City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
England
1
0
Úkraína
Wayne Rooney '48 1-0
19.06.2012  -  18:45
Donbass Arena (Úkraína)
EM | D-riðill
Dómari: Viktor Kassai (Ungverjaland)
Byrjunarlið:
25. Joe Hart (m)
2. Glen Johnson
3. Ashley Cole
6. Joleon Lescott
7. James Milner ('69)
8. Scott Parker
8. Steven Gerrard
10. Wayne Rooney ('87)
18. Ashley Young
19. Danny Welbeck ('82)
26. John Terry

Varamenn:
1. Robert Green (m)
3. Leighton Baines
4. Phil Jones
6. Phil Jagielka
9. Andy Carroll ('82)
14. Jordan Henderson
14. Theo Walcott ('69)
15. Alex Oxlade-Chamberlain ('87)
18. Jermain Defoe
19. Stewart Downing

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Steven Gerrard ('73)
Ashley Cole ('79)

Rauð spjöld:
93. mín
Steven Gerrard valinn maður leiksins. Ég tek undir það. Segi þessari textalýsingu lokið hér með. Við höldum áfram að fylgjast grannt með gangi mála á EM hér á Fótbolta.net.
93. mín
Ljóst að þessi lið mætast í 8-liða úrslitum:
England - Ítalía
Frakkland - Spánn
93. mín
Leik lokið! Englendingar vinna Úkraínumenn 1-0 með marki Wayne Rooney!
91. mín
Svíþjóð 2 - 0 Frakkland
2-0 Sebastian Larsson
Fjalar Þorgeirsson, markvörður KR:
Held að lausnin hjá FIFA verði setja dverg ofan á þaknetið, liggjandi í hengirúmi,til að sjá hvort boltarnir eru inni eða úti. #fifa #midget
Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari:
Carrol í essinu sínu í Ukraine, #ódýrvodki #AA #LFC
87. mín
Inn:Alex Oxlade-Chamberlain (England) Út:Wayne Rooney (England)
87. mín Gult spjald: Taras Stepanenko (Úkraína)
82. mín
Inn:Andy Carroll (England) Út:Danny Welbeck (England)
Báðir þessir menn skoruðu gegn Svíum.
81. mín
Inn:Rusian Rotan (Úkraína) Út:Serhiy Krytsov (Úkraína)
79. mín Gult spjald: Ashley Cole (England)
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Breiðabliks:
Menn eru ekki að átta sig á þvi, hann var rangstæður maðurinn sem gaf honum færið!
75. mín
Hér má sjá mynd af markinu sem Úkraína fékk ekki dæmt gilt áðan.
73. mín Gult spjald: Steven Gerrard (England)
71. mín
Úkraínu dugar ekkert annað en sigur. Það er allt útlit fyrir að England og Frakkland fari upp úr þessum D-riðli.
70. mín
Inn:Taras Stepanenko (Úkraína) Út:Ivan Petryak (Úkraína)
Shevchenko gæti verið að spila sinn síðasta landsleik.
69. mín
Inn:Theo Walcott (England) Út:James Milner (England)
68. mín
Ashley Cole nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir England en frábærlega varið hjá Pyatov í marki Úkraínu.
Tómas Þór Þórðarson:
Úkraína að taka út karma fyrir Þýskaland. Lífið er tík. #fotbolti
64. mín Gult spjald: Maksym Malyshev (Úkraína)
63. mín
MARK TEKIÐ AF ÚKRAÍNU! Úkraína í dauðafæri, Marko Delic komst einn á móti Joe Hart og skaut. Boltinn með viðkomu af Hart en stefndi inn. John Terry virtist hafa bjargað á línu en endursýningar sýndu að boltinn fór allir innfyrir marklínuna. Sprotadómarinn tók ekki eftir því.
62. mín
Úkraínumenn í dauðafæri en skalla yfir! Dómarinn hefði reyndar átt að dæma rangstöðu en það var ekkert dæmt.
Hörður Snævarr Jónnson:
Gaman að sja hvað Gerrard blomstrar með goðum leikmonnum #england
59. mín
"Það er allt annað að sjá til enska liðsins. Eftir að þeir skoruðu þá líður þeim betur á boltanum og eru tilbúnir að koma fram völlinn,'' - Haukur Ingi Guðnason sem lýsir leiknum á RÚV.
55. mín
Svíþjóð 1 - 0 Frakkland
Zlatan Ibrahimovic hefur komið Svíum yfir gegn Frökkum með mögnuðu marki! Tók ekta kung-fu karate-spark eins og hann er svo þekktur fyrir.
54. mín
Stórhættuleg sending frá Gerrard sem er að eiga stórleik. Gaf á Rooney sem var að sleppa einn í gegn en varnarmaður náði að hlaupa hann uppi og bjarga þessu.
52. mín
Úkraínumenn ætla sér að jafna og koma grimmir í sóknina. Joe Hart sló boltann í horn. Þeir hafa ekki játað sig sigraða heimamenn.
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad:
ætlar Stevie G ekkert að fara spila svona með Liverpool líka #WhatAMan
48. mín MARK!
Wayne Rooney (England)
Rooney hefur komið Englandi yfir!! Kom í kjölfarið á hornspyrnu. Frábær undirbúningur frá Steven Gerrard, glæsilega gert. Sendi fyrir eftir flotta rispu, markvörður Úkraínu missti af boltanum og Rooney kom við fjærstöngina og kláraði auðveldlega með skalla.
47. mín
Engar breytingar í hálfleik. Ítrekum að ef þetta endar svona eru það England og Frakkland sem fara áfram í 8-liða úrslitin.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Ágúst Þór Ágústsson, leikmaður Fjölnis:
Ekki ósvipað leiknum 2002 gegn Nígeríu á HM þegar England dugði jafntefli. Litlir sénsar teknir og 0-0 ekki ólíkleg úrslit. Cammon England
Einar Matthías:
Held að Hodgson eigi eftir að nudda andlitið svo ákaft að það kemur andi með þrjár óskir út úr honum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur Ekkert mark komið í leikina tvo. Spurning hvort við fáum fyrsta markalausa leik keppninnar í kvöld.
32. mín
Meira líf að færast í Englendinga sem hafa verið að skapa sér fín færi. John Terry í fínu færi en náði ekki nægilega góðum skalla.
30. mín
Wayne Rooney fékk stórgott tækifæri til að skora fyrir England! Átti að gera betur. Skalli hans fór framhjá.
23. mín
Það er enn markalaust í báðum leikjunum.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
það er bara í alvörunni fólk að fara fram á að Carroll sé í liðinu? #1.aprilhlyturaðvera #villþaðkellylíkaliðið
9. mín
Úkraínumenn byrja þennan leik vel og hafa verið beittari hér í byrjun.
7. mín
Denys Harmash með fína skottilraun en boltinn flaug rétt yfir þverslánna.
5. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Úkraína byrjaði með boltann.
Fyrir leik
Minnum á hashtagið #fótbolti ef þið skrifið um leikinn á Twitter. Vel valdar færslur verða birtar í textalýsingunni.
Aðalgeir Axelsson, fótboltaáhugamaður:
ManU fans að gagngrýna Hodgson fyrir ad vera bara med L'pool menn? Það eru 2 L'pool menn og 3 ManU menn í byrjunarliðinu
Fyrir leik
Úkraína hefur spilað sex landsleiki á þessum velli og ekki unnið neinn af þeim. Þar að auki hefur liðið aðeins skorað tvö mörk á vellinum.
Fyrir leik
Roy Hodgson er þessa stundina að skoða Donbass völlinn í Úkraínu. Virkar mjög afslappaður í skyrtu en án jakka og bindis.
Fyrir leik
Uppstilling Englands:
Hart
Johnson - Terry - Lescott - Cole
Milner - Gerrard - Parker - Young
Rooney
Welbeck
Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands:
Ég vona að England komist áfram í kvöld. Velti þá fyrir mér hvort Hodgson hafi ekki séð þá Walcott og Carroll í síðasta leik #fotbolti
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ:
Roy Hodgson langar greinilega ekki mikið að vinna í dag, setur Carroll á bekkinn. Hann sér Rooney auðvitað sem Pele og Pele er ekki á bekknum.
Fyrir leik
Riðlakeppni Evrópumótsins lýkur í kvöld þegar lokaumferð D-riðils fer fram. England mun mæta Úkraínu en leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Wayne Rooney kemur aftur inn í byrjunarlið Englands eftir að hafa tekið út leikbann og Danny Welbeck verður með honum í sókninni. Theo Walcott byrjar ekki en sumir enskir fjölmiðlar töldu að hann myndi koma inn í byrjunarliðið eftir góða frammistöðu gegn Svíþjóð.

Byrjunarlið Englands: Hart, Johnson, Terry, Lescott, Cole, Milner, Gerrard, Parker, Young, Rooney, Welbeck.

Byrjunarlið Úkraínu: Pyatov, Gusev, Rakitskiy, Khatcheridi, Selin, Yarmolenko, Tymoschuk, Garmash, Konoplyanka, Milevsky, Devic.

Andriy Shevchenko hefur verið að glíma við meiðsli og hann er ekki í byrjunarliði Úkraínu.

Englandi dugar jafntefli til að vera öruggt áfram
England fer áfram með jafntefli. Ef liðið tapar þarf það að treysta á að Frakkland tapi með meiri mun gegn Svíþjóð. England er ofar á UEFA listanum og fer áfram ef liðið verður jafnt Frakklandi á markamun og mörkum skoruðum.

Úkraína þarf að vinna til að komast áfram. Öll önnur úrslit og liðið er úr leik.

Frakkland er öruggt áfram með jafntefli gegn Svíþjóð. Ef liðið tapar verður það bara úr leik ef England tapar en endar samt fyrir ofan á markamun eða mörkum skoruðum. Svíþjóð er úr leik fyrir leiki kvöldsins.

Hér í þessari textalýsingu verður einnig fylgst með gangi mála í Frakkland - Svíþjóð.
Byrjunarlið:
12. Andriy Pyatov (C) (m)
2. Bohdan Butko
7. Andriy Yarmolenko
8. Roman Zozulya
9. Yevhen Sakhov
10. Yevhen Konoplyanka
13. Vitaliy Buialsky
15. Serhiy Krytsov ('81)
19. Maksym Malyshev
20. Yaroslav Rakytskyi
21. Ivan Petryak ('70)

Varamenn:
22. Denys Boyko (m)
5. Olexandr Kucher
6. Taras Stepanenko ('70)
11. Yevhen Seleznov
14. Rusian Rotan ('81)
16. Serhiy Sydorchuk
17. Artem Fedetskyi
22. Viktor Kovalenko

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Maksym Malyshev ('64)
Taras Stepanenko ('87)

Rauð spjöld: