City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
1
3
Stjarnan
Endre Ove Brenne '14
Joseph David Yoffe '23 1-0
1-1 Alexander Scholz '40
1-2 Ellert Hreinsson '45
1-3 Kennie Chopart '81
05.07.2012  -  19:15
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Völlurinn í fínu standi og flott fótboltaveður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 774
Maður leiksins: Alexander Scholz
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
4. Andy Pew (f)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe ('69)
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson

Gul spjöld:
Moustoupha Cissé ('24)

Rauð spjöld:
Endre Ove Brenne ('14)
Fyrir leik
Sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Stjörnunnar sem hefst á slaginu 19:15. Aðstæður eru eins og best verður á kosið og útlit fyrir fjörugan leik. Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Logi Ólafsson gerir nokkrar breytingar í byrjunarliði Selfoss sem mætti Keflavík um daginn. Endre Brenne kemur inn eftir bann og fer í hægri bakvörðinn. Agnar Bragi er í byrjunarliði í fyrsta skitpti í sumar og fer í miðvörðinn og Ólafur Karl Finsen og Cisse koma inn Tómas Leifsson og Joe Tillen.
Líkast til er þetta svona:
Ismet
Brenne - Agnar Bragi - Stefán Ragnar - Sandnes
Jón Daði - Babacar - Royrane - Ólafur Karl
Cisse - Viðar
Fyrir leik
Lið Stjörnunnar er óbreytt eftir 4-2 sigurleikinn gegn Fram.
Líklega er þessu stillt upp einhvernvegin svona:
Ingvar
Jóhann - Daníel - Baldvin - Hörður
Atli Jó - Halldór - Scholz
Ellert - Garðar - Chopart
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í deild árið 2010. Fyrri leikurinn fór 2-2 á Selfossi og Stjörnumenn unnu seinni leikinn 3-2 í Garðabænum.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast en liðin eru að ganga út á völlinn. Silfurskeiðin er mætt með látum í stúkuna en minna sést enn sem komið er af Skjálfta.
1. mín
Leikurinn er hafinn og heimamenn byrja með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttavelllinum.
2. mín
Stefán Ragnar liggur meiddur á vellinum og virðist hafa misstigið sig. Hann er borinn af velli og Sigurður Eyberg kemur inná hans stað.
5. mín
Endre Brenne er kominn í stöðu miðvarðar og Sigurður Eyberg fór í sína stöðu í hægri bakverði. Bæði lið eru nokkuð spræk hér í upphafi.
12. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
14. mín Rautt spjald: Endre Ove Brenne (Selfoss)
Rautt á Endre Brenne fyrir bort á Atla Jó sem var að komast innfyrir vörnina. Virkar heldur hart spjald. Selfyssingar án beggja miðvarða sinna núna eftir 15 mínútna leik.
18. mín
Róðurinn verður þungur hjá heimamönnum núna. Garðar Jó var í góðum séns á markteig en náði ekki að pota boltanum í átt að marki er hann kom fyrir markið.
21. mín
Kenny Chopart í dauðafæri eftir mistök hjá Babacar sem kominn er í miðvörðinn en skotið framhjá markinu.
23. mín MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Selfyssingar eru komnir yfir einum manni færri eftir góða sókn sem endaði á því að Sigurður Eyberg sendi boltann inn í teig á Viðar Örn sem var kominn einn í gegn og skoraði
24. mín Gult spjald: Moustoupha Cissé (Selfoss)
Stór ákvörðun hjá dómara leiksins er hann gefur Cisse gult spjald fyrir dívu þegar hann var kominn einn í gegn og Selfyssingar eru mjög óhressir með þennan dóm.
28. mín
Stjörnumenn eru nokkuð slegnir eftir markið og Jón Daði var rétt sloppinn einn í gegn en Ingvar var vel á verði og náði að hreinsa útaf.
Már Ingólfur Másson
Verður gaman að sjá þetta í pepsi í kvöld, dómarinn gefur cisse gult þegar hann er sloppinn í gegn
34. mín
Fín stemming kominn í stúkuna þó áhorfendur mættu vera fleiri. Skjálftamenn eru mættir á svæðið og Silfurskeiðin er í góðu formi líka.
38. mín
Selfyssingar eru nokkuð ágengir upp við mark gestana. Jón Daði setti aukaspyrnu rétt fyrir utan beint í vegginn og Cisse og Viðar komust í góða sókn stuttu síðar sem fór forgörðum.
40. mín MARK!
Alexander Scholz (Stjarnan)
Stjörnumenn eru búnir að jafna og það gerði Alexander Scholz með hörku skoti fyrir utan vítateig óverjandi fyrir Ismet í markinu.
45. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Stjörnumenn eru komnir yfir með skallamarki Ellerts Hreinssonar sem fékk boltann inni á vítateig frá Alexander Scholz. Sterkur endasprettur hjá Stjörnumönnum sem náðu heldur betur að vakna síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur á Selfossi eftir viðburðarríkan fyrri hálfleik.
47. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og byrjar með stórsókn gestana.
51. mín
Stefán Ragnar fór á sjúkrahús eftir að hann meiddist en óttast er að hann hafi fótbrotnað. Vonum fyrir heimamenn að svo sé nú ekki.
54. mín
Viðar Örn í hörkufæri en hitti boltann illa og skaut framhjá.
65. mín
Ellert Hreinsson í góðu færi eftir góða sókn Stjörnumanna en Ismet varði vel. Bæði lið reyna að sækja og það verður a.m.k. eitt mark til viðbótar í þessum leik það er ljóst.
69. mín
Inn:Sindri Rúnarsson (Selfoss) Út:Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar af velli, búinn að hlaupa mikið í dag og standa fyrir sínu
70. mín
Stjörnumenn virðast ljónheppnir að hafa ekki fengið á sig víti er Ellert Hreinsson virtist fá boltann í hendina inni í teig eftir að Sigurður Eyberg sendi fyrir markið en einungis horspyrna dæmd. Úr henni fengu Selfyssingar dauðafæri sem þeir náði ekki að nýta.
71. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
74. mín
Halldór Orri með frábært skot fyrir utan teig og Ismet með ekki verri markvörslu. Vel gert hjá báðum.
78. mín
Inn:Joe Tillen (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
80. mín
Jón Daði komst einn í gegn en hikaði of lengi og skaut ekki á markið og labbaði með boltann útaf
81. mín MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Stjörnumenn gera út um þennan leik. Kenny Chopart fékk draumasendingu innfyrir frá Bjarka Pál og kom á blindu hliðina á varnarmanni og skoraði af öryggi.
87. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan) Út:Ellert Hreinsson (Stjarnan)
89. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
92. mín
Ndiaye einn í gegn en skot hans fór í hliðarnetið.
93. mín
Leik lokið á Selfossi. Viðtöl og umfjöllun koma inn seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('71)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Halldór Orri Björnsson ('12)

Rauð spjöld: