsteiger fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig rétt fyrir utan vítateig Hollendinga.

Hann gaf þá boltann á Gomez sem var illa dekkaður. Gomez sneri sér laglega við og var þá kominn í gegn og skoraði eins og sannur markahrókur.
24. mín MARK!
Mario Gomez (Þýskaland)
Fyrsta mark leiksins! Mario Gomez skorar!! Frábær sókn hjá Þjóðverjum! Schweinsteiger með stoðsendinguna.
20. mín
Badstuber og Robben skella hausum saman í loftinu og það blæðir úr hausnum á Robben sem þarf að yfirgefa völlinn meðan það er hreinsað blóðið.
18. mín
Gríðarlega mikil skemmtun í leiknum. Þjóðverjum mistekst að koma skoti á markið svo Hollendingar fara í skyndisókn sem endar með að boltinn er tæklaður í hornspyrnu. Hornspyrnan rennur svo út í sandinn, líkt og þær tvær sem á undan voru.
Heiðar Ingi Helgason @heidaringi
Enginn #dolli í dag, íslenska þjóðin bænheyrð! #em2012 #ruv
13. mín
Áhorfendur hættir að flauta og farnir að syngja, frábær stemning. Mesut Özil vildi vítaspyrnu en fékk ekki. Þetta fer endanna á milli og núna eiga Hollendingar fyrstu hornspyrnu leiksins. Wesley Sneijder tekur hana.
11. mín
Robben með góða sendingu á Persie sem var kominn í erfitt færi og skaut framhjá með hægri. Hollendingar eru sprækir.
8. mín
Mesut Özil með gott skot sem Maarten Stekelenburg varði vel upp við nærstöngina. Frábær byrjun á þessum leik þar sem liðin skiptast á að sækja.
7. mín
Van Persie næstum því sloppinn í gegn eftir sendingu frá Mark van Bommel en Manuel Neuer var snöggur af línunni og handsamaði boltann.
4. mín
Liðin tefla fram mjög svipuðum uppstillingum þar sem einn maður er fremstur og þrír fyrir aftan hann. Til gamans má geta að Arjen Robben er að spila gegn sjö samherjum sínum frá Bayern Munchen.
2. mín
Greinilega í tísku hjá áhorfendum liðanna að baula þegar andstæðingarnir eru með boltann. Söngvar og baul keppast um að yfirgnæfa hvort annað hér á upphafsmínútunum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Hollendingar, sem eru klæddir í sínar hefðbundnu appelsínugulu treyjur, byrja með boltann á meðan Þjóðverjar leika í sínum hvítu treyjum.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Hollendinga og Þjóðverja!

Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar sem Þjóðverjar vilja tryggja sig upp úr riðlinum með sigri á meðan Hollendingar þurfa á sigri að halda til að laga bága stöðu sína í riðlinum eftir tap gegn Danmörku í fyrstu umferð.

Búið er að syngja þjóðsöngvana og allt fer að verða klárt. Vill minna á hashtagið #fotbolti á Twitter til að tjá sig um leikinn.
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
2. Mats Hummels
3. Holger Badstuber
4. Philipp Lahm
5. Jerome Boateng
6. Sami Khedira
8. Bastian Schweinsteiger
9. Mario Gomez ('72)
10. Mesut Özil ('81)
11. Lukas Podolski
12. Thomas Müller ('92)

Varamenn:
16. Marcel Schmelzer
17. Benedikt Höwedes
18. Andre Schurrle
19. Miroslav Klose ('72)
20. Lars Bender ('92)
21. Ilkay Gundogan
22. Per Mertesacker
23. Toni Kroos ('81)
24. Mario Gotze
25. Marco Reus
30. Tim Wiese

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jerome Boateng ('87)

Rauð spjöld: