City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
2
2
Stjarnan
0-1 Ellert Hreinsson '2
0-2 Garðar Jóhannsson '24
Guðjón Árni Antoníusson '42 1-2
Guðjón Árni Antoníusson '84 2-2
20.06.2012  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Algjört logn, rigning og 12 stiga hiti.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1910
Maður leiksins: Guðjón Árni Antoníusson, FH
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason ('62)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('46)

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
14. Albert Brynjar Ingason ('80)
16. Jón Ragnar Jónsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('46)

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('95)
Pétur Viðarsson ('43)
Danny Justin Thomas ('17)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsinu frá stórleik FH og Stjörnunar í áttundu umferð Pepsi-deildar karla. Liðin eru klár hér sitthvorum megin við lýsinguna.
Fyrir leik
FH gerir eina breytingu á liði sínu frá 2 - 4 sigri á Keflavík suður með sjó í síðustu umferð. Björn Daníel Sverrisson sem tók út leikbann í þeim leik kemur inn og Hólmar Örn Rúnarsson sem leysti stöðu hans þá og var frábær og skoraði eitt markanna verður að sætta sig við að fara á bekkinn.

Stjarnan gerir tvær breytingar frá 3 - 2 sigri á Val. Tryggvi Sveinn Bjarnason og Mads Laudrup fara á bekkinnn og þeir Garðar Jóhannsson og Baldvin Sturluson koma inn.
Fyrir leik
Það er úrhellisrigning hérna í Kaplakrika svo grasið verður vel blautt þegar leikurinn hefst eftri 40 mínútur. Margir vilja meina að það bjóði upp á skemmtilegri og fjörugri leik svo við hvetjum alla til að koma í Kaplakrikann og sjá þennan stórleik. Þar sem það er algjört logn þjónar þakið á stúkuna vel tilgangi sínum í kvöld.
Fyrir leik
Við höfum enga skýringu fengið enn á því afhverju Tryggvi Sveinn Bjarnason er ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld en leiða má að því líkum að hann sé meiddur án því hann fór meiddur af velli í síðustu umferð gegn Val. Hann hafði áður skorað í leinkum, reyndar í bæði mörk.

Hjá FH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, sonur Guðmundar Árna sendiherra í Svíþjóð, í annað sinn í röð í byrjunarliði FH og leikur sem miðvörður við hlið Guðmans Þórissonar í fjarveru Freys Bjarnasonar sem er meiddur. Brynjar Ásgeir er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokknum og er tvítugur.
Fyrir leik
Leikurinn er hafin. FH-ingar byrja með boltann og sækja í átt að lögreglustöðinni.
2. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Stjörnumenn voru fljótir að ná forystunni. Ellert Hreinsson skoraði með skalla eftir sendingu frá Kenny Chophart. Stefnir í fjör í Hafnarfirðinum.
6. mín
Stjörnumenn gera harða hríð að marki FH. Í sömu sókninni voru Halldór Orri og Chophart nærri því að skora í kjölfar þess að Ellert skaut að marki.
9. mín
Atli Viðar komst í dauðafæri einn gegn Ingvari eftir frábæra stungusendingu Atla Guðnasonar. Ingvar kom langt út úr markinu og varði.
17. mín Gult spjald: Danny Justin Thomas (FH)
Danny Thomas fær áminningu fyrir brot á Garðari Jóhanssyni.
18. mín
Garðar Jóhannsson skaut rétt framhjá marki FH úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
24. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stjörnumenn bæta við marki. Atli Jóhansson fór upp að endamörkum og sendi stuttan bolta fyrir markið á Garðar sem skallaði í markið. 0-2 fyrir gestina í Stjörnunni í fjörugum leik.
40. mín
Fimm mínútur eftir af fyrri hálfleiknum. Liðin skiptast á að sækja og skapa sér hálffæri.
42. mín MARK!
Guðjón Árni Antoníusson (FH)
FH-ingar komast inn í leikinn að nýju. Pétur Viðarsson tók skot rétt fyrir utan vítateig sem fór í varnarmann og innfyrir þar sem Guðjón Árni kom og skoraði af stuttufæri.
43. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
44. mín
Atli Viðar komst í gott færi en Ingvar varði frá honum.
45. mín
Kristinn Jakobsson dómari hefur flautað til hálfleiks. Stjarnan leiðir 1-2.
46. mín
Inn:Mads Laudrup (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
46. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Við þessa breytingu fer Pétur Viðarsson í stöðu miðvarðar hjá FH.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
49. mín
Björn Daníel með gott skot fyrir utan teiginn sem Ingvar mátti hafa sig allan við að verja í horn.
53. mín
Atli Guðnason komst í gott færi eftir frábæra sendingu Björns Daníels. Ingvar varði frá honum.
55. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
FHingar baula á Garðar þegar hann gengur af velli en hann slær því upp í grín og þakkar stuðning Stjörnumanna. Hann hafði fallið í grasið eftir viðskipti við Guðmann Þórisson rétt áður en hann fór af velli og það pirraði FHingana.
62. mín
Inn:Emil Pálsson (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
64. mín
Bjarki Páll varði á línu skalla Guðmanns eftir hornspyrnu.
73. mín
Sending Hólmars inn í teiginn varð að skoti sem Ingvar rétt náði að verja upp við samskeytin.
80. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Bjarki Gunnlaugsson (FH)
84. mín MARK!
Guðjón Árni Antoníusson (FH)
Guðjón Árni jafnar metin með skalla eftir hornspyrnu Hólmars. Góð samvinna hjá Keflvíkingunum.
90. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
95. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2 - 2 jafntefli. Frekari umfjöllun og viðtöl koma hér síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('90)
27. Garðar Jóhannsson ('55)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
5. Kári Pétursson

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: