FH
2
1
FC USV Eschen/Mauren
Albert Brynjar Ingason
'44
1-0
1-1
Marco Fässler
'48
Atli Viðar Björnsson
'81
2-1
05.07.2012 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Evrópudeild UEFA
Dómari: Denis Scherbakov (Hvíta Rússland)
Áhorfendur: 1281
Kaplakrikavöllur
Evrópudeild UEFA
Dómari: Denis Scherbakov (Hvíta Rússland)
Áhorfendur: 1281
Byrjunarlið:
Emil Pálsson
('63)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
25. Hólmar Örn Rúnarsson
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
('63)
21. Guðmann Þórisson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('58)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og USV Eshen Mauren í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst 19:15.
Fyrir leik
FH teflir fram óbreyttu liði frá 2 - 7 sigrinum á ÍA á Akranesi á laugardaginn. Guðmann Þórisson snýr aftur úr leikbanninu sem var í þá en fer beint á bekkinn. Pétur Viðarsson er því aftur í vörninni og Hólmar Örn Rúnarsson á miðjunni.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og leikurinn mun senn hefjast. Lið FH leikur í nýjum búningum í dag sem eru sérstaklega framleiddir fyrir Evrópukeppni, sem er ekki með eins áberandi auglýsingu og stærra númeri á bakinu. Búningarnir eru plain hvítir með engum strípum og ekki bera ekki merki adidas eins og venjulega þó buxurnar séu hefðbundnar svartar með hvítum adidas röndum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Gestirnir í Echen Mauren byrja með boltann og leika í átt að Garðabæ.
3. mín
Atli Guðnason komst einn gegn markverði gestanna eftir sendingu frá Birni DAníel en Benjamin Buchel markvörður varði.
14. mín
Emil Pálsson meiddist eftir samskipti við leikmann gestanna og liggur nú utan vallar. Markahrókurinn gamli Jónas Grani Garðarsson gerir að meiðslum hans en hann er í dag sjúkraþjálfari FH.
16. mín
Björn Daníel kom boltanum inn á Atla Guðna í dauðafæri. Atli reyndi að setja boltann milli fóta Buchel í markinu en hann varði frá honum.
21. mín
Atli Guðnason enn einu sinni í dauðafæri en núna skaut hann yfir markið af stuttu færi eftir hornspyrnu.
32. mín
FH-ingar eru að skapa sér fínustu færi til að skora mörk en boltinn vill ekki inn ennþá.
36. mín
Emil Pálsson sendi boltann frá endamörkum út í teiginn þar sem Björn Daníel kom á ferðinni og skaut að marki en vel framhjá.
38. mín
Pressan er að aukast hjá FH-ingum. Núna komst Hólmar í gott skotfæri rétt fyrir utan teig en skaut beint á markvörðinn.
40. mín
Hólmar Örn í mjög góðu skallafæri eftir fyrirgjöf Björns Daníels frá vinstri kanti. Hann reyndi að skalla niður í hægra hornið en Buchel varði enn einu sinni.
43. mín
Valdet Istrefi hægri kantmaður gestanna var næstum búinn að skora þegar hann setti boltann upp í samskeytin fjær á markinu en hafnaði á tréverkinu. Þarna skall hurð nærri hælum og FH-ingar heppnir að liðsfélgar hans hjálpuðu ekki til með að fylgja á eftir.
44. mín
MARK!
Albert Brynjar Ingason (FH)
Þá loksins tókst FH-liðinu að komast yfir í þessum leik. Guðjón Árni sendi boltann inn í teiginn frá endalínu hægra megin á Albert Brynjar sem skaut á nær og framhjá Benjamin í markinu.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrikanum. FH leiðir með einu marki gegn engu sem Albert Brynjar Ingason skoraði rétt í lok fyrri hálfleiksins.
46. mín
Inn:Michael Giger (FC USV Eschen/Mauren)
Út:Raphael Huber (FC USV Eschen/Mauren)
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Gestirnir gerðu eina breytingu í hálfleik sem má sjá hér að neðan.
48. mín
MARK!
Marco Fässler (FC USV Eschen/Mauren)
FH-ingar fá á sig mark strax í byrjun. Atli Guðnason hafði sent frábæra sendingu inn í teiginn á Albert Brynjar sem náði ekki boltanum. Gestirnir brunuðu upp og sending kom fyrir markið af hægri á Fässler sem skoraði með skalla af stuttu færi.
50. mín
FH-ingar hafa sótt eftir að þeir fengu á sig markið og verið nærri því að skora. Núna var Björn Daníel að setja boltann framhjá eftir hornspyrnu.
65. mín
FH er miklu betra liðið á vellinum í kvöld og sækir stöðugt að marki gestanna frá Liechtenstein. Einhverra hluta vegna er þeim samt ekki að takast að skora mörk og hefðu vel getað lent undir rétt áðan þegar Eren Dulundu skallaði framhjá.
70. mín
Leikmenn Eschen Mauren nýta hvert einasta tækifæri til að kæfa leikinn niður og tefja eins og þeir geta. Tempóið í leik FH-inga er því að detta niður.
76. mín
Gult spjald: Mathias Christen (FC USV Eschen/Mauren)
Mathias Christen fær áminningu fyrir að láta sig falla í teignum.
81. mín
MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Atli Viðar var nýbúinn að skjóta í stöng þegar FH-ingar komust aftur í sókn og Björn Daníel sendi inn í teiginn á Atla Viðar sem skoraði með skalla. 2 - 1 fyrir FH.
89. mín
Einar Karl með fast skot út við stöng sem var varið. Skömmu síðar var Atli Viðar einn gegn markverði, fór framhjá honum en var í þröngu færi og varnarmenn komu boltanum í horn.
90. mín
Inn:Philipp Ospelt (FC USV Eschen/Mauren)
Út:Valdet Istrefi (FC USV Eschen/Mauren)
Byrjunarlið:
1. Benjamin Buchel (m)
6. Andreas Simma
7. Mathias Barandun
9. Mathias Christen
10. Metin Batir
11. Igor Manojlovic
16. Eren Dulundu
('88)
17. Marco Fässler
19. Valdet Istrefi
('90)
20. Manuel Fisch
21. Raphael Huber
('46)
Varamenn:
24. Mario Tichy (m)
2. Tobias Kuster
('88)
4. Franz Josef Vogt
8. Philipp Ospelt
('90)
12. Stefan Maag
14. Angelo Willi
15. Michael Giger
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Mathias Christen ('76)
Rauð spjöld: