Höttur
2
0
KA
Garðar Már Grétarsson
'21
1-0
Elvar Þór Ægisson
'26
2-0
15.06.2012 - 20:00
Vilhjálmsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Gola, 7 stiga hiti og völlur flottur á að líta.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: rúmlega 200
Maður leiksins: Ryan Allsop
Vilhjálmsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Gola, 7 stiga hiti og völlur flottur á að líta.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: rúmlega 200
Maður leiksins: Ryan Allsop
Byrjunarlið:
12. Ryan Allsop (m)
Garðar Már Grétarsson
('90)
Þórarinn Máni Borgþórsson
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
5. Runólfur Sveinn Sigmundsson
('89)
6. Davíð Einarsson
7. Ragnar Pétursson
8. Friðrik Ingi Þráinsson
10. Högni Helgason
23. Elvar Þór Ægisson
Varamenn:
12. Anton Loftsson (m)
Berg Valdimar Sigurjónsson
7. Jóhann Valur Clausen
14. Kristófer Örn Kristjánsson
16. Óttar Guðlaugsson
('89)
19. Bjarni Þór Harðarson
20. Sigurður Óli Magnússon
('90)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Óttar Steinn Magnússon ('59)
Ryan Allsop ('51)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur.. Rétt rúmar tuttugu mínútur í að leikur Hattar - KA hefjist, fallegt knattspyrnuveður í kvöld þó það sé nokkuð svalt. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum, bæði með 5 stig sem er einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp... þetta verður eitthvað!
Fyrir leik
Vil svo benda Tísturum (Twittersjúklingum) að gera #hottur á twittersíðunni til að fá þetta hérna inn, allt sem sótsvarti almúginn má sjá mun birtast hér!
Fyrir leik
Stefán Þór Eyjólfsson leikmaður Hattar er í banni eftir 4 gul spjöld á tímabilinu, Brian Gilmour er svo einnig í banni hjá KA eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Þá vantar Elmar Dan fyrirliða KA í lið þeirra í kvöld, fréttaritari telur að það sé vegna meiðsla þar sem hann er ekki skráður í banni.
Fyrir leik
Sá slyngi aðstoðarmaður minn Viðar Örn Hafsteinsson er fjarri góðu gamni í kvöld.. ég fékk þó bróðir hans með mér í lið í kvöld, Jónas kemur ferskur inní gleðina hér í nýju fjölmiðla"stúkunna" hér á Vilhjálmsvelli!
Fyrir leik
Nú koma liðin hlaupandi inná völlinn í sínum hefðbundnu búningum, Hattarar hvítir og svartir og KA menn gulir og bláir. Hér eru einnig mættir 3 galvaskir norðanmenn menn trommurnar og röddina að vopni, stuðningsmenn nr. 1?!
Og nú hefst leikurinn....
Og nú hefst leikurinn....
6. mín
Bæði lið eru að þreyfa fyrir sér án þess að skapa sér nein hættuleg færi... Gestirnir mæta grimmir til leiks og gefa Hetti lítinn tíma á bolta.
10. mín
Ævar Ingi komst í þröngt færi fyrir KA menn rétt í þessu en laust skot hans beint í fang á þeim enska Ryan Allsop. Mikill fengur sá drengur er fyrir heimamenn.
16. mín
Garðar Már Grétarsson á skemmtilega tilraun utan að velli þar sem hann reyndi að "chippa" boltanum yfir Sandor í marki KA en boltinn endaði ofaná slá gestanna.
21. mín
Elvar Þór Ægisson komst uppað endamörkum þar sem hann sendi boltann fyrirmeð viðkomu í varnarmanni og yfir vörn KA og boltinn endaði fyrir fótum Garðars sem setti hann snyrtilega í netið!! Fyrsta markið á Vilhjálmsvelli þetta sumarið í 1. deildinni!
26. mín
MARK!
Elvar Þór Ægisson (Höttur)
Aukaspyrna eftir að brotið var á Högna Helga hjá Hetti rétt fyrir utan teig, þeir sakna vafalaust Stefáns Þórs en Elvar Þór er á öðru máli og setur boltann örugglega yfir veggin og í þaknetið, óverjandi fyrir Sandor!!!!
31. mín
Stungusending Högna Helga á Garðar Már en Sandor var á undan í boltann en hann datt fyrir fætur Friðriks Inga sem náði ekki skoti á markið þar sem það var opið, heimamenn óheppnir að ná ekki að pota inn þriðja markinu hérna!!!
34. mín
Runólfur Sveinn brýtur klaufalega á Hallgrími Mar og KA fær víti! Jóhann helga fer á punktinn en Ryan Allsop fer í rétt horn og grípur boltann!!!! Staðan því enn 2-0 fyrir heimamenn.. þvílíka tíkin, þeas dramatíkin!
39. mín
Friðrik Ingi Þráinsson með sendingu utan af kannti beint á Högna Helgason sem sópar boltanum hátt yfir markið úr mjööög góðu færi!! Bölvaður strákústur var þetta...
45. mín
Jóhann Helgason með aukaspyrnu af hægri kannti sem fór rétt framhjá fjærstönginni... og í þessum töluðum orðum flautar Erlendur, sem er raunar íslenskur, til hálfleiks og heimamenn í Hetti fara í klefann með sanngjarna 2-0 forystu!
45. mín
Haukur Kjerúlf er ekkert að færa manni kaffi hérna í blaðamannastúkuna! Svo bregðast krosstré sem önnur tré...
46. mín
Seinni hálfleikur er að hefjast, það hefur kólnað í veðri og verður gaman að sjá hvernig liðin bregðast við því fyrstu mínúturnar..
51. mín
Hallgrímur Mar í dauðafæri en Ryan Allsop ver í horn.. í framhaldi fær sá enski gult spjald fyrir munnsöfnuð!
52. mín
Gult spjald: Jakob Hafsteinsson (KA)
Stoppaði skyndisókn með því að brjóta á Friðriki Inga.
55. mín
Gult spjald: Gunnar Valur Gunnarsson (KA)
Peysutog á Högna Helga í hraðri sókn Hattar.
58. mín
Gestirnir eru farnir að brjóta af sér ótt og títt eins og er, einhver pirringur í gangi.
59. mín
Gult spjald: Óttar Steinn Magnússon (Höttur)
Brot á David Diztl rétt fyrir utan teig...
60. mín
Jóhann Helga á gott skot úr aukaspyrnunni en enn ver Ryan Allsop og heldur boltanum, vel gert hjá drengnum!
62. mín
Garðar Már kominn í gegn en Gunnar Valur brýtur á honum rétt fyrir utan teig. Dómarinn dæmir ekkert en aðstoðardómarinn flaggar! Ekkert spjald og Elvar Þór hamrar boltann yfir markið úr aukaspyrnunni... Menn er allir á því að Gunnar hefði átt að fjúka útaf þar sem aukaspyrnan var dæmd!
65. mín
Heimamenn mun sterkari núna þessar mínúturnar og gestirnir fá engann tíma til að athafna sig.
74. mín
.. en uppúr engu fær Elvar Þór Ægisson deddara en skot hans hafnar í varnarmanni og í stöng og í framhaldi björguðu KA menn af línu!
84. mín
Leikurinn virðist vera að fjara út en þó eru heimamenn sterkari þessar mínúturnar. En rétt í þessu á Bjarki Baldvinsson skot að marki Hattar sem fer rétt yfir.
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Hattar hér í kvöld og verðskulduð 3 stig. Gulli Jóns þarf að tala þá norðanmenn vel til svo þeir haldi sér í efri hluta deildarinnar, spilamennska þeirra í kvöld var ekki uppá marga fiska. Eysteinn Húni hlýtur aftur á móti að vera mjög sáttur með frammistöðu sinna manna og er þetta gott veganesti fyrir næstu leiki þeirra.
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
5. Ómar Friðriksson
('46)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
('75)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson
('85)
11. Jóhann Helgason
27. Darren Lough
28. Jakob Hafsteinsson
Varamenn:
3. Sigurjón Guðmundsson
7. Bjarki Baldvinsson
('46)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
('75)
21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Bjarki Baldvinsson ('83)
Haukur Hinriksson ('81)
Bessi Víðisson ('74)
Gunnar Valur Gunnarsson ('55)
Jakob Hafsteinsson ('52)
Rauð spjöld: