City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
2
1
ÍA
Rúnar Már Sigurjónsson '26 1-0
1-1 Garðar Gunnlaugsson '71
Rúnar Már Sigurjónsson '87 , víti 2-1
20.06.2012  -  19:15
Vodafone-Hlíðarendi
Pepsi-deildin
Aðstæður: Úði og logn
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 1300
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Matthías Guðmundsson ('66)
Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('81)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('66)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl!

Er Skagablaðran sprungin?
Við fáum svar við þessari spurningu hér í kvöld þegar Valur tekur á móti ÍA.

Breiðhyltingurinn Ásgeir er enn í markinu hjá Val. Sindri á meiðslalistanum. Ásgeir varði víti í síðasta leik en fékk á sig þrjú mörk. Hann vonast til að þau verði færri í kvöld.

Atli Heimisson virðist vera límdur við bekkinn.

Hjá Skagamönnum er Garðar Gunnlaugsson kominn í byrjunarliðið. Þá byrjar Kári Ársælsson með Ármanni Smára í miðverðinum.

Kári var ekki með í 4-0 tapi gegn ÍBV í síðasta leik vegna meiðsla og þar munaði um minna! Kári hefur verið frábær það sem af er móti.
Fyrir leik
Geir Ólafs er mættur á völlinn og er allur hinn hressasti. DJ-inn er í rokkuðu stuði í kvöld og býður upp á Iron Maiden.

Meira um uppstillingar liðanna. Halldór Kristinn miðvörður Vals er bekkjaður. Atli Sveinn og Nesta eru í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Bakvörðurinn reynslumikli Guðjón Heiðar Sveinsson er á varamannabekk ÍA. Hann hefur verið við nám í Danmörku en er kominn til landsins og er í fyrsta sinn í sumar á skýrslu.

Liðin eru að hita upp. Jón Vilhelm spjallar við Hauk Pál en Jón er fyrrum leikmaður Vals.
Fyrir leik
Það rignir duglega hér á Hlíðarenda. Hellidemba þegar liðin eru að hita upp. Áhorfendur geta glaðst yfir því að það er prýðilegt þak yfir stúkunni svo þeir ættu ekki að blotna.
Fyrir leik
Dómari í kvöld er Þóroddur Hjaltalín Jr. Þórsari frá Akureyri.
Fyrir leik
Geir Ólafsson er að búa sig undir að taka lagið! Já þið lásuð rétt! Sjálfur Geir Ólafs mun taka lagið fyrir áhorfendur fyrir þennan leik! Ég get ekki beðið. Stefnum á að það komi upptaka af þessu inn á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Það er allt útlit fyrir það að Valur verði að sigla lygnan sjó í sumar en liðið getur komist upp í 12 stigin með sigri. ÍA er sem stendur í þriðja sæti með 14 stig, tveimur stigum minna en KR og FH.
Fyrir leik
Þvílík frammistaða! Geir Ólafsson var að ljúka sér af og nú fara liðin að koma inn á völlinn.
1. mín
Leikurinn er byrjaður - Valsmenn byrja með boltann en þeir sækja í átt að Keiluhöllinni. Skagamenn sækja í átt að gervigrasinu.
3. mín
Valsmenn fá tvær hornspyrnur í röð. Hætta upp við mark ÍA í byrjun. Atli Sveinn fékk mjög gott færi en Páll Gísli í markinu náði að bjarga. Strax á eftir fékk Matthías Guðmundsson fínt skotfæri en skot hans lélegt og beint á Pál.

Skagamenn eru ekki byrjaðir.
5. mín
Völlurinn er mjög blautur og það bíður upp á mistök og skemmtilegan leik. Valsmenn ve sprækir hér í upphafi og fyrstu mínúturnar farið fram á öðrum helmingnum eingöngu.

Kolbeinn Kárason fékk góða sendingu innfyrir en hefði átt að gera betur. Skot hans mjög dapurt.

Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, kemur út úr skýlinu og er ekki sáttur við sína menn. Þeir eru meðvitundarlitlir í upphafi.
8. mín
Garðar Gunnlaugsson átti fyrstu marktilraun Skagamanna en Ásgeir varði í horn.
11. mín
Einar Logi Einarsson með frábæra skottilraun en boltinn hárfínt framhjá! Margir áhorfendur (og blaðamaður Morgunblaðsins) héldu að boltinn hefði verið inni en svo var ekki. Jæja, Skagamenn eru byrjaðir í þessum leik.

Fjörug byrjun!
17. mín
Skyndilega virðist ÍA hafa náð völdunum. Ólafur Valur átti hættulegt færi en skot hans í varnarmann og í horn.

Skagamenn notast við fallhlífabolta í hornspyrnunum. Markvörður Vals, Ásgeir Þór, er gríðarlega lágvaxinn og það ætla þeir gulu að stíla á. Hrúgast inn á teiginn og bíða eftir að fallhlífin lendi.
24. mín
Rúnar Már með gott skot af löngu færi sem Páll Gísli varði. Páll hélt ekki boltanum og hann skoppaði á blautu grasinu en Páll handsamaði hann aftur áður en Valsmaður náði til hans.
26. mín MARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Frábærlega gert hjá Rúnari! Braut sér leið frá vítateigsendanum hægra megin, fór framhjá varnarmanni í og átti gott skot í hornið. Glæsilega gert. Það var Kolbeinn sem sendi á hann.
37. mín
Hörður Sveinsson með skot af löngu færi en boltinn framhjá. Skagamenn ekki náð að ógna Valsmarkinu eftir að heimamenn komust yfir.
39. mín
Frábær aukaspyrna frá Jóa Kalla sem hittir beint á kollinn á Gary Martin. Skalli hans framhjá.
45. mín
Hálfleikur Valsmenn leiða 1-0 í hálfleik. Skagamenn þurfa að finna betri gír.
45. mín
Hermann Hreiðarsson og Ríkharður Daðason eru saman á vellinum. Athygli vekur að Fram og ÍBV séu að spila á sama tíma en þeir eru hér.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Hann hófst á því að Arnar Már átti skalla sem fór beint á Ásgeir í markinu.
49. mín
Kolbeinn Kárason náði skoti á markið en Páll Gísli varði í horn. Valsmenn taka sér góðan tíma í að taka hornspyrnuna enda þurfa þeir ekkert að flýta sér. Mikill glundroði í teignum eftir hornið.
55. mín
Stutt hlé á leiknum eftir að tveir Skagamenn skullu saman. Nú getur leikurinn hafist að nýju.
57. mín
Jói Kalli með skot úr aukaspyrnu. Gríðarlega fast en flaug rétt framhjá.
57. mín
Inn:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA) Út:Gary Martin (ÍA)
Bresk skipting hjá Skagamönnum. Gary Martin hefur varla sést í leiknum.
63. mín
Vallarþulur Valsmanna að tala um að honum þyki Skagamenn óttalega bitlausir. Hann fer ekki með rangt mál þar.
66. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
Barþjónninn úr Grafarvoginum kemur inn.
70. mín
Það er að koma örlítið betra flæði í spilamennsku ÍA. Samt vantar enn bit á toppnum.
71. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Skagamenn jafna!!! Garðar Gunnlaugsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Það var Einar Logi Einarsson sem átti sendinguna og fær 9,5 fyrir hana.
75. mín
Þetta mark virðist hafa kveikt einhvern neista hjá Skagamönnum sem eru líflegir þessa stundina.
76. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
80. mín
Fallegt fótboltaveður. Það er úði og sól. Atli Heimisson að gera sig tilbúinn undir það að koma inná. Fyrir tímabilið spennti Atli bogann hátt og sagðist stefna á markakóngstitilinn. Hann hefur enn ekki skorað mark. Brýtur hann ísinn í kvöld?
81. mín
Inn:Atli Heimisson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
84. mín
Andri Adolphsson varamaðurinn með skot en það fjarri lagi. Slöpp skottilraun.
87. mín Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Vítaspyrna! Dæmt brot á Kára Ársælsson sem virtist toga Kolbein Kárason niður. Held að þetta hafi verið hárrétt. Rúnar Már á punktinn og sendi Pál Gísla í rangt horn.
88. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
90. mín
Skagamenn ekki sáttir!! Vildu fá dæmda vítaspyrnu, bakhrindingu innan teigs. Ekkert dæmt.
95. mín
LEIK LOKIÐ Þrjú stig til Valsmanna! Tveir tapleikir í röð hjá ÍA. Garðar Gunnlaugs átti síðasta skot leiksins en yfir fór boltinn.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('76)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('88)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
17. Andri Adolphsson ('76)
19. Eggert Kári Karlsson ('88)
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: