Man Utd
8
2
Arsenal
Ander Herrera
'22
1-0
Ashley Young
'28
2-0
Wayne Rooney
'41
3-0
3-1
Theo Walcott
'45
Wayne Rooney
'64
4-1
Juan Mata
'67
5-1
Anders Lindegaard
'70
6-1
6-2
Robin van Persie
'74
Carl Jenkinson
'77
Wayne Rooney
'81
, víti
7-2
Ashley Young
'91
8-2
28.08.2011 - 15:00
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
4. Phil Jones
5. Marcos Rojo
8. Juan Mata
('68)
10. Wayne Rooney
12. Chris Smalling
17. Daley Blind
('68)
18. Ashley Young
21. Ander Herrera
('36)
22. Henrikh Mkhitaryan
23. Luke Shaw
Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
('68)
20. Sergio Romero (m)
7. Angel Di Maria
9. Zlatan Ibrahimovic
11. Adnan Januzaj
('68)
11. Anthony Martial
('36)
36. Matteo Darmian
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik í enska boltanum, viðureign Mancheester United og Arsenal á Old Trafford. Twitter-notendur eru hvattir til að nota hashtagið #fótbolti þegar þeir skrifa færslur um leikinn, valdar færslur verða birtar hér í þessari lýsingu.
Fyrir leik
Þessi tvö lið hafa mæst 214 sinnum. Manchester United hefur unnið 88 leiki, Arsenal 79 og jafnteflin verið 46. United hafði unnið sjö viðureignir í röð gegn Arsenal áður en liðið tapaði 1-0 á Emirates í maí.
Þetta verður í 46 sinn sem Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger mætast. Ferguson hefur unnið 20 leiki, Wenger 16 og 9 hafa endað með jafntefli.
Þetta verður í 46 sinn sem Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger mætast. Ferguson hefur unnið 20 leiki, Wenger 16 og 9 hafa endað með jafntefli.
Fyrir leik
Manchester United heldur sig við sama byrjunarlið og vann Tottenham 3-0. Rio Ferdinand er meðal varamanna í dag.
Kristján Atli Ragnarsson:
Vá hafiði séð byrjunarliðið hjá Arsenal í dag? United munu kjöldraga þá. Þetta verður slow-motion car-crash.
Vá hafiði séð byrjunarliðið hjá Arsenal í dag? United munu kjöldraga þá. Þetta verður slow-motion car-crash.
Fyrir leik
Manchester City var að enda við að slátra Tottenham 5-1 á útivelli! Edin Dzeko gerði sér lítið fyrir og setti fjögur.
Fyrir leik
Ég get trúað því að einhverjir velti því fyrir sér hver þessi Francis Coquelin sé sem er í byrjunarliði Arsenal? Þessi tvítugi leikmaður er franskur varnarsinnaður miðjumaður. Hann hefur verið í herbúðum Arsenal síðan 2008 en er í fyrsta sinn í leikmannahópi aðalliðsins... og það í byrjunarliðinu á Old Trafford.
James Vaughan, leikmaður Norwich:
Verð að viðurkenna að ég óttast það versta fyrir Arsenal! Ég vona að ég hafi þó rangt fyrir mér!!
Verð að viðurkenna að ég óttast það versta fyrir Arsenal! Ég vona að ég hafi þó rangt fyrir mér!!
Fyrir leik
Menn eru almennt ekki bjartsýnir fyrir hönd Arsenal í þessum leik enda fjölmörg nöfn í hópnum sem eru ekki alveg þau þekktustu í bransanum. Leikbönn Emmanuel Frimpong, Alex Song og Gervinho bætast ofan á þau meiðsli sem hrjá liðið.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn, að sjálfsögðu löngu uppselt á Old Trafford. Howard Webb, besti dómari Englands, sér um að flauta leikinn en hann hefur verið sakaður um af andstæðingum Manchester United að vera hliðhollur Englandsmeisturunum.
Egil Gillz Einarsson:
Dreymdi ì nòtt að eg og Persie værum félagar! Keyrðum okkur vel í gang. Einhver drauma expert sem getur lesið ì þetta svona rétt fyrir leik?
Dreymdi ì nòtt að eg og Persie værum félagar! Keyrðum okkur vel í gang. Einhver drauma expert sem getur lesið ì þetta svona rétt fyrir leik?
2. mín
Leikurinn er hafinn. Cleverley með fyrsta skotið í leiknum en fast skot hans fór framhjá.
8. mín
Danny Welbeck í fínu færi fyrir United, fékk stungusendingu frá Ashley Young en hitti ekki markið. Má til gamans geta að fimm síðustu úrvalsdeildarmörk Welbeck hafa öll komið með skalla.
15. mín
Gult spjald: Andrei Arshavin (Arsenal)
Fyrsta gula spjaldið í þessum leik fær Arshavin réttilega fyrir groddalegt brot á Phil Jones.
21. mín
Heimamenn byrjuðu leikinn af talsvert meira krafti en gestirnir hafa náð að komast betur inn í leikinn síðustu mínútur, án þess þó að skapa sér teljandi færi.
22. mín
MARK!
Ander Herrera (Man Utd)
Welbeck er búinn að koma Manchester United yfir með skalla! Anderson vippaði boltanum inn í teiginn, gríðarlega aulalegur varnarleikur hjá Arsenal og endar þetta með því að Welbeck nær til knattarins. Síðustu sex mörk Welbeck í úrvalsdeildinni hafa verið með skalla! Arsene Wenger hristir hausinn.
Nicky Butt, fyrrum leikmaður Man Utd:
Þetta er ástæða þess að Hernandez og Berbatov eru á bekknum held ég. Sir Alex hefur rétt fyrir sér aftur #MUFC
Þetta er ástæða þess að Hernandez og Berbatov eru á bekknum held ég. Sir Alex hefur rétt fyrir sér aftur #MUFC
27. mín
Arsenal fékk vítaspyrnu! Jonny Evans dæmdur brotlegur á Theo Walcott. Umdeildur dómur. Robin van Persie steig á punktinn en David de Gea varði glæsilega! Mikilvæg varsla fyrir sjálfstraust De Gea sem mikið hefur verið í umræðunni.
28. mín
MARK!
Ashley Young (Man Utd)
Arsenal refsað strax fyrir vítaklúðrið Ashley Young skorar og ÞVÍLÍKT MARK! Boltinn barst til hans fyrir utan teiginn, hann lék á Francis Coquelin og smurði svo boltanum stórglæsilega!
33. mín
Sóknaraðgerðir Manchester United eru baneitraðar, svo virðist sem Arsenal eigi fá svör. Erfitt að sjá Lundúnaliðið fá eitthvað út úr þessum leik sem hefur verið frábær skemmtun hingað til.
Gísli Páll Helgason, leikmaður Þórs:
Ég er sirka eini United maðurinn sem hefur haft bullandi trú á De Gea frá fyrsta degi!
Ég er sirka eini United maðurinn sem hefur haft bullandi trú á De Gea frá fyrsta degi!
36. mín
Inn:Anthony Martial (Man Utd)
Út:Ander Herrera (Man Utd)
Welbeck farinn meiddur af velli, virðist hafa meiðst aftan í læri. Hann skoraði fyrsta mark leiksins. Chicharito er kominn inn fyrir hann.
39. mín
Andrei Arshavin í raun heppinn að vera enn á vellinum. Tók tæklingu á Ashley Young sem hefði vel getað endað með gulu spjaldi og Arshavin fékk gult fyrr í leiknum.
41. mín
Gult spjald: Carl Jenkinson (Arsenal)
Jenkinson fær gult spjald fyrir að stöðva Ashley Young og aukaspyrna dæmd rétt fyrir utan teiginn.
41. mín
MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Rooney bætir þriðja markinu við fyrir Englandsmeistarana úr aukaspyrnunni. Young tók spyrnuna stutt og renndi boltanum fyrir Rooney sem skoraði! Szcesny var í boltanum en náði ekki að verja enda spyrnan góð. Þetta stefnir í algjöra slátrun.
45. mín
MARK!
Theo Walcott (Arsenal)
Það er líflína hjá Arsenal. Í lok fyrri hálfleiks nær Walcott að minnka muninn eftir sendingu frá Tomas Rosicky, setti boltann milli lappa David de Gea. Jonny Evans leit ekki vel út í þessu marki.
45. mín
Líf og fjör í leiknum. Gestirnir eiga smá von eftir markið í lok hálfleiksins en ég giska á það að margir stuðningsmenn Arsenal hafi verið búnir að slökkva á sjónvarpinu þegar það kom. Áhorfendum á bandi United hefur ekki leiðst á Old Trafford og hafa sungið ,,Going down'' til gesta sinna.
Logi Bergmann Eiðsson:
Nú ættu menn að hætta að grenja yfir dómgæslunni á Old Trafford. Arsenal fær soft víti og sleppur við tvö rauð.
Nú ættu menn að hætta að grenja yfir dómgæslunni á Old Trafford. Arsenal fær soft víti og sleppur við tvö rauð.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Þið getið séð nokkrar myndir úr leiknum hér að ofan. Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
48. mín
Hætta upp við mark Arsenal. Young með fínt skot sem Szczesny nær að verja. Þarna fékk Young bara að skjóta óáreittur.
54. mín
Van Persie með góða skottilraun úr fínu færi en David de Gea varði virkilega vel.
57. mín
Arsenal búið að vera miklu öflugra liðið í seinni hálfleik og er líklegra til að skora næsta mark. Arshavin var að skjóta framhjá úr mjög góðu færi.
60. mín
Tom Cleverley í dauðafæri fyrir Manchester United eftir flottan þríhyrning en skotið lélegt og auðveldlega varið af pólska markverðinum.
Einar Matthías Kristjánsson:
Hvort eru United eða Arsenal menn að syngja ,,We love you Arsenal" ?
Hvort eru United eða Arsenal menn að syngja ,,We love you Arsenal" ?
63. mín
Man Utd á að vera búið að skora fjórða markið. Áttu verulega þunga sókn hér rétt áðan þar sem Nani klúðraði dauðafæri.
64. mín
Gult spjald: Johan Djourou (Arsenal)
Fær gult fyrir brot á Wayne Rooney rétt fyrir utan teig.
64. mín
MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Rooney skorar aftur eftir aukaspyrnu, sendi boltann stutt á Ashley Young sem lagði boltann aftur á hann. Góð aukaspyrna, snyrtilega gert hjá Rooney. Nú er öll von úti hjá Arsenal (Staðfest).
67. mín
MARK!
Juan Mata (Man Utd)
Enn og aftur stórfurðulegur varnarleikur Arsenal! Rooney renndi boltanum á Nani sem var ekki rangstæður og vippaði boltanum snyrtilega yfir Szczesny. Laglegt mark. United er að leika sér að Arsenal.
70. mín
Rooney hársbreidd frá því að setja þrennu! Tók skot af 25 metra færi sem fór í stöngina. Heimamenn eru alls ekki hættir.
70. mín
MARK!
Anders Lindegaard (Man Utd)
Varamaðurinn Park Ji-Sung kominn á blað, tveimur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður. ÞVÍLÍK SLÁTRUN! Fékk boltann utarlega í teignum og náði hnitmiðuðu og óverjandi skoti sem fór í bláhornið.
Hólmbert Friðjónsson, leikmaður Fram:
Fyrsta skipti sem ég fæ gæsahúð þegar ég horfi á ManUtd spila #erliverpoolmaður #verðaðviðurkennaþetta #þeirerualltof***góðir
Fyrsta skipti sem ég fæ gæsahúð þegar ég horfi á ManUtd spila #erliverpoolmaður #verðaðviðurkennaþetta #þeirerualltof***góðir
74. mín
MARK!
Robin van Persie (Arsenal)
Mörkunum rignir inn á Old Trafford. Hollendingurinn Robin van Persie fékk boltann í teignum og skoraði af stuttu færi. Örlítil sárabót fyrir stuðningsmenn Lundúnaliðsins.
77. mín
Rautt spjald: Carl Jenkinson (Arsenal)
Jenkinson fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Javier Hernandez sem var að sleppa í gegn. Enn og aftur aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn. Rooney skaut beint úr spyrnunni en boltinn framhjá.
79. mín
Ég heimta að fá borgað eftir yfirvinnutaxta fyrir þennan leik. Aðeins of mikið að gerast. Eins og Hörður Magnússon benti á í lýsingunni er Manchester að vinna London 11-3 í dag þar sem City vann Tottenham 5-1.
81. mín
Mark úr víti!
Wayne Rooney (Man Utd)
Staðan er orðin 7-2 fyrir United! Rooney að innsigla þrennu sína. Howard Webb dæmdi víti á Theo Walcott eftir að Patrice Evra féll í teignum. Rooney sendi Sczcesny í rangt horn og skoraði af öryggi.
Hafsteinn Briem, leikmaður HK:
Phil Jones þarf að endurskoða eitthvað þessar Skítamóralsstrípur
Phil Jones þarf að endurskoða eitthvað þessar Skítamóralsstrípur
Tómas Þór Þórðarson, blaðamaður á DV:
Í neikvæðari fréttum er það helst að #Chicharito hefur verið allt annað en sannfærandi þrátt fyrir að vera uppi á topp í þessari veislu.
Í neikvæðari fréttum er það helst að #Chicharito hefur verið allt annað en sannfærandi þrátt fyrir að vera uppi á topp í þessari veislu.
91. mín
MARK!
Ashley Young (Man Utd)
Young að skora áttunda markið gegn áttavilltum leikmönnum Arsenal. Ótrúlegur leikur, þetta er ekki hægt! Ryan Giggs renndi boltanum á Young sem átti magnað skot. Gullfallegt mark hjá þessum frábæra spyrnumanni.
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
7. Tomas Rosicky
10. Robin van Persie
('84)
14. Theo Walcott
('84)
16. Aaron Ramsey
20. Johan Djourou
21. Lukasz Fabianski (m)
23. Andrei Arshavin
25. Carl Jenkinson
30. Yossi Benayoun
Varamenn:
15. Alex Oxlade-Chamberlain
('63)
21. Lukasz Fabianski
29. Marouane Chamakh
('84)
34. Francis Coquelin
('84)
('63)
45. Alex Iwobi
53. Oguzan Ozyakup
54. Gilles Sunu
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Johan Djourou ('64)
Carl Jenkinson ('41)
Andrei Arshavin ('15)
Rauð spjöld:
Carl Jenkinson ('77)