KR
4
1
Grindavík
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
'45
1-0
Þorsteinn Már Ragnarsson
'51
2-0
Emil Atlason
'75
3-0
4-0
Ólafur Örn Bjarnason
'82
, sjálfsmark
4-1
Pape Mamadou Faye
'88
01.07.2012 - 16:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautt og völlurinn í toppstandi
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 798
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautt og völlurinn í toppstandi
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 798
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
('80)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
('41)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
('61)
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
('80)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson
('41)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Einn leikur fór fram í Pepsi-deild karla í dag en KR og Grindavík eigast við klukkan 16:00.
Fyrir leik
KR er í 2. sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á eftir FH sem sigraði ÍA 7-2 í gær. Grindavík er aftur á móti í botnsætinu með þrjú stig og ennþá í leit að sínum fyrsta sigri.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR er ekki með vegna meiðsla í dag en hann meiddist í bikarsigrinum gegn Blikum fyrir helgi. Gunnar Þór Gunnarsson og Haukur Heiðar Hauksson detta einnig úr liðinu en Magnús Már Lúðvíksson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson koma inn.
Fyrir leik
Paul McShane og Tomi Ameobi eru ekki með Grindvíkingum í dag. Marko Valdimar Stefánsson kemur aftur inn í liðið eftir leikbann og Magnús Björgvinsson kemur einnig inn í liðið.
Fyrir leik
Það hefur rignt á höfuðborgarsvæðinu í dag. Völlurinn er blautur og boltinn ætti að geta gengið hratt á milli manna. Við fáum því vonandi skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Grindvíkingar fylla ekki 18 manna leikmannahóp í dag en liðið er einungis með fimm varamenn.
Fyrir leik
Zoran Miljkovic, fyrrum þjálfari Leiknis og Selfyssinga, er mættur á völlinn. Zoran er með KR-derhúfu í dag.
4. mín
Afar fámennt á vellinum í dag. Fólk væntanlega í sumarfríi eða að undirbúa grillveislu fyrir úrslitaleik EM.
6. mín
Þung sókn KR-inga sem endar á því að Baldur Sigurðsson á skot í varnarmann og Óskar Pétursson þarf að hafa sig allan við til að verja í horn.
15. mín
KR-ingar eru áfram líklegir eftir föst leikatriði. Fyrst á Rhys Weston skalla sem Óskar Pétursson ver og síðan á Kjartan Henry Finnbogason skot en Grindvíkingar bjarga á síðustu stundu.
18. mín
KR-ingar áfram mun líklegri. Óskar Örn Hauksson fær boltann í vítateigsboganum en hörkuskot hans fer hárfínt framhjá.
20. mín
Um að gera að Twitta um leikinn og skrifa #fotbolti við færsluna. Valdar færslur verða síðan birtar hér í textalýsingunni.
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu:
Markið liggur alls ekkert í loftinu hjá KR. Sjö horn og einstefna í orðsins fyllstu. #fotbolti
Markið liggur alls ekkert í loftinu hjá KR. Sjö horn og einstefna í orðsins fyllstu. #fotbolti
30. mín
Emil Atlason fer á kómískan hátt framhjá tveimur varnarmönnum Grindvíkinga sem renna til. Emil er kominn í fína stöðu í teignum en rennur þá sjálfur á blautum vellinum. Kostulegt atvik.
33. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson á hættulega fyrirgjöf en Grindvíkingar ná að bjarga. Heimamenn eru mun nær því að skora það sem af er leiks.
35. mín
Óskar Örn á fyrirgjöf á fjærstöng á Emil Atlason sem kemst í fínt færi. Fyrsta snertingin svíkur Emil hins vegar og filippeyski landsliðsmaðurinn Ray Anthony Jónsson nær að bjarga með hörkutæklingu.
39. mín
Grindvíkingar nálægt því að komast yfir! Pape Mamadou Faye á fyrirgjöf á nær og Magnús Björgvinsson skallar í slána!
41. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR)
Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Smalinn fer meiddur af velli.
Gudmundur Vigfússon :
Klaufi dagsins Emil Atlason! bætir þetta upp í seinni hálfleik #FORCE #HALAEMIL #fotbolti
Klaufi dagsins Emil Atlason! bætir þetta upp í seinni hálfleik #FORCE #HALAEMIL #fotbolti
45. mín
MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
KR-ingar komast yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks! Grétar Sigfinnur Sigurðarson skallar hornspyrnu Óskars Arnar í netið. Grétar er með fyrirliðabandið í fjarveru Bjarna Guðjónssonar en þess má geta að hann leikur með bleikt fyrirliðaband í dag.
45. mín
KR-ingar leiða verðskuldað 1-0 í leikhléi með marki Grétars. Grindvíkingar þurfa að sýna betri frammistöðu í síðari hálfleik ætli þeir sér að fá sér eitthvað úr leiknum.
Kristján Óli Sigurðsson:
Paul M Shane er frekar i ikea á meðan leiknum stendur #teamplayer #pepsi
Paul M Shane er frekar i ikea á meðan leiknum stendur #teamplayer #pepsi
51. mín
MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
KR-ingar eru komnir í 2-0. Óskar Örn Hauksson á langskot sem Óskar Pétursson nær ekki að halda. Þorsteinn Már Ragnarsson er fyrstur á vettvang og hann vippar boltanum snyrtilega yfir Óskar sem liggur á jörðinni. Spurning hvort Óskar hefði ekki átt að halda þessum bolta.
58. mín
Pape Mamadou Faye með flotta hjólhestaspyrnu frá vítateigslínu en Hannes ver í horn. Skemmtileg tilþrif hjá Pape sem heldur með Ítölum í úrslitaleik EM í kvöld.
59. mín
Óskar Örn á hörkuskot fyrir utan teig, Óskar slær boltann til hliðar en Kjartan Henry Finnbogason nær ekki að hitta boltann nógu vel í frákastinu.
61. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR)
Út:Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan gefur tvö stig í Fantasy deild Fótbolta.net í dag.
74. mín
Einungis 798 áhorfendur á leiknum í kvöld. Annar heimaleikur KR þar sem innan við 1000 manns mæta á völlinn. Slíkt hefur ekki gerst í áraraðir!
75. mín
MARK!
Emil Atlason (KR)
Guðmundur Reynir Gunnarsson fer illa með Óla Baldur Bjarnason og kemst upp að endamörkum. Þar sendir hann boltann með jörðina á nærstöngina á Emil sem skorar af stuttu færi.
80. mín
Inn:Egill Jónsson (KR)
Út:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
Síðasta skipting KR-inga.
82. mín
SJÁLFSMARK!
Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík)
KR-ingar halda áfram að bæta við mörkum. Óskar Örn Hauksson á flotta fyrirgjöf og Ólafur Örn Bjarnason skallar boltann í bláhornið. Flottur skalli hjá Ólafi en því miður fyrir hann í rangt mark.
88. mín
MARK!
Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Grindvíkingar minnka muninn. Kæruleysislegur varnarleikur hjá KR og Pape nær að skora með skoti sem fór í stöngina og inn.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason
('81)
Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
('71)
17. Magnús Björgvinsson
('74)
24. Björn Berg Bryde
Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
('81)
7. Alex Freyr Hilmarsson
('74)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
('71)
25. Alexander Magnússon
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: