ÍA
2
7
FH
0-1
Hólmar Örn Rúnarsson
'30
0-2
Albert Brynjar Ingason
'36
0-3
Atli Guðnason
'41
Gary Martin
'55
1-3
1-4
Emil Pálsson
'70
1-5
Atli Guðnason
'72
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban
'74
2-5
2-6
Björn Daníel Sverrisson
'80
2-7
Atli Guðnason
'90
30.06.2012 - 16:00
Akranesvöllur
Pepsí deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og góðar aðstæður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Rúmlega 1000
Maður leiksins: Atli Guðnason
Akranesvöllur
Pepsí deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær og góðar aðstæður
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Rúmlega 1000
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
('53)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('53)
Varamenn:
17. Andri Adolphsson
('53)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson
('64)
Liðsstjórn:
Gísli Þór Gíslason
Gul spjöld:
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban ('81)
Kári Ársælsson ('72)
Árni Snær Ólafsson ('67)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og FH í níundu umferð Íslandsmótsins.
Fyrir leik
Þetta er stórleikur umferðarinnar enda mætast hér liðin í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst í 61 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 24 leik, FH 21 leik og 16 sinnum hafa leikir endað með jafntefli. Markatalan er jafnframt ÍA í hag eða 117 mörk gegn 83 mörkum FH.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað Pepsí deildina afar vel. FH er á toppnum ásamt KR, en með betra markahlutfall. Liðið hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik.
ÍA er aftur á móti í þriðja sæti, eftir að hafa byrjað tímabilið mjög vel. Liðið hefur unnið fjóra leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum.
ÍA er aftur á móti í þriðja sæti, eftir að hafa byrjað tímabilið mjög vel. Liðið hefur unnið fjóra leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þorvaldur Árnason og honum til aðstoðar eru Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari er Pétur Guðmundsson.
Fyrir leik
Í liði ÍA eru þær breytingar að Páll Gísli Jónsson er ekki í hópnum vegna meiðsla, í hans stað er Árni Snær Ólafsson í markinu. Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson eru á bekknum og í þeirra stað í byrjunarliðinu eru Mark Doninger og Guðjón Heiðar Sveinsson, sem er kominn á ný í liðið eftir dvöl í Danmörku.
Fyrir leik
Í liði FH eru Guðmann Þórisson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Ólafur Páll Snorrason og Atli Viðar Björnsson ekki í byrjunarliðinu og í þeirra stað koma þeir Freyr Bjarnason, Emil Pálsson, Hómar Örn Rúnarsson og Albert Brynjar Ingason.
5. mín
Gary Martin á góða fyrirgjöf fyrir mark FH. Boltinn fer framhjá leikmönnum uns hann fer til Arnar Márs Guðjónssonar sem nær ágætu skoti en Gunnleifur Gunnleifsson ver vel í markinu.
6. mín
Gary Martin nær boltanum og kemst innfyrir vörn FH. Hann nær frekar slöppu skoti á markið sem Gunnleifur Gunnleifsson ver af öryggi.
7. mín
Jón Vilhelm Ákason á frábæra fyrirgjöf frá hægri kanti inn í vítateig FH. Þar er Ólafur Valur Valdimarsson vel staðsettur og nær góðu skoti sem fer rétt framhjá stönginni.
14. mín
Hólmar Örn Rúnarsson með góða aukaspyrnu fyrir utan vítateig ÍA en Árni Snær Ólafsson gerði vel í að halda boltanum.
14. mín
Strax í næstu sókn fær ÍA gott marktækifæri. Jón Vilhelm Ákason á góða sendingu utan af kanti og Gary Martin fær boltann inni í vítateig en skot hans fer framhjá markinu.
19. mín
Björn Daníel Sverrisson fær boltann inni í markteig ÍA eftir varnarmistök en hann mokar boltanum hátt yfir markið.
30. mín
MARK!
Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
FH fær skyndisókn þar sem Emil Pálsson kemur boltanum fyrir markið utan af hægri kanti. Þar fær Björn Daníel Sverrisson boltann og kemur honum strax til hliðar við sig á Hólmar Örn Rúnarsson, sem er staðsettur utarlega í vítateignum. Hann kemur boltanum af öryggi í fjærhornið.
33. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson á aukaspyrnu við miðlínuna. Boltinn fer inn í vítateig þar sem Ármann Smári Björnsson á hörkuskalla sem Gunnleifur Gunnleifsson ver virkilega vel í markinu neðst við stöngina.
36. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Leikmaður FH á sendingu fram völlinn langt inn á vallarhelming ÍA. Mikill misskilningur á sér stað milli Kára Ársælssonar og Árna Snæs Ólafssonar í markinu og Albert Brynjar Ingason kemst á milli þeirra og er ekki í erfiðleikum með að skora í tómt markið.
41. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Danny Justin Thomas á góða fyrirgjöf frá vinstri kanti inn í vítateig ÍA og þar er Atli Guðnason einn og óvaldaður og skorar með föstum skalla í fjærhornið.
55. mín
MARK!
Gary Martin (ÍA)
Leikmaður ÍA á stungusendingu innfyrir vörn FH þar sem Gary Martin fær boltann einn á auðum sjó. Hann spilar upp allan völlinn og skorar af öryggi framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki FH.
66. mín
Björn Daníel Sverrisson á sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Albert Brynjar Ingason er í góðu færi og nær skoti sem Árni Snær Ólafsson ver vel.
70. mín
MARK!
Emil Pálsson (FH)
FH er í þungri sókn að marki ÍA. Þeir ná tveimur skotum sem enda í varnarmönnum ÍA uns Emil Pálsson nær til boltans og nær góðu skoti sem endar í markinu.
72. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Guðjón Árni Antoníusson kemur með góðan boltann upp hægri kantinn þar sem Albert Brynjar Ingason á sprett upp að vítateig. Hann gefur boltann til hliðar á Atla Guðnason sem skorar af öryggi í tómt markið.
74. mín
MARK!
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA)
Guðjón Heiðar Sveinsson á sendingu fram völlinn og þar er Dean Martin vel staðsettur inni í vítateig FH og kemur boltanum framhjá Gunnleifi í markinu.
80. mín
MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Albert Brynjar Ingason á sendingu inn í vítateig ÍA. Atli Guðnason nær boltanum við endamörk og kemur boltanum inn í markteig þar sem Björn Daníel Sverrisson er einn og yfirgefinn og skorar örugglega.
90. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Einar Karl Ingvarsson á sendingu frá vinstri kanti inn í vítateig ÍA. Boltinn fer framhjá öllum uns hann fer til Atla Guðnasonar á fjærstöng sem skorar örugglega.
Byrjunarlið:
Emil Pálsson
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
('81)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
25. Hólmar Örn Rúnarsson
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('67)
Emil Pálsson ('32)
Rauð spjöld: