Ítalía
1
1
Andrea Pirlo
'39
1-0
1-1
'72
14.06.2012 - 16:00
Municipal Stadium Poznan
EM | C-riðill
Aðstæður: Skýjað, 14 gráðu hiti
Dómari: Howard Webb (England)
Municipal Stadium Poznan
EM | C-riðill
Aðstæður: Skýjað, 14 gráðu hiti
Dómari: Howard Webb (England)
Byrjunarlið:
1. Gianluigi Buffon (m)
3. Giorgio Chiellini
8. Thiago Motta
('63)
8. Claudio Marchisio
11. Christian Maggio
16. Daniele De Rossi
19. Leonardo Bonucci
21. Andrea Pirlo
24. Emanuele Giaccherini
45. Mario Balotelli
('70)
99. Antonio Cassano
('84)
Varamenn:
1. Morgan De Sanctis (m)
10. Antonio Di Natale
('70)
10. Sebastian Giovinco
('84)
15. Riccardo Montolivo
('63)
20. Ignazio Abate
23. Alessandro Diamanti
42. Federico Balzaretti
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Thiago Motta ('58)
Riccardo Montolivo ('80)
Rauð spjöld:
96. mín
LEIK LOKIÐ Króatar áttu síðasta skot leiksins en Buffon varði. Ítalía með 2 stig eftir 2 leiki en Króatar hafa 4 stig.
94. mín
Inn: ()
Út: ()
Mandzukic af velli á börum. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Lítið eftir af leiknum.
Gunnar Sigurðarson, Gunnar á Völlum:
Í augum Serba er rauð/hvíti rallý-fáni Króata Nasista-fàni. #ùtrýmdir #öxulþjóð #italavinir #kaþólikkar #balkan101
Í augum Serba er rauð/hvíti rallý-fáni Króata Nasista-fàni. #ùtrýmdir #öxulþjóð #italavinir #kaþólikkar #balkan101
Alexander Freyr Einarsson , 433.is:
Þrír leikmenn á EM 2012 bera fornafnið Mario. Tveir þeirra hafa skorað þrjú mörk en sá þriðji ekki neitt. #gomez #mandzukic #balotelli
Þrír leikmenn á EM 2012 bera fornafnið Mario. Tveir þeirra hafa skorað þrjú mörk en sá þriðji ekki neitt. #gomez #mandzukic #balotelli
Björn Már Ólafsson, fótboltaáhugamaður:
Einn maður inni í teig sem þarf að dekka. Einbeitingarleysi hjà Chiellini
Einn maður inni í teig sem þarf að dekka. Einbeitingarleysi hjà Chiellini
80. mín
Gult spjald: Riccardo Montolivo (Ítalía)
Áminntur fyrir að fara harkalega í einn Króatann í skallaeinvígi.
76. mín
Montolivo með óvænt skot en Pletikosa í markinu vel á verði og var mættur í hornið. Spurning hvort ítalska liðið fari að rífa sig upp núna, verið ákveðin værukærð yfir því í seinni hálfleik.
75. mín
Króatísku stuðningsmennirnir hafa kveikt á blysum með þeim afleiðingum að reykjarmökkur liggur yfir vellinum.
72. mín
MARK!
()
KRÓATAR HAFA JAFNAÐ! Fyrirgjöf frá vinstri sem lenti við fjærstöngina, fór yfir Chiellini og beint á Mandzukic sem kláraði með skot af stuttu færi í stöngina og inn! Hans þriðja mark á mótinu!
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur:
Nettur Veigar Páll í Cassano. #brjóstkassi #stuttarlappir #góðir
Nettur Veigar Páll í Cassano. #brjóstkassi #stuttarlappir #góðir
50. mín
Króatar mæta ákveðnir til leiks eftir að hafa sötrað te í hálfleiknum. Modric með fína skottilraun en yfir fór boltinn.
47. mín
Luka Modric ógnar marki Ítala hér strax í byrjun seinni hálfleiks. Kom sér í skotstöðu en Buffon vandanum vaxinn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Það voru Króatar sem byrjuðu með boltann hérna í seinni hálfleik.
Ágúst Örn Arnarsson:
Eitthvað virkilega sexy við þetta Ítalíu lið! góð blanda af gæðum, looki, heimsku og hroka! #pirlo #kingbalotello #cassano #italy
Eitthvað virkilega sexy við þetta Ítalíu lið! góð blanda af gæðum, looki, heimsku og hroka! #pirlo #kingbalotello #cassano #italy
45. mín
Hálfleikur - Andrea Pirlo með eina markið í fyrri hálfleiknum. Endilega komið með ykkar skoðun á þessum fyrri hálfleik á Twitter og notið hashtagið #fotbolti - Ég mun berta valin tíst í hálfleik.
43. mín
Króatar mættu mjög varnarsinnaðir í þennan leik en nú þurfa þeir að koma sér úr skotgröfunum.
Yngvi Eysteinsson, útvarpsmaður:
Hvað voru þeir að reykja hjá AC Milan þegar þeir gáfu Pirlo til Juventus? #bestur #em2012 #fotbolti
Hvað voru þeir að reykja hjá AC Milan þegar þeir gáfu Pirlo til Juventus? #bestur #em2012 #fotbolti
39. mín
MARK!
Andrea Pirlo (Ítalía)
Andrea Pirlo með mark beint úr aukaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Mario Balotelli rétt fyrir utan teiginn vinstra megin. Pirlo er frábær spyrnumaður og hann náði hnitmiðuðu skoti í hornið. Flott mark! Þessi forysta verðskulduð. Ítalir hafa verið betri.
38. mín
Claudio Marchisio, leikmaður Juventus, í tveimur dauðafærum en markvörður Króata nær að sjá við honum. Bestu færi leiksins.
Andri Björn Sigurðsson, leikmaður ÍR:
Di natelle inn. Nenni ekki þessari ballotelli þvælu! #Haugur #Ofmat
Di natelle inn. Nenni ekki þessari ballotelli þvælu! #Haugur #Ofmat
35. mín
Pat Nevin, sérfræðingur BBC, telur að Króatar hefðu átt að fá vítaspyrnu áðan (sjá 21. mín). Chiellini hafi gerst brotlegur. Verð að taka undir hans orð. Ítalía stáheppið í því tilfelli.
33. mín
Antonio Cassano í flottu færi, fékk fína sendingu inn í teiginn en skot hans fór framhjá.
21. mín
Það virðist vera að færast meira líf í króatíska liðið sem gerði tilkall til vítaspyrnu rétt í þessu,
18. mín
Bilic er með yfirhöndina í Facebook könnun okkar á því hvor þjálfarinn sé svalari. Hann hefur hlotið 20 atkvæði gegn 12. Þeir eru samt báðir eitursvalir, en samt öðruvísi svalir.
16. mín
Mario Balotelli líflegur hér í upphafi leiks. Átti hörkuskot sem Pletikosa náði að verja.
14. mín
Í 3-1 sigrinum gegn Ítalíu voru það Mario Mandzukic, sóknarmaður Wolfsburg, og Nikica Jelavic hjá Everton sem sáu um markaskorun Króatíu. Sá fyrrnefndi skoraði tvívegis.
12. mín
Claudio Marchisio með fínustu skottilraun en boltinn naumlega yfir. Ítalska liðið beittara.
9. mín
Ítalska liðið er sóknarsinnaðra en það var gegn Spáni og sóknarbakverðirnir tveir í 3-5-2 kerfinu mun graðari í að fara fram völlinn.
6. mín
Könnun á Facebook! Hvor er svalari á hliðarlínunni, Prandelli þjálfari Ítalíu eða Bilic þjálfari Króatíu? Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
3. mín
Fyrsta markskotið á Mario Balotelli. Snýr sér vel í teignum og skýtur naumlega framhjá.
Aron Ingi Kristinsson:
Buffon er eins og ítalskur tenór, þvílík rödd! #whataman #þjóðsöngurinn #goingpro
Buffon er eins og ítalskur tenór, þvílík rödd! #whataman #þjóðsöngurinn #goingpro
Fyrir leik
Ef þú ert í Poznan þá er um að gera að skella sér á völlinn. Það er nóg af lausum sætum.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru í spilun. Á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook hefur fólk verið að tippa á leikinn og flestir spá því að Ítalir taki öll stigin þrjú.
Fyrir leik
Antonio Di Natale skoraði mark Ítalíu gegn Spáni eftir að hafa komið inn sem varamaður og margir reiknuðu með því að hann myndi koma inn í byrjunarliðið í stað Mario Balotelli. Svo er þó ekki.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
('87)
Rauð spjöld: