KR
3
1
Selfoss
Kjartan Henry Finnbogason
'29
, víti
1-0
1-1
Joseph David Yoffe
'40
Haukur Heiðar Hauksson
'59
2-1
Baldur Sigurðsson
'88
3-1
16.06.2012 - 14:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og rjómablíða
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 999
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson (Selfoss)
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og rjómablíða
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 999
Maður leiksins: Viðar Örn Kjartansson (Selfoss)
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
('90)
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
('64)
Varamenn:
5. Egill Jónsson
('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
('64)
11. Emil Atlason
('90)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('71)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Selfoss í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á KR-velli.
Fyrir leik
KR-ingar gera fimm breytingar á liðinu síðan þeir slógu ÍA út í bikarnum í síðustu viku. Hannes Þór Halldórsson kemur í markið fyrir Fjalar Þorgeirsson, Haukur Heiðar Hauksson í bakvörðinn fyrir Magnús Má Lúðvíksson, Guðmundur Reynir Gunnarsson inn fyrir Gunnar Þór Gunnarsson í vörnina, Viktor Bjarki Arnarsson á miðjuna fyrir Baldur Sigurðsson og Þorsteinn Már Ragnarsson kemur inn í sóknina fyrir Dofra Snorrason.
Fyrir leik
Selfyssingar gera þrjár breytingar á liði sínu frá 2 - 1 sigri á Njarðvík í bikarnum. Jón Daði Böðvarsson, Babacarr Sarr og Mustapha Cisse koma inn fyrir þá Andra Frey Björnsson, Ingólf Þórarinsson og Joe Tillen.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson fór meiddur af velli gegn ÍA í Borgunarbikarnum í síðustu viku og hann byrjar á bekknum í dag. Atli Sigurjónsson heldur sæti sínu á miðjunni síðan gegn ÍA og byrjar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar.
Fyrir leik
Það er rjómablíða í Vesturbænum, sól og logn og óhætt að hvetja alla til að mæta á völlinn. Búið er að vökva völlinn, og reyndar hluta stúkunnar líka, og því er allt til staðar fyrir skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Bjarni Fel er að sjálfsögðu mættur og hann er hissa á fámenninu í fréttamannastúkunni. ,,Nennir enginn að vinna á laugardögum?" spyr Bjarni hress.
Fyrir leik
Stúkan er langt frá því að vera þétt setin nokkrum mínútum fyrir leik og ljós er að leiktíminn er að setja strik í reikninginn.
2. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu nánast á vítateigslínu KR-inga. Jón Daði Böðvarsson tekur spyrnuna og þrumar yfir markið.
5. mín
Þrátt fyrir að ekkert hafi rignt undanfarið eru pollar á hluta vallarins. KR-ingar voru ekkert að spara vatnið þegar kom að því að vökva völlinn!
7. mín
Skjálfti, stuðningsmannasveit Selfyssinga, mætti til leiks með látum og lætur vel í sér heyra!
8. mín
Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga, á fínt hlaup úr vörninni sem endar á því að hann fær skotfæri í vítateignum en Hannes Þór ver auðveldlega.
17. mín
Jón Daði á fínan sprett og skot úr vítateigsboganum en Hannes nær að slá boltann til hliðar.
21. mín
Viktor Bjarki Arnarsson á skalla sem fer hátt yfir. Leikurinn fer nokkuð rólega af stað og við bíðum ennþá eftir alvöru færum!
24. mín
Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Þorvaldur Árnason dregur gula spjaldið upp í fyrsta skipti í dag. Robert Johann Sandnes fer í bókina fyrir að brjóta á Þorsteini Má Ragnarssyni. Sókn KR-inga hélt áfram en Óskar Örn Hauksson átti skot í varnarmann og þá rann færið út í sandinn.
Magnús Sigurbjörnsson veðmálasérfræðingur:
Selfoss með yfirburði í stúkunni, lýta ekki það illa út á vellinum heldur. KRvöllurinn fékk þó smá rigningarpoll lánaðan frá Donetsk.
Selfoss með yfirburði í stúkunni, lýta ekki það illa út á vellinum heldur. KRvöllurinn fékk þó smá rigningarpoll lánaðan frá Donetsk.
28. mín
Besta færi leiksins! Kjartan Henry Finnbogason fær frían skalla af stuttu færi en hann skallar til hliðar og boltinn fer ekki á markið. Í kjölfarið bjargaði Babacarr Sarr í horn.
29. mín
KR fær vítaspyrnu í kjölfarið á hornspyrnunni! Boltinn berst á fjærstöng á Þorstein Má Ragnarsson sem ætlar að skalla boltann þegar Moustapha Cissé ákveður að hreinsa með því að taka hjólhestaspyrnu. Cisse, sem er að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði í sumar, fer í Þorstein og vítaspyrna dæmd. Einkennilegir varnartilburðir hjá Senegalanum!
29. mín
Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan Henry öruggur á punktinum að venju! Setur boltann í vinstra hornið eins og oft áður.
36. mín
Viðar Örn Kjartansson kemst í fínt færi. Viðar fær boltann óvænt í teignum og leikur á Grétar Sigfinn en Hannes ver skot hans síðan.
Már Ingólfur Másson:
erfitt að spila við kr enn erfiðra þegar þeir fa viti okeypis #orgid
erfitt að spila við kr enn erfiðra þegar þeir fa viti okeypis #orgid
40. mín
MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Selfyssingar jafna! Viðar Örn fær boltann í vítateigsboganum og er með Rhys Weston í bakinu. Viðar nær að snúa og skora með vinstri fótarskoti niður í bláhornið. Vel gert hjá Viðari sem fagnaði markinu með því að setja hendina upp að eyranu og auglýsa þannig eftir viðbrögðum frá KR-ingum.
45. mín
Þorvaldur hefur flautað til leikhlés en staðan í Vesturbænum er 1-1 eftir fyrri hálfleikinn. Nokkuð sanngjörn staða þó að KR-ingar hafi stjórnað ferðinni meira undanfarnar mínútur.
46. mín
Inn:Egill Jónsson (KR)
Út:Rhys Weston (KR)
Síðari hálfleikur er hafinn. Egill Jónsson kemur inn á í lið KR fyrir Rhys Weston. Bjarni Guðjónsson fer í miðja vörnina og Egill tekur stöðu hans á miðjuna.
50. mín
Moustapha Cissé á fínan sprett inn á teiginn en skot hans fer yfir úr þröngu færi.
54. mín
KR-ingar eru alls ekki að ná sér á strik. Þeim gengur illa að taka á móti boltanum og allt spil liðsins er ekki nógu öflugt. Selfyssingar eru aftur á móti að verjast vel og verðskulda þá stöðu sem þeir eru með hér á móti Íslands og bikarmeisturunum.
59. mín
MARK!
Haukur Heiðar Hauksson (KR)
KR-ingar ná forystunni á nýjan leik. Haukur Heiðar Hauksson skorar með skalla eftir hornspyrnu frá Atla Sigurjónssyni, vel gert hjá ungu strákunum frá Akureyri. Fyrsta mark Hauks í efstu deild.
64. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (KR)
Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Baldur kemur inn á fyrir Atla sem hefur verið nokkuð sprækur í dag.
Einar Matthías Kristjánsson:
Er ekkert verið að djóka með hvað Selfoss bara getur ekki varist hornspyrnum! Annaðhvert mark og eflaust rúmlega það eftir horn. #bæðiídag
Er ekkert verið að djóka með hvað Selfoss bara getur ekki varist hornspyrnum! Annaðhvert mark og eflaust rúmlega það eftir horn. #bæðiídag
67. mín
Kjartan Henry á þrumuskot úr aukaspyrnu en Ismet Duracak slær boltann í innkast.
69. mín
Kjartan Henry fær fínt færi eftir góðan undirbúning hjá Óskari Erni en þrumuskot hans fer framhjá.
73. mín
Kjartan Henry fær langa sendingu inn á teiginn, hann sendir boltann með jörðinni inn á markteiginn en Þorsteinn Már Ragnarsson rétt missir af knettinum.
74. mín
999 áhorfendur á vellinum í kvöld. Það eru ár og dagar síðan jafnfáir áhorfendur hafa mætt á deildarleik í Vesturbænum.
75. mín
Viðar Örn nálægt því að jafna! Viðar fær boltann utarlega í teignum og á þrumuskot sem Hannes má hafa sig allan við til að verja í horn.
77. mín
Selfyssingar fá vítaspyrnu! Viðar Örn fellur í teignum eftir baráttu við Grétar Sigfinn. KR-ingar eru ekki sáttir með þennan dóm en Þorvaldur stendur fastur á sínu.
78. mín
Viðar Örn sendir Hannes í rangt horn en boltinn fer í stöngina! Ólafur Karl Finsen nær frákastinu en skýtur yfir fyrir opnu marki með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Selfyssingar klaufar að jafna ekki þarna.
88. mín
MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
KR-ingar gulltryggja sigurinn. ,,Smalinn" skorar með skalla eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni.
Leik lokið!
KR-ingar fara með 3-1 sigur af hólmi en þetta var erfið fæðing hjá Íslands og bikarmeisturunum sem nýttu hornspyrnur sínar vel í dag. Selfyssingar börðust hetjulega og hefðu getað jafnað í 2-2 þegar Viðar Örn Kjartansson brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í dag.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson
Varamenn:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson
Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson
Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('24)
Rauð spjöld: