City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
2
0
Valur
Ian Jeffs '74 1-0
Tonny Mawejje '79 2-0
29.06.2012  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsí Deildin
Aðstæður: Kröftugar skúrir inn á milli. Völlurinn í flottu standi.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 603
Maður leiksins: Tonny Mawejje
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('62)

Varamenn:

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('68)
Christian Olsen ('24)
George Baldock ('15)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('14)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðann daginn lesendur Fótbolti.net.
Í dag mun ÍBV og Valur etja kappi á Hásteinsvelli, í Vestmannaeyjum er ágætt veður, en inn á milli kemur svakaleg rigning.

Shellmótið er í fullu fjöri hér og er búist við fullum áhorfendapöllum á Hásteinsvelli. Liðin koma inn um hálftíma fyrir leik.
Guðni Freyr Sigurðsson
Fyrir leik
Haukur Páll er ekki með Völsurum í dag þar sem að hann meiddist í leiknum á móti Þrótti í bikarnum í dögunum.
Fyrir leik
Virðist vera breyting á liði ÍBV. Tonny Mawejje er í liðinu fyrir Ian Jeffs. Ekki er vitað ennþá hér í blaðamannastúkunni afhverju þessi breyting á sér stað hér fyrir leik.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna að ganga inná völlinn og fer allt að verða klárt fyrir leikinn.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn !
3. mín
Tonny Mawejje með ágæta sendingu á Tryggva sem að ætlar að taka hann á lofti en skotið yfir.
4. mín
Matt Garner með góða fyrirgjöf í teiginn af vinstri kanti en Ásgeir Þór gerir vel með því að komast inn í sendinguna.
9. mín
Rúnar Már á hér skot sem er laust og rúllar framhjá markinu
12. mín
Rúnar Már hér með hörkuskot að marki ÍBV en boltinn fer yfir markið.
14. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Brynjar Gauti braut á Herði Sveinssyni á hættulegum stað. En ekkert varð úr aukaspyrnunni.
15. mín Gult spjald: George Baldock (ÍBV)
George Baldock að fá gult spjald og er þar með kominn í leikbann. Héðan úr blaðamannastúkunni virðist vera að hann hafi tekið boltann fyrst. Mjög harður dómur.
16. mín
Aukaspyrnan hjá Völsurum slöpp og endaði í fanginu á Abel Dhaira markverði ÍBV
19. mín
Virðist vera að Maggi er að verða þreyttur á að Valsmenn séu að stjórna leiknum. Varamenn ÍBV farnir að hita upp.
21. mín
Mikil stemming hjá Völsurunum í stúkunni og heyrist talsvert meira í þeim en stuðningsmönnum ÍBV.
23. mín
Þórarinn Ingi virðist hafa fengið högg á andlitið þar sem dómari leiksins Erlendur Eiríks sendir hann af veli til að láta huga að honum.
24. mín Gult spjald: Christian Olsen (ÍBV)
Fær gult spjald fyrir að stoppa Matthías Guðmundsson.
29. mín
Garner með flotta fyrigjöf þar sem að Tryggvi er nálægt þvi að pota í boltann í teignum. Fín sókn hjá ÍBV.
33. mín
Ásgeir Þór vinnur boltann á miðsvæðinu og á skot rétt fyrir utan vítateig en boltinn laus og fer framhjá markinu.
33. mín
Víðir Þorvarðarson á sendingu út í vítateiginn sem fer með einhverjum óskiljanlegum hætti milli Tryggva og Tonny.
34. mín
Tonny Mawejje átti skot í varnarmann og framhjá og Tryggvi tók hornspyrnu sem endaði beint í höndnum á Ásgeiri Þór í markinu.
35. mín
Hornpsyrna sem Eyjamenn fengu Ásgeir Þór náði ekki almennilegum tökum á boltanum og boltinn barst til Brynjars Gauta sem skaut yfir.
38. mín
Olsen með góða sendingu út á Tryggva sem á fast skot sem fer beint á Ásgeir Þór í markinu
38. mín
Kolbeinn Kárason á frábært skot sem Abel ver vel í markinu og bjargar þar með í horn.
40. mín
Tryggvi vinnur boltann sem barst á Olsen og hann brunaði á teiginn og var kominn í gegn til að klára en þá mætti Úlfar og náði að tækla í boltann með frábærri tæklingu.
42. mín
Tryggvi vann boltann vel og gaf á Tonny sem gaf fyrir en Atli Sveinn varðist vel og komst inn í sendinguna og bjargaði þar með í horn.
45. mín
Olsen með ágætan bolta á Tryggva sem skallar að marki en boltinn laus og framhjá.
45. mín
Kominn hálfleikur hér á Hásteinsvelli.
45. mín
Fyrri hálfleikur hefur verið frekar tíðindarlaus. Bæði lið að fá hálffæri. En mesta hættan kom frá Olsen þegar hann slapp í gegn en Úlfar kom með frábæra tæklingu og náði að bjarga. Svo átti Kolbeinn Kára gott skot sem Abel Dhaira varði vel. Annars fer seinni hálfleikur að hefjast eftir nokkrar mínútur.
45. mín
Leikurinn er hafinn að nýju.
47. mín
Tonny með flottan bolta inná teiginn og þar á Víðir Þorvarðarson ágætt skot sem fer framhjá markinu.
48. mín
Eyjamenn byrja hér af miklum krafti. Víðir kom með góða bolta sem Tryggvi náði að teygja sig í en boltinn yfir markið.
50. mín
Víðir með sendingu inn á teiginn og þar er einn Valsarinn nálægt því að tækla boltann í eigið mark en Ásgeir Þór er vel á verði og nær að bjarga.
51. mín Gult spjald: Matthías Guðmundsson (Valur)
Fær gult spjald fyrir að brjóta á Guðmundi Þórarinssyni þegar hann var í góðu upphlaupi upp völlinn.
55. mín
Brynjar Gauti vann boltann í vörninni hjá ÍBV og boltinn barst á Víði sem ætlaði að gefa inn á Olsen en boltinn endaði í fanginu á Ásgeiri Þór
60. mín
George með ágætan bolta á hausinn á Tryggva þar sem hann skallar laust á Ásgeir Þór.
62. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
64. mín
Tonny Mawejje á gott skot í varnarmann Vals og boltinn rétt framhjá. Þarna var hætta á ferðum.
66. mín
Brynjar Gauti nálægt því að missa boltann en Matthías braut á á honum
67. mín
Boltinn barst inn á Olsen sem tók hann á lofti en boltinn yfir.
68. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
69. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Hörður Sveinsson (Valur)
71. mín
Þórarinn Ingi með ágætt skot rétt framhjá markinu.
73. mín
Eyjamenn fljótir að taka aukaspyrnu sem þeir fengu. Gáfu á Tryggva sem gaf boltann fyrir en Ásgeri náði að hirða boltann áður en einhver af Eyjamönnunum myndi ná til hans.
74. mín MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Boltinn barst til Tryggva í teignum og hann átti gott skot að marki sem Ásgeir varði vel í marki Vals en Ian Jeffs var réttur maður á réttum stað og náði að pota í boltanum í markið.
77. mín
Tryggvi fékk boltann í teignum og átti laust skot sem Ásgeir varði ágætlega í horn.
78. mín
Sending upp vinstri kantinn þar sem Olsen fékk hann Atli Sveinn veli á verði og náði að tækla boltann í horn.
79. mín MARK!
Tonny Mawejje (ÍBV)
Boltinn kom í teiginn og fór í Atla Svein og út á Tonny sem smellti honum viðstöðulaust í hornið. Frábært mark hjá Tonny.
81. mín
Kolbeinn Kárason fékk flotta sendingu í teiginn og ætlaði að skjóta í nærhornið en Abel vel á verði og bjargaði í horn sem ekkert varð úr.
86. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
86. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV) Út:Christian Olsen (ÍBV)
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn. Bætt 3 mínútum við.
93. mín
Leiknum er lokið með góðum sigri Eyjamanna.
Leik lokið!
Góður sigur ÍBV. ÍBV er búið að vinna núna 6 leiki í röð deild og bikar og eru þar með komnir í 3.sætið í bili hið minnsta. Í heildina voru Eyjamenn sterkari og áttu sigurinn skilinn eftir góðan seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var jafn og lítið um færi. En Eyjamenn áttu seinni hálfleikinn frá A-Ö.
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Matthías Guðmundsson ('86)
10. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('69)
23. Andri Fannar Stefánsson ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Matthías Guðmundsson ('51)

Rauð spjöld: