Keflavík
2
2
Selfoss
Jóhann Birnir Guðmundsson
'38
1-0
Arnór Ingvi Traustason
'47
2-0
2-1
Ingvi Rafn Óskarsson
'84
2-2
Jón Daði Böðvarsson
'90
02.07.2012 - 19:15
Nettóvöllurinn í Keflavík
Pepsi-deild karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson, Keflavík
Nettóvöllurinn í Keflavík
Pepsi-deild karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson, Keflavík
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('73)
Sigurbergur Elísson
('89)
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('69)
11. Bojan Stefán Ljubicic
('73)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('66)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Keflavíkur og Selfoss í 9. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Hjá Keflavík er gerð ein breyting frá síðasta leik sem var 0-2 sigur á Fram. Denis Selimovic kemur inn fyrir Einar Orra Einarsson sem er í leikbanni.
Fyrir leik
Hjá Selfoss koma Sigurður Eyberg Guðlaugsson og Andri Freyr Björnsson og Joe Tillen inn fyrir Ivar Skjerve, Moustapha Cisse og Endre Ove Brenne frá síðasta leik sem var 1 - 2 tap gegn Fylki.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Selfyssingar byrja með boltann og leika í átt að íþróttahúsinu. Þeir leika í argentíska landsliðsbúningnum, röndóttum hvítum og lljósbláum treyjum og svörtum buxum. Keflavík er í hefbundnum dökkbláum búningum.
5. mín
Arnór Ingvi var kominn í gott færi í teignum en setti boltann í þverslá og þaðan aftur fyrir endamörk.
10. mín
Sigurbergur Elísson var kominn í gott færi í teignum eftir gott samspil sem endaði á að Jóhann Birnir lagði á hann, hann tók fast skot sem Ismet Duracak markvörður Selfoss varði.
19. mín
Arnór Ingvi skallaði rétt framhjá marki Selfyssinga. Bæði lið hafa skipst á að sækja og þó svo Keflavíkur liðið hafi átt betri færi hefur Selfoss verið meira með boltann fram á við.
25. mín
Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Babacarr Sarr fær áminningu fyrir að fara aftan í Guðmund Steinarsson. Stuðningsmenn Selfyssinga ósáttir við það því hinum megin á vellinum slapp Denis Selimovic við spjald skömmu áður fyrir vel spjaldavert brot. Einn stuðningsmaður gekk svo langt að kalla Örvar Sæ rasista úr stúkunni en eins og fólki er kunnugt um er Sarr svartur á hörund.
30. mín
Keflvíkingar halda áfram að vera miklu líklegra liðið til að skora hérna í kvöld. Núna átti Guðmundur Steinarsson skot rétt yfir mark Selfyssinga úr aukaspyrnu á hættulegum stað.
38. mín
MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Keflvíkingar eru komnir yfir. Frans Elvarsson átti frábæra sendingu út á vinstri kantinn á Jóhann Birni sem fór framhjá tveimur og skoraði með föstu skoti úr teignum á markið.
45. mín
Sigurbergur Elísson kom upp hægri kantinn á miklum spretti, framhjá varnarmönnum og var að keyra inn í teiginn þegar Babacarr Sarr braut á honum og dæmd aukaspyrna rétt fyrir utan vítateigslínuna. Sarr var kominn með gult fyrir og heppinn að fá ekki annað þarna. Ekkert kom úr aukaspyrnunni.
47. mín
MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Arnór Ingvi var fljótur að bæta við öðru marki Keflavíkur. Jóhann Ragnar sendi boltann af vinstri kantinum inn í teiginn, Guðmundur Steinarsson flikkaði honum aftur fyrir sig á Arnór Ingva sem skoraði af öryggi með skoti í teignum.
49. mín
Joe Tillen í dauðafæri en vippaði boltanum upp í hendurnar á Ómari markverði Keflavíkur.
60. mín
Guðmundur Steinarsson gerði heiðarlega tilraun til að skora frá miðjum vellinum með þrumuskoti sem fór rétt framhjá marki Selfyssinga.
63. mín
Gult spjald: Tómas Leifsson (Selfoss)
Tómas var farinn af velli en Örvar Sær dómari elti hann og gaf honum spjald. Eflaust fyrir kjaftbrúk.
66. mín
Ómar er búinn að verja í tvígang frá Jóni Daða. Síðara skotið var beint úr aukaspyrnu og Ómar rétt náði að koma boltanum í horn.
66. mín
Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans fær verðskuldað spjald fyrir brot á Robert Sandnes á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Í kjölfarið fékk Selfoss aukaspyrnu sem Viðar Örn skallaði beint á Ómar eftir.
69. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Arnór Ingvi fer meiddur af velli.
72. mín
Haraldur Freyr brýtur á Cisse innan teigs en Örvar Sær dæmir ekkert. Selfyssingar eru vægast sagt ósáttir í stúkunni.
75. mín
Fljótlega brestur þessi stífla. Selfoss sækir stíft á mark Keflavíkur síðan markið kom. Núna átti Agnar Bragi fast skot á markið sem Ómar mátti hafa sig allan við að verja.
79. mín
Ólafur Karl kom upp að vítateignum og þrumaði á markið, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og fór rétt yfir markið.
84. mín
MARK!
Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Þar brast stíflan. Babacarr Sarr minnkar muninn með skalla eftir hornspyrnu Ólafs Karls Finsen.
90. mín
MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Selfyssingar jafna metin verðskuldað eftir að hafa legið á marki Keflavíkur allan seinni hálfleikinn. Eftir kiks inn í teiginn endaði boltinn hjá Jóni Daða sem afgreiddi færið vel.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
('54)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
4. Andy Pew
('54)
Liðsstjórn:
Sindri Rúnarsson
Gul spjöld:
Tómas Leifsson ('63)
Ingvi Rafn Óskarsson ('25)
Rauð spjöld: