Víkingur R.
2
2
Höttur
0-1
Friðrik Ingi Þráinsson
'13
Helgi Sigurðsson
'32
, víti
1-1
1-2
Óttar Steinn Magnússon
'90
Tómas Guðmundsson
'95
2-2
22.06.2012 - 20:00
Víkingsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Ryan Allsop (Höttur)
Víkingsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Ryan Allsop (Höttur)
Byrjunarlið:
Helgi Sigurðsson
('79)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Aron Elís Þrándarson
27. Tómas Guðmundsson
Varamenn:
29. Agnar Darri Sverrisson
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jón Guðbrandsson ('90)
Aron Elís Þrándarson ('85)
Hjörtur Júlíus Hjartarson ('35)
Tómas Guðmundsson ('8)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings og Hattar í sjöundu umferð fyrstu deildar karla.
Fyrir leik
Víkingur er fyrir leikinn með sex stig í níunda sæti deildarinnar en Höttur er með átta stig í sjötta sæti.
Fyrir leik
Reynir Leósson, varnarmaður Víkings, fékk rauða spjaldið í 3-1 tapinu gegn Tindastóli um síðustu helgi og hann tekur því út leikbann í dag. Marteinn Briem og Evan Schwartz detta einnig út úr liðinu síðan á Sauðárkróki. Kristinn Jens Bjartmarsson, Helgi Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson koma inn í liðið.
Fyrir leik
Höttur stillir upp sama liði og í 2-0 sigrinum á KA fyrir viku síðan. Stefán Þór Eyjólfsson og Elmar Bragi Einarsson misstu af þeim leik og verða að sætta sig við sæti á bekknum í kvöld eftir að hafa verið fastamenn það sem af er tímabils. Eysteinn Húni breytir ekki sigurliði.
Fyrir leik
Einn annar leikur er í fyrstu deildinni í kvöld en Víkingur Ólafsvík fær Leikni R. í heimsókn. Við munum fylgjast með ef eitthvað markvert gerist í Ólafsvík.
2. mín
Gamli markahrókurinn Helgi Sigurðsson er kominn í lið Víkings og hann fær færi strax í byrjun eftir vandræðagang í vörn Hattar. Héraðsbúar ná hins vegar að hreinsa í horn á síðustu stundu.
13. mín
Helgi Sigurðsson fer illa með dauðafæri! Helgi fær langa sendingu inn fyrir en skot hans fer framhjá.
13. mín
MARK!
Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Höttur kemst yfir! Runólfur Sveinn Sigmundsson á fyrirgjöf frá hægri og boltinn endar á fjær þar sem Friðrik Ingi Þráinsson skorar.
16. mín
Hjörtur Júlíus Hjartarson skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristni Jens Bjartmarssyni en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Þarna munaði litlu.
23. mín
Leikurinn er sýndur beint á Sporttv.is og það nýta Héraðsbúar sér vel. 31 stuðningsmaður Hattar er mættur á gömlu Símstöðina þar sem leiknum er sjónvarpað!
28. mín
Gestirnir hársbreidd frá því að bæta við marki. Eftir langt innkast skoppar boltinn fram og til baka á markteignum áður en Víkingar hreinsa í horn.
32. mín
Mark úr víti!
Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Víkingar jafna! Óttar Steinn Magnússon fyrirliði Hattar fær boltann í hendina og Halldór Breiðfjörð dæmir vítaspyrnu. Helgi Sigurðsson fer á punktinn og skorar. Víkingar höfðu sótt stíft nokkrar mínútur fram að markinu.
33. mín
Hattarmenn mótmæltu vítaspyrnunni harðlega og Óttar vildi meina að boltinn hefði ekki farið í hendina. Halldór Breiðfjörð var hins vegar handviss.
35. mín
Gult spjald: Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Hjörtur fær sendingu inn fyrir og er flaggaður rangstæður. Hjörtur hætti ekki og skoraði framhjá Ryan Allsop. Hann uppsker hins vegar einungis gula spjaldði fyrir að hætta ekki eftir flaut dómarans.
38. mín
Hjörtur leikur á Runólf Svein vinstra megin í teignum og þrumar að marki en Ryan Allsop ver vel í horn. Ryan hefur leikið mjög vel með Hetti í sumar en þessi ungi strákur kom til Héraðsbúa frá Millwall korteri fyrir mót.
45. mín
Halldór flautar til hálfleiks. 1-1 sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt þó að Víkingar hafi sótt meira hingað til.
45. mín
Leiknismenn leiða óvænt 1-0 í hálfleik í Ólafsvík. Stefán Jóhann Eggertsson skoraði markið undir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti frá vítateigslínu.
55. mín
Það falla ekki allar ákvarðanir Halldórs dómara vel í kramið hjá áhorfendum sem láta vel í sér heyra. Talsverð barátta er í leiknum þessa stundina og hitinn er að aukast.
57. mín
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Hattar mótmælir af krafti og er vísað upp í stúku!
67. mín
Víkingar sækja talsvert meira og eru líklegri. Héraðsbúar hafa ekki náð að ógna markinu neitt í síðari hálfleik.
68. mín
Gult spjald: Högni Helgason (Höttur)
Högni kallar ekki allt ömmu sína og hann tæklar Kristinn Jóhannes Magnússon niður af afli út við hliðarlínu.
73. mín
Þorvaldur Sveinn sleppur einn í gegn en nær ekki fullu valdi á boltanum. Ryan Allsop kemur síðan út á móti og hirðir knöttinn af tánum á Þorvaldi. Klaufalegt og færi í súginn hjá Víkingi.
79. mín
Inn:Jón Guðbrandsson (Víkingur R.)
Út:Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Jón Guðbrandsson leikur sinn fyrsta leik í deildarkeppni síðan sumarið 2010 og sinn fyrsta leik í Víkingstreyju síðan árið 2008.
82. mín
Núna eru báðir þjálfararnir farnir upp í stúku! Halldór Breiðfjörð rekur Ólaf Þórðarson þjálfara Víkings af bekknum fyrir munnsöfnuð.
83. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
84. mín
Aron Elís fær dauðafæri til að koma Víkingi í 2-1! Aron fær nægan tíma á teignum en Ryan Allsop ver enn á ný.
90. mín
MARK!
Óttar Steinn Magnússon (Höttur)
Hattarmenn komast yfir! Héraðsbúar hafa alls ekki verið líklegir í síðari hálfleik en þeir eru líklega að tryggja sér sigurinn. Óttar Steinn Magnússon fyrirliði skallar hornspyrnu í netið við mikinn fögnuð Hattarmanna.
95. mín
MARK!
Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
Þvílík dramatík! Tómas Guðmundsson jafnar fyrir Víking með síðustu spyrnu leiksins þegar fjórar mínútur eru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Víkingar fengu aukaspyrnu við miðlínu og sendu alla inn á teig. Boltinn var skallaður áfram á Tómas sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli eftir dramatískar lokamínútur þar sem bæði lið skoruðu í viðbótartíma. Þrátt fyrir að Víkingar hafi jafnaði í viðbótartíma ganga þeir svekktir af velli þar sem að þeir fengu góð færi til að komast yfir í stöðunni 1-1 en Ryan Allsop var vel á verði í markinu. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Ryan Allsop (m)
Garðar Már Grétarsson
('66)
Þórarinn Máni Borgþórsson
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
5. Runólfur Sveinn Sigmundsson
6. Davíð Einarsson
7. Ragnar Pétursson
8. Friðrik Ingi Þráinsson
10. Högni Helgason
23. Elvar Þór Ægisson
Varamenn:
1. Veljko Bajkovic (m)
Berg Valdimar Sigurjónsson
7. Jóhann Valur Clausen
8. Stefán Þór Eyjólfsson
('66)
16. Óttar Guðlaugsson
19. Bjarni Þór Harðarson
23. Elmar Bragi Einarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Birkir Pálsson ('90)
Ragnar Pétursson ('87)
Högni Helgason ('68)
Davíð Einarsson ('41)
Rauð spjöld: