Haukar
3
0
Leiknir R.
Úlfar Hrafn Pálsson
'37
1-0
Úlfar Hrafn Pálsson
'43
2-0
Alieu Jagne
'51
3-0
Ingólfur Örn Kristjánsson
'75
25.08.2011 - 18:30
Ásvellir
1. deild karla
Aðstæður: Rok á Blásvöllum, en sól líka
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Ásvellir
1. deild karla
Aðstæður: Rok á Blásvöllum, en sól líka
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
6. Úlfar Hrafn Pálsson
22. Björgvin Stefánsson
('63)
Varamenn:
16. Aron Freyr Eiríksson
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
('19)
22. Aron Jóhannsson
22. Alexander Freyr Sindrason
('63)
Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Gul spjöld:
Marteinn Urbancic ('86)
Rauð spjöld:
1. mín
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Leiknis í 1. deild karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Leiknismenn þurfa sigur ef þeir vilja eiga séns á að bjarga sér frá falli, en Haukar verða að fá sigur ef þeir ætla að halda í vonina um sæti í Pepsi deildinni að ári.
10. mín
Tíu mínútur liðnar af leiknum, Leiknismenn hafa fengið ágætis færi en staðan er enn 0-0.
12. mín
Hilmar Rafn Emilsson í dauðafæri! Hann lék á varnarmann Leiknis, kom sér í gott skotfæri í teignum en skaut í hliðarnetið. Ágætlega gert hjá Hilmari en hann hefði þurft að hitta á markið.
18. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Menn eru að berjast á miðjunni en hvorugt liðanna er að koma sér í nein færi.
19. mín
Inn:Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Út:Grétar Atli Grétarsson (Haukar)
Grétar Atli varð fyrir einhverju hnjaski og getur ekki haldið áfram.
22. mín
Ásgeir Þór Ingólfsson vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað en gestirnir ná að bægja hættunni frá.
25. mín
Ágætis séns hjá Haukum. Fyrirgjöf berst inn í teiginn, Alieu Jagne nær ekki til boltans en það gerir Ásgeir Þór Ingólfsson á fjærstönginni, en skot hans úr þröngu færi hittir ekki á rammann.
27. mín
Hilmar Rafn klúðrar langbesta færi leiksins!!! Úlfar Hrafn Pálsson gerir vel og vinnur boltann og stingur honum á Hilmar sem er einn á auðum sjó. Skot hans fer hinsvegar beint á Eyjólf Tómasson í markinu sem gerði reyndar vel að verja. Þarna átti Hilmar Rafn samt klárlega að gera mun betur.
30. mín
STÖNGIN!!! Kjartan Andri Baldvinsson kemst í gott skotfæri inni í teig eftir frábæra sókn Leiknismanna en skot hans endar í stönginni og Haukar bægja svo hættunni frá. Þarna sluppu Haukar með skrekkinn.
37. mín
MARK!
Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar)
HAUKAR ERU KOMNIR YFIR!!! Boltinn barst til Úlfars Hrafns Pálssonar sem kom sér í gott skotfæri og þrumaði knettinum í netið fyrir utan teig. Þvílíkt mark hjá Úlfari!!! Staðan 1-0 fyrir heimamönnum á Ásvöllum.
43. mín
MARK!
Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar)
HAUKAR HAFA AUKIÐ FORSKOTIÐ!! Eftir klafs í teignum var Úlfar Hrafn Pálsson mættur á svæðið og hann kláraði af stakri snilld í netið. Þarna voru varnarmenn Leiknis alveg úti á þekju!
45. mín
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefur flautað til leikhlés. Útlitið er fínt fyrir Hauka, staðan er 2-0 fyrir heimamönnum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn hér á Ásvöllum. Leiknismenn þurfa á kraftaverki að halda ef þeir ætla að halda sér uppi.
46. mín
Úlfar Hrafn Pálsson ætlar strax að skora þrennuna. Hann fær boltann, geysist upp og nær þrumuskoti sem Eyjólfur ver þó vel í horn.
51. mín
MARK!
Alieu Jagne (Haukar)
HAUKAR ERU AÐ RÚLLA YFIR LEIKNISMENN!!! ALIEU JAGNE SKORAR ÚR FRÁBÆRU FÆRI OG HVER ANNAR ÁTTI SENDINGUNA HELDUR EN ÚLFAR HRAFN PÁLSSON? SAMT MEISTARALEGA KLÁRAÐ HJÁ JAGNE SEM LAGÐI BOLTANN Í FJÆRHORNIÐ!
57. mín
Björgvin Stefánsson hefði getað komið Haukum í 4-0 þarna en skot hans fór rétt framhjá!
59. mín
Hilmar Rafn fær ævintýralega gott færi en klúðrar aftur!!! Hann fær skammarverðlaunin í kvöld, það er ekki spurning! Hann komst aleinn í gegn eftir frábæra sendingu inn fyrir vörnina, hafði allan tíma í heiminum, og í stað þess að skjóta reyndi hann að sóla Eyjólf Tómasson sem hirti af honum boltann!
66. mín
Það er óhætt að segja að það gangi bara ekkert upp hjá Leiknismönnum. Þeir hafa verið hræðilega lélegir í kvöld og eru greinilega búnir að gefast upp. Svo virðist sem 2. deildin bíði þeirra, en spurningin er hvort að Pepsi deildin bíði Hauka.
71. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Sigurinn er í höfn fyrir Hauka og það er bara verið að bíða eftir að leiktíminn renni út.
75. mín
Rautt spjald: Ingólfur Örn Kristjánsson (Leiknir R.)
Áfram heldur þetta að hrynja hjá Leiknismönnum! Kristján Páll Jónsson fær sitt annað gula spjald fyrir að rífa kjaft og þurfa þeir að spila síðasta stundarfjórðunginn manni færri. Allt að fara til fjandans hjá Breiðhyltingunum.
77. mín
Leiknismenn með frábært skot, ég sá ekki alveg hver þetta var, en Daði Lárusson varði meistaralega.
89. mín
Það hefur alls ekki sést á Leiknisliðinu í þessum leik að það sé að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Leikmenn virkað viljalausir og áhugalitlir.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Eyjólfur Tómasson
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ingólfur Örn Kristjánsson ('60)
Rauð spjöld:
Ingólfur Örn Kristjánsson ('75)