Ítalía
0
4
Spánn
0-1
David Silva
'14
0-2
Jordi Alba
'41
0-3
Fernando Torres
'84
0-4
Juan Mata
'88
01.07.2012 - 18:45
Stadion NSK Olimpiyskiy
EM 2012
Dómari: Pedro Proenca (Portugal)
Stadion NSK Olimpiyskiy
EM 2012
Dómari: Pedro Proenca (Portugal)
Byrjunarlið:
1. Gianluigi Buffon (m)
3. Giorgio Chiellini
('21)
8. Claudio Marchisio
15. Riccardo Montolivo
('56)
15. Andrea Barzagli
16. Daniele De Rossi
19. Leonardo Bonucci
20. Ignazio Abate
21. Andrea Pirlo
45. Mario Balotelli
99. Antonio Cassano
('45)
Varamenn:
1. Morgan De Sanctis (m)
10. Antonio Di Natale
('45)
10. Sebastian Giovinco
11. Christian Maggio
13. Antonio Nocerino
23. Alessandro Diamanti
42. Federico Balzaretti
('21)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Andrea Barzagli ('44)
Rauð spjöld:
88. mín
JUAN MATA!!! Hann var að koma inn á. Fernando Torres fær boltann inn fyrir, leggur hann út á Mata sem að skorar örugglega. Þetta er hrikalega vandræðalegt fyrir ítalska liðið!
84. mín
FERNANDO TORRRRRESSS!!! Xavi enn og aftur með sendinguna og Torres klárar vel framhjá Buffon. Þetta er svo gott sem búið!
79. mín
Spánverjar fá hættulega sókn. Pedro með skot rétt framhjá úr ákjósanlegu færi, en hann var dæmdur rangstæður.
70. mín
Lítið sem ekkert að frétta. Tuttugu mínútur eftir og Spánverjar með tveggja marka forskot, þriðji titillinn í röð í höfn?
58. mín
Mario Balotelli með skot framhjá. Þeir verða að ná inn marki sem fyrst ef þeir ætla að komast inn í leikinn.
51. mín
Ítalarnir orðnir hættulegri og eru að ógna. Casillas þurfi að taka stóra sínum þarna frammi eftir skot frá Antonio Di Natale sýndist mér
49. mín
Spánverjar vilja hendi á Leonardo Bonucci. Ramos á skalla sem fer í höndina á Bonucci, það er klárt en ekkert víti dæmt.
48. mín
Fabregas að keyra sig í gegnum vörn ítalska liðsins, en nær ekki skotinu og Buffon kemur boltanum frá.
45. mín
Hálfleikur: Spánverjar fara með góða forystu inn í hálfleikinn, það mun reynast erfitt fyrir ítalska liðið að koma inn í leikinn á þessum 45 mínútum.
45. mín
David Silva með skot sem Buffon grípur. Einni mínútu bætt við venjulegan leiktíma, þetta lítur vel út hjá Spánverjum.
44. mín
Montolivo með skot!! Fékk boltann þarna rétt fyrir utan teig, negldi boltanum á Casillas, en hann varði hann vel.
41. mín
JORDI ALBAAAAA!! Þvílík sókn. Xavi stingur boltanum inn fyrir á Jordi Alba sem hljóp allan völlinn og var kominn fram. Hann fær boltann inn fyrir og skorar framhjá Buffon, tveggja marka forysta og það gæti reynst erfitt fyrir ítalska liðið.
29. mín
Cassano með skot! Fékk boltann vinstra megin í teignum, tók gabbhreyfinguna áður en hann skaut á markið, en Casillas hélt boltanum örugglega.
27. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Balzaretti, en Casillas bjargar áður en Balotelli nær til boltans.
21. mín
Giorgio Chiellini fer meiddur af velli og inn á í hans stað kom Federico Balzaretti, sem hefur verið einstaklega góður á mótinu til þessa.
14. mín
DAVID SILVAAAA!!! Frábær spilamennska. Fabregas fær boltann inn fyrir teiginn, hann nær sendingunni fyrir á hausinn á Silva sem skallar hann í netið.
10. mín
XAVI!! Fékk boltann þarna frá Fabregas, en skot hans er rétt yfir markið. Þvílík sókn.
7. mín
Ramos núna með skalla yfir markið eftir hornspyrnu frá Xavi. Spánverjar að byrja örlítið betur.
6. mín
Sergio Ramos er orðinn einhver aukaspyrnusérfræðingu. Fín spyrna hjá honum, en boltinn fer yfir markið.
Fyrir leik
Fyrirliðarnir Iker Casillas og Gianluigi Buffon takast í hendur og þá getur þetta farið að byrja!
Fyrir leik
Jæja leikmenn eru að rölta inn á völlinn. Spenningurinn er kominn og allt er að verða til reiðu!
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik C-riðils. Antonio Di Natale og Cesc Fabregas skoruðu mörkin. Di Natale hafði þá komið inn á sem varamaður, en Fabregas byrjaði leikinn.
Fyrir leik
Spánverjar geta haldið áfram að skrá sig í sögubækurnar með sigri og unnið sinn þriðja titil í röð. Ítalar hafa ekki unnið titil síðan 2006, HM í Þýskalandi. Verður fróðlegt að sjá.
Fyrir leik
Það er um klukkutími í að leikurinn fari af stað. Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar, en Mario Balotelli heldur sér í byrjunarliði Ítala og þá spilar Spánn aftur án framherja.
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
3. Gerard Pique
6. Andres Iniesta
('87)
8. Xavi
10. Cesc Fabregas
('75)
14. Xabi Alonso
15. Sergio Ramos
16. Sergio Busquets
17. Alvaro Arbeloa
18. Jordi Alba
21. David Silva
('59)
Varamenn:
23. Pepe Reina (m)
2. Raul Albiol
4. Javi Martinez
7. Pedro
('59)
9. Fernando Torres
('75)
11. Alvaro Negredo
13. Juan Mata
('87)
19. Fernando Llorente
20. Santi Cazorla
22. Jesus Navas
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: