City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
0
2
Keflavík
0-1 Frans Elvarsson '7
0-2 Guðmundur Steinarsson '21
20.06.2012  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi deildin
Aðstæður: Smá gola, völlurinn frábær
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 607
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Sam Tillen ('88)
Sam Tillen ('88)
Kristján Hauksson ('53)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ('50)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur Fótbolta.net eftir rúmar 45 mínútur hefst leikur Fram og Keflavíkur í Pepsi deild karla. Byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar.

Á seinasta tímabili unnu liðin sinnhvorn leikinn en þeir fóru báðir 1-0 fyrir heima liðið.
Fyrir leik
Liðin eru í 9. og 11. sæti deildarinnar. Fram með 6 stig í 11 og næst neðsta sæti deildarinnar en Keflvíkingar eru í því níunda með 7 stig. Þá m á því fastlega búast við hörkuslag enda bæði lið búin að ströggla í byrjun móts.
Fyrir leik
Liðin og dómararnir hita hér upp á vellinum á meðan við blaðarmennirnir sitjum uppí blaðamannastúku og hámum í okkur bakkelsi.
Fyrir leik
Veðrið er afskaplega enskt hérna í Laugardalnum rigning og næstum enginn vindur. Leikmönnum örugglega til mikillar gleði. Fullkomið fótboltaveður
Fyrir leik
Liðin
Ögmundur
Löwing, Hlynur Atli, Kristján Hauks, Tillen
Halldór Hermann, Jón Gunnar, Hewson
Almarr, Lennon, Hólmbert

Gummi Steinars
Frans, Jóhann B.Guðm
Arnór Ingvi, Einar Orri, Sigurbergur
Jóhann Ragnar, Haraldur, Mohar, Grétar Atli
Ómar
1. mín
Jæja leikurinn er loksins hafinn. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er flautuleikari í dag honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þórleifsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
1. mín
Jæja leikurinn er loksins hafinn. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er flautuleikari í dag honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þórleifsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
2. mín
Steven Lennon var að fá ágætis skotfæri eftir herfilegan varnarleik hjá Keflvíkingum en Ómar varði vel og Keflvíkingar björguðu í horn sem ekkert varð úr.
3. mín
Jóhann B. Guðmundsson átti hér fast skot rétt fyrir utan vítateig sem Ögmundur mátti hafa sig allan við að verja. Byrjar fjörlega hér í Laugardalnum.
5. mín
Já það byrjar fjörlega, Arnór Ingvi Traustason fór illa að ráði sínu þegar hann var kominn inní vítateig Framara en hann kaus að senda boltann á ósýnilegan Keflvíking í stað þess að skjóta. Gjörsamlega enginn kominn inní teiginn.
7. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Já við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrsta markið. Frans Elvarsson skoraði það en hann komst inní sendingu Framara rétt fyrir framan vítateig heimamanna og skoraði með góðu skoti. Ögmundur fór meira að segja í vitlaust horn.
11. mín
Frans Elvarsson er að byrja leikinn mjög vel og er að ná mjög vel saman við Arnór Ingva og Guðmund Steinarsson en litlu munaði að hann kæmist í gott samspil eftir þríhyrningsspil.
21. mín MARK!
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Þvílíkt mark hjá Guðmundi Steinarssyni. Hann fékk boltann rétt fyrir framan miðjuna á vinstri kanntinum og lét vaða þar sem hann sá að Ögmundur Kristinsson stóð framarlega. Boltinn söng í netinu. Skot af 45 metra færi. Maður verður að setja spurningamerki við Ögmund í markinu sem stóð alltof framarlega.
Hilmar Sigurjónsson
Ótrúlegt mark á Laugardalsvelli. Mark sumarsins komið!
26. mín
Ja hérna hér. Keflvíkingar voru ekki langt frá því að bæta við þriðja markinu en skot Jóhanns B. Guðmundssonar fór beint á Ögmund í markinu. Framliðið er gjörsamlega með buxurnar á hælunum.
26. mín
Ja hérna hér. Keflvíkingar voru ekki langt frá því að bæta við þriðja markinu en skot Jóhanns B. Guðmundssonar fór beint á Ögmund í markinu. Framliðið er gjörsamlega með buxurnar á hælunum.
31. mín
Inn:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram) Út:Samuel Hewson (Fram)
Framarar koma strax með breytingu Ásgeir gunnar kemur inn fyrir Hewson sem er búinn að vera hræðilegur. Efast um að hann sé meiddur var bara búinn að vera verulega slakur og gaf fyrsta markið.
38. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Fyir brot á Steve Lennon
42. mín Gult spjald: Grétar Atli Grétarsson (Keflavík)
Fór heldur harkalega í Steve Lennon með sólann á undan. Hárréttur dómur hjá Vilhjálmi Alvari.
43. mín
Þorvaldur Örlygsson er líklega í hálfgerðu sjokki enda stendur hann á hliðarlínunni sallarólegur. Spurning hvort Framarar fái hárblásararæðuna í hálfleik.
45. mín
Vilhjálmur Alvar hefur flautað til hálfleiks. Staðan er Fram 0 Keflavík 2. Keflvíkingar hafa verið mikið betra liðið og það kæmi mér ekkert á óvart ef við fengum skiptingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
Það var eins og ég spáði breyting hjá Frömurum. Daði kemur inn fyrir Jón Gunnar sem ég tók ekki einu sinni að hafi verið inná í fyrri hálfleik. Afleitur leikur hjá miðjumönnum Framara hingað til.
50. mín Gult spjald: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
Vilhjálmur Alvar er með allt á hreinu. Spjaldar hér Ásgeir gunnar fyrir fáranlega tæklingu sem betur fer hitti ekki neinn leikmann Keflavíkur sem hefði með öllu margfótbrotnað hefði hann farið í leikmann Keflvíkinga. Hárréttur dómur.
53. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fram)
Vilhjálmur Alvar er með dómgæsluna 100% hann var að spjalda Kristján Hauksson fyrir peysu tog þegar Arnór Ingvi var að sleppa einn í gegn. Uppúr því átti Guðmundur Steinarsson frábæra aukaspyrnu rétt framhjá markinu.
55. mín
Einu tækifæri Framara eru að koma úr hættulausum langskotum sem Ómar á ekki í neinum vandræðum með.
64. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Guðmundur búinn að eiga fínan leik í framlínunni hjá Keflvíkingum.
69. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Þorvaldur notar síðustu skiptingu sína og lætur Sveinbjörn Jónasson inná. Hólmbert ekki alveg fundið sig í þessum leik.
72. mín
Inn:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jóhann búinn að vera líflegur í leiknum.
80. mín
Það er gjörsamlega EKKERT búið að gerast í þessum seinni hálfleik. Keflvíkingar bíða bara og leyfa Frömurum að reyna spila boltanum og beita skyndisóknum. Framliðið gjörsamlega heillum horfið gegn sprækum Keflvíkingum.
82. mín
Inn:Ísak Örn Þórðarson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Leikurinn gjörsamlega búinn að fjara út.
88. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
Verðskuldað spjald fyrir brot á Grétari Atla.
88. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
Verðskuldað spjald fyrir brot á Grétari Atla.
89. mín Gult spjald: Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Fyrir leiktöf. Tók sér aðeins of langan tíma við að taka aukaspyrnu
90. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Fyrir leiktöf.
90. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Fyrir leiktöf.
90. mín
Leiknum er hér lokið með mjög sanngjörnum sigri Keflvíkinga. Framarar áttu aldrei séns í þessum leik og náðu aldrei að skapa sér nein alvöru færi.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('72)
Sigurbergur Elísson ('82)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('64)
11. Bojan Stefán Ljubicic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('90)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('90)
Ómar Jóhannsson ('89)
Grétar Atli Grétarsson ('42)
Einar Orri Einarsson ('38)

Rauð spjöld: