City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
0
2
Víkingur R.
0-1 Aron Elís Þrándarson '79
0-2 Patrik Snær Atlason '88
29.06.2012  -  18:30
Þórsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, 11° og norðan gola
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('76)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('64)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('64)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko

Varamenn:
17. Halldór Orri Hjaltason
18. Jónas Sigurbergsson
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Sveinn Leó Bogason

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('72)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðann daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn í Þór taka á móti Víking.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Fyrir leikinn eru heimamenn í nokkuð betri stöðu eftir sjö leiki með þrettán stig á meðan Víkingar eru með sjö stig. Þó að það muni sex stigum á þessum liðum þá hafa þau bæði tapað tvisvar í deild á þessu tímabili. Munurinn liggur í því að Þórsarar hafa unnið fjóra og gert eitt jafntefli á meðan Víkingar hafa unnið einn og gert fjögur jafntefli.
Fyrir leik
Bæði liðin eiga það sameiginlegt að hafa upplifað nokkuð fjörugar lokamínútur í sínum síðasta deildarleik. Í Fossvoginum fór leikur heimamanna og nýliða Hattar 2-2 en þá komu tvö mörk á lokakafla leiksins og á Akureyrarvelli unnu heimamenn í KA 3-2 sigur á Þór þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok, fáum við svona líflegar lokamínútur hér í dag?
Fyrir leik
Dramatíska tónlistin er mætt á svæðið og það þýðir bara eitt, það er stutt í leik. Þið sem hafið kíkt á myndbönd á Youtube síðu "Flameboypro" vitið hvað hér er átt við, ég horfi í kringum mig að leita af hobbitum með hring en sé bara leikmenn ganga inn á grasið, sætti mið við þau skipti.
1. mín
Pétur Guðmundsson hefur flautað leikinn á, heimamenn byrja á því að spila gegn þessari golu sem er boðið upp á hér í dag.
4. mín
úfff... dauðfæri! Sveinn Elías slapp einn í gegnum vörn Víkinga en Magnús Þormar gerði mjög vel og varði skotið frá honum. Þaðan fór boltinn upp í loft, skoppaði af grasinu, í stöngina og síðan af bringu varnarmanns Víkinga og út.
14. mín
Hjörtur Hjartarson á gott skot rétt við vítateigslínu Þórs en Rajkovic ver í horn, heimamenn ná svo að hreinsa hornið frá án vandræða. Þetta var fyrsta alvöru ógn Víkinga.
20. mín
Þetta var nokkuð sérstakt. Ingi Freyr á sprett upp hægri vænginn og Evan Schwartz reynir nokkrum sinnum að sparka hann niður og nær því á endanum rétt við eigin vítateig. Pétur Guðmundsson dæmir aukaspyrnu en spjaldar hann ekki og fær ekkert sérstakt lof fyrir frá stuðningsmönnum Þórs.
22. mín
Egill Atlason dettur niður rétt eftir að hann tekur á móti langri sendingu, hann virðist hafa snúið sig á ökkla og er að reyna að harka þetta af sér utan vallar eins og er með sjúkraþjálfara liðsins. Það virðist þó ekki ganga allt of vel en vonum það besta.
25. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) Út:Ágúst Freyr Hallsson (Víkingur R.)
27. mín
Þarna voru heimamenn heppnir! Aron Elís var með boltann í vítateignum og það virðist vera að það hafi verið togað nokkuð vel í hann og hann féll, ekkert dæmt.
31. mín Gult spjald: Kristinn J. Magnússon (Víkingur R.)
39. mín
Jóhann Helgi fær langa sendingu upp á vinstri vænginn sem hann nær stjórn á rétt viðvítateigshornið en skotið frá honum fer nokkuð vel yfir, Evan Schwartz gerði vel og náði að trufla Jóhann.
45. mín
Hálfleikur - leikurinn byrjaði vel en hefur fjarað svo út. Ágætis hraði og liðin eru að reyna en færin hafa verið fá. Vonumst eftir líflegri seinni hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hefst
49. mín
Sveinn Elías tekur sprett upp hægri vænginn alla leið að endalínu áður en hann kemur með sendingu fyrir markið þar sem Jóhann Helgi kemur á ferðinni en er aðeins of seinn og nær ekki til boltans fyrir framan svo gott sem opið markið.
55. mín
Inn:Kristinn Jens Bjartmarsson (Víkingur R.) Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Agnar Darri virðist haltra aðeins þegar hann kemur af velli
59. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað um þrjá metra fyrir utan vítateig Þórsara. Aron Elís tekur spyrnuna en hún er nokkuð vel yfir.
64. mín
Inn:Guiseppe P Funicello (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
64. mín
Inn:Robin Strömberg (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
65. mín
Inn:Patrik Snær Atlason (Víkingur R.) Út:Hjalti Már Hauksson (Víkingur R.)
66. mín
Nokkuð ljóst að báðir þjálfarar vilja fá meira frá sínu liði, fjórar siptingar á tíu mínútum.
69. mín
Sigurður Egill Lárusson með ágætis skot rétt fyrir utan vítateig, skotið er ekki fast en vel út við stöng en Rajkovic nær að slá boltann í horn. Hornspyrnan var góð, beint í miðja þvöguna og þar náði einhver leikmaður Víkinga að reka höfuðið í boltann sem fór rétt framhjá.
71. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
72. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Víkingar voru í skyndisókn og Pétur flautaði, lítill hagnaður þarna á ferð fyrir Víkinga og þeir eru ekki sáttir.
76. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
Atli haltrar útaf og nær sér í klakapoka
77. mín
Patrik Snær er við það að sleppa einn gegn Rajkovic en Andri Hjörvar tekur flugið og nær að skalla boltann aftur á markmann, þetta var tæpt.
79. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís er búinn að koma Víkingum yfir með skalla. Boltinn kom fyrir markið og hann var einfaldlega sá grimmasti í boxinu, vel gert!
86. mín Gult spjald: Patrik Snær Atlason (Víkingur R.)
87. mín
Þórsarar færa lið sitt aðeins framar og pressan er að aukast á vörn Víkinga sem hefur hingað til staðið allt af sér með sóma, virðast vera með svör við öllu sem heimamenn reyna.
88. mín MARK!
Patrik Snær Atlason (Víkingur R.)
Patrik Snær er líklegast að klára leikinn fyrir Víkinga. Sending fyrir af vinstri vængnum og Patrik kom boltanum í netið með fætinum af stuttu færi.
Leik lokið!
Leikurinn dó algjörlega eftir seinna mark Víkinga, leik lokið með sanngjörnum sigri þeirra hér á Þórvellinum. Hungrið virtist einfaldlega vera meira þeirra megin á lokakaflanum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg
Byrjunarlið:
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Aron Elís Þrándarson
27. Tómas Guðmundsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('55)

Varamenn:
Helgi Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Patrik Snær Atlason ('86)
Sigurður Egill Lárusson ('71)
Kristinn J. Magnússon ('31)

Rauð spjöld: