Selfoss
1
2
Fylkir
Stefán Ragnar Guðlaugsson
'72
0-1
Ingimundur Níels Óskarsson
'73
0-2
Finnur Ólafsson
'73
Ólafur Karl Finsen
'90
1-2
20.06.2012 - 20:00
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 735
Maður leiksins: Ásgeir Börkur - eins og færanlegur klettur á miðju Fylkismanna
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 735
Maður leiksins: Ásgeir Börkur - eins og færanlegur klettur á miðju Fylkismanna
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
20. Sindri Pálmason
('79)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson
Varamenn:
12. Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson
Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson
Gul spjöld:
Jon Andre Royrane ('47)
Endre Ove Brenne ('44)
Joseph David Yoffe ('4)
Rauð spjöld:
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('72)
Fyrir leik
Sæl og velkomin í beina textalýsigu frá Selfossvelli. Klukkan 20:00 hefst hérna leikur Selfyssinga og Fylkismanna en leiktíminn helgast af því að leikurinn er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Byrjunarliðin koma hingað inn ca. klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Liðin komin hér til hliðar. Selfossliðið er óbreytt frá 1-3 tapleik gegn KR en Fylkismenn gera eina breytingu á liðinu frá sigurleik gegn Fram, Kjartan Ágúst kemur inn fyrir Magnús Þóri
Fyrir leik
Selfoss liðið spilar sitt vanalega 4-2-3-1 kerfi með Skjerve í hægri bak
Skjerve,, Stefán Ragnar og Endre Brenne í miðvörðum og Robert Sandnes í vinstri bak. Babacar og Royrane eru fyrir aftan á miðjunni og þeir Jón Daði, Cisse og Tómas Leifs fyrir aftan Viðar Örn.
Skjerve,, Stefán Ragnar og Endre Brenne í miðvörðum og Robert Sandnes í vinstri bak. Babacar og Royrane eru fyrir aftan á miðjunni og þeir Jón Daði, Cisse og Tómas Leifs fyrir aftan Viðar Örn.
Fyrir leik
Fylkismenn spila 4-3-3 með Tómas Joð í hægri bak, Kristján Vald og David Elebert í miðvörðunum og Andri Þór í hægri bak. Á miðjunni eru þeir Davíð Þór, Ásgeir Börkur og Oddur. Á köntunum eru Kjartan ágúst og Ingimundur og fremst að sjálfsögðu Björgólfur Takefusa.
Fyrir leik
Fylkismenn sigruðu báða leiki liðana árið 2010. Fyrri leikurinn var fyrsti leikur Selfoss í efstu deild og fór fram á gervigrasvellinum á Selfossi. Seinni leikurinn endaði með 5-2 sigri Fylkismanna í Árbænum.
Fyrir leik
Nokkur vinskapur hefur verið milli þessara liða í gegnum tíðina og margir leikmenn farið á milli. Ásgeir Börkur var t.a.m. lánsmaður á Selfossi tvö sumur og eins er Agnar Bragi sem ennþá er á skrá hjá Selfyssingum uppalinn í Fylki. Þá spilaði Jóhann Ólafur markmaður Selfoss með Fylkismönnum í nokkur ár en hann er meiddur í dag og verður það líklega út þetta tímabil.
Fyrir leik
Liðin eru kominn út á völl og allt að verða klárt fyrir leik, Selfyssingar sækja í átt að frjálsíþróttavellinum en Fylkismenn sækja í átt að félagsheimilinu.
2. mín
Leikurinn er hafinn en þessi textalýsing gæti orðið fróðleg þar sem netsambandið á Selfossvelli er eins og það var árið 1989.
4. mín
Gult spjald: Joseph David Yoffe (Selfoss)
Áhugavert atvik þegar Viðar slapp einn í gegn og féll við er hann var að fara framhjá Bjarna Þórði í markinu inni á marteig. Erlendur dómari flautaði en ekki víti eins og margir bjuggust við í fyrstu heldur brot á Viðar og gaf honum gult fyrir leikaraskap.
9. mín
Viðar komst í ágætt færi eftir fyrirgjöf frá Tómasi Leifs en náði ekki að koma boltanum fyrir sig og Bjarni Þórður náði boltanum.
14. mín
Heimamenn eru öllu sterkari í upphafi leiks og þeir Viðar og Cisse eru að valda usla inni í teig.
17. mín
Björgólfur með ágæta tilraun að marki Selfoss en skot hans fyriir utan teig skoppar framhjá markinu.
22. mín
Gult spjald: Björgólfur Takefusa (Fylkir)
Björgólfur komst innfyrir vörn heimamanna en kom boltanum fyrir sig með höndinni og fékk gult fyrir hjá Erlendi dómara.
27. mín
Það er ansi dauf stemming hérna á Selfossi, bæði innan sem utan vallar. Skjálfti eru í launalausi leyfi í kvöld og sæmilegur fjöldi áhorfenda hegaðar sér eins og sómasamlegt fólk í sunnudagsmessu gerir.
31. mín
Flott skyndisókn Selfyssinga sem endar í hornspyrnu, Jón Daði brunaði upp kantinn og kom boltanum fyrir á Viðar Kjartans sem var í dauðafæri en Kristján Valdimarsson náði að komast fyrir skotið og bjarga í horn. Ekkert varð úr horninu.
35. mín
Tómas Leifs með ágæta tailraun fyrir utan teig en tók boltann á lofti og hitti á markið en beint í hendur Bjarna Þórðar.
44. mín
Gult spjald: Endre Ove Brenne (Selfoss)
Gult á Brenne fyrir brot á Oddi Inga sem var við það að sleppa einn í gegn.
45. mín
Hálfleikur í hrútleiðinlegum leik. Selfoss og Fyllkir lögðu þennan leik upp með afskaplega svipuðum hætti, liggja til baka og beita skyndisóknum. Bæði lið svosem búin að eiga færi en ekkert sem fær fólk upp úr stólunum. Mark myndi bjarga þessum leik og sanniði til það verður allt vitlaust í seinni hálfleik.
Daníel Freyr Jónsson
eg er allt i einu orðinn syfjaður herna a selfossvelli... Wonder why! #fotbolti
eg er allt i einu orðinn syfjaður herna a selfossvelli... Wonder why! #fotbolti
45. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Fylkir)
Út:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Finnur Ólafs kemur inná fyrir Kjartan Breiðdal í hálfleik. Leikurinn er hafinn að nýju
47. mín
Gult spjald: Jon Andre Royrane (Selfoss)
Gult á Royrane fyrir brot á Ásgeiri Berki
49. mín
Viðar komst einn í gegn en Bjarni Þórður náði að loka vel á hann og verja skotið.
Hólmfríður Erna
Hver er þessi Peppi eiginlega? Þvílíkur kjaftur á einni pepsidós. #fotbolti #orgid
Hver er þessi Peppi eiginlega? Þvílíkur kjaftur á einni pepsidós. #fotbolti #orgid
50. mín
Viðar Kjartan aftur ágengur við mark Fylkismanna en þeir ná að bjarga því. Selfyssingar byrja mun betur í seinni hálfleik.
53. mín
Gult spjald: Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Fyrir brot á Jóni Daða sem var við það að fara framhjá honum.
55. mín
Viðar Örn fékk dauða dauða færi einn á móti marki en skot hans fór framhjá markinu. Viðar fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Jón Daði tók, Bjarni Þórður varði og boltinn barst beint á Viðar sem skaut eins og áður segir framhjá.
72. mín
Rautt spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Stefán Ragnar fyrirliði Selfoss rekinn í bað eftir brot á Björgólfi Takefusa sem var kominn í gegn. Ekki gróft en spjaldið er dæmt þar sem Björgólfur var kominn einn innfyrir.
73. mín
MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Fylkismenn skora eftir hornspyrnuna! Björgólfur tók spyrnuna fast en beint á Ismet sem náði ekki að halda boltanum eða slá hann frá og Ingimundur Níels var fyrstur að átta sig og skoraði af öryggi.
73. mín
MARK!
Finnur Ólafsson (Fylkir)
Finnur Ólafsson kemur Fylkismönnum í 2-0 og aftur skora þeir eftir frakast af aukaspyrnu. Andri Þór skaut í vegginn en Finnur skoraði af öryggi í bláhornið. Frábært mark.
90. mín
MARK!
Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
Ólafur Karl Finsen með flott mark fyrir Selfoss eftir að Jón Daði vippaði boltanum innfyrir. Líklega er þetta of seint fyrir heimamenn.
93. mín
Babacar með agalegt skot fyrir utan sem fór langt yfir og framhjá. Viðar fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni en enn á ný lætur hann Bjarna verja frá sér. Þetta eru ekki gömlu skórnir hans Hemma Gunn sem Viðar er að spila í í þessum leik
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
Oddur Ingi Guðmundsson
4. Andri Þór Jónsson
('78)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
('45)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
Varamenn:
4. Finnur Ólafsson
('45)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('92)
Finnur Ólafsson ('88)
Andri Þór Jónsson ('53)
Björgólfur Takefusa ('22)
Rauð spjöld: