Þróttur R.
3
0
Selfoss
Oddur Björnsson
'50
1-0
Oddur Björnsson
'72
2-0
Andri Gíslason
'80
3-0
08.07.2012 - 19:15
Valbjarnarvöllur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Blautur völlur en logn
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Maður leiksins: Oddur Björnsson (Þróttur)
Valbjarnarvöllur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Blautur völlur en logn
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Maður leiksins: Oddur Björnsson (Þróttur)
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
4. Helgi Pétur Magnússon
9. Arnþór Ari Atlason
('86)
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson
('57)
27. Oddur Björnsson
Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
7. Daði Bergsson
21. Ingvar Þór Ólason
22. Andri Gíslason
('57)
23. Aron Lloyd Green
('86)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('83)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Selfyssinga í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Þróttur sigraði Leikni R. í 32-liða úrslitunum og liðið sló síðan Val út í 16-liða úrslitunum þar sem Karl Brynjar Björnsson skoraði sigurmarkið í framlengingu.
Selfoss lagði Njarðvík úr 2. deild í 32-liða úrslitunum og sigraði síðan KB úr 3. deild 4-0 í 16-liða úrslitunum á dögunum.
Selfoss lagði Njarðvík úr 2. deild í 32-liða úrslitunum og sigraði síðan KB úr 3. deild 4-0 í 16-liða úrslitunum á dögunum.
Tölfræði:
Þróttur R.-Selfoss - bikar: Hafa mæst 2 sinnum í bikarnum, '72 og '71. Báðir leikirnir enduðu með sigri Þróttara.
16 - Þróttur R. hafa 14 sinnum tekið þátt í 8-liða úrslitum en Selfoss 2 sinnum.
Þróttur R.-Selfoss - bikar: Hafa mæst 2 sinnum í bikarnum, '72 og '71. Báðir leikirnir enduðu með sigri Þróttara.
16 - Þróttur R. hafa 14 sinnum tekið þátt í 8-liða úrslitum en Selfoss 2 sinnum.
Fyrir leik
Miðverðir Selfyssinga, Stefán Ragnar Guðlaugsson og Ove Endre Brenne, eru báðir fjarri góðu gamni í gær. Stefán Ragnar meiddist í síðasta leik gegn Stjörnunni en Endre Brenne fékk rauða spjaldið og er þvi í banni í dag.
Fyrir leik
Auðun Helgason, aðstoðarþjálfari Selfyssinga, stjórnar upphituninni. ,,Koma svo, setja sig í stand allir sem einn," segir Auðun við sína menn en hann hefur séð margt í boltanum í gegnum tíðina, þrautreyndur.
Fyrir leik
Hinn ungi Jón Daði Böðvarsson fær fyrirliðabandið hjá Selfyssingum í dag í fjarveru Stefáns Ragnars.
Fyrir leik
Stuðningsmannalag Þróttar ómar í hátalarakerfinu og hefur gert það núna í nokkrar mínútur. Ekki það hressasta í bransanum en textinn ágætur: ,,Ég er Þróttur, ást og fegurð, hærra rís."
Fyrir leik
Áskell Þór Gíslason aðstoðardómari skoðar netið í markinu og segir síðan ,,Gangi þér vel" við Ismet Duracak markvörð Selfyssinga. Ismet skilur ekkert hvað Áskell er að segja en tekur kveðjunni vel.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Miðjumaðurinn öflugi Babacar Sarr leysir miðvarðarvandræði Selfyssinga og leikur við hlið Agnars Braga í hjarta varnarinnar í dag.
2. mín
Skjálftamenn, stuðningsmannasveit Selfyssinga, er mætt á völlinn og láta vel í sér heyra þegar þeir ganga inn í stúkuna.
8. mín
Það er ekki hægt að sjá á upphafsmínútunum að heil deild skilji liðin að. Þróttarar byrja betur.
19. mín
Þróttarar áfram líklegri inni á vellinum en færin láta bíða eftir sér. Skjálftamenn hafa sungið allan leikinn en voru að taka sína fyrstu pásu til að anda, eftir 19 mínútna leik.
21. mín
Þróttarar hafa fengið nokkrar hornspyrnur í byrjun leiks og Ismet Duracak markvörður Selfyssinga þarf að hafa sig allan við til að slá boltann í burtu hérna.
23. mín
Það bætir í rigninguna hér á Valbjarnarvelli. Viðar Örn Kjartansson fær fyrsta færi Selfyssinga en skot hans fer framhjá.
27. mín
Oddur Björnsson fær færi fyrir Þrótt eftir langt innkast en Ismet ver skot hans.
Total Football umboðsskrifstofa:
Þróttur byrjar leikinn betur gegn Selfossi. Jón Daði er fyrirliði Selfoss, vel gert! Daði Bergsson byrjar a bekknum, er búinn að vera veikur
Þróttur byrjar leikinn betur gegn Selfossi. Jón Daði er fyrirliði Selfoss, vel gert! Daði Bergsson byrjar a bekknum, er búinn að vera veikur
40. mín
Selfyssingar að sækja í sig veðrið. Við auglýsum samt ennþá eftir færum og mörkum.
42. mín
Gult spjald: Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Þóroddur Hjaltalín Jr. veifar gula spjaldinu í fyrsta skipti í kvöld.
44. mín
Gult spjald: Joe Tillen (Selfoss)
Joe Tillen fær gula spjaldið fyrir munnsöfnuð. Þóroddur kann ekki vel við ensk blótsyrði.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés og staðan er markalaus. Þessi fyrri hálfleikur verður ekki fjölfaldaður og gefinn út á DVD, lítið um færi og afar rólegur leikur. Þróttarar byrjuðu betur en Selfyssingar hafa unnið sig inn í leikinn síðari hluta hálfleiksins. Vonum að mörkin komi í síðari hálfleiknum.
Runólfur Þórhallsson:
Maettur a Valbjarnarvoll, fyrsti madurinn sem eg se er audvitad Siggi Helga #WhatAMan #FotboltaSjukur
Maettur a Valbjarnarvoll, fyrsti madurinn sem eg se er audvitad Siggi Helga #WhatAMan #FotboltaSjukur
50. mín
MARK!
Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Þróttarar komast yfir! Heimamenn ná að koma hratt á vörn Selfyssinga og Oddur Björnsson fær boltann út í vinstra megin eftir sendingiu frá Halldóri Hilmissyni. Hann leikur inn í teiginn og fer framhjá Sigurði Eyberg og Agnari Braga áður en hann smellir boltanum í nærstöngina og inn. Mjög vel gert hjá Oddi!
55. mín
Moustapha Cissé fær ágætis færi en skot hans fer yfir markið. Cissé fékk boltann inn fyrir og var í þröngri stöðu þegar hann tók boltann á lofti en skotið hitti ekki markið.
56. mín
Selfyssingar fara illa með dauðafæri til að jafna! Ólafur Karl Finsen á fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Joe Tillen fær frían skalla en boltinn fer beint á Ögmund Ólafsson í markinu. Boltinn fer síðan á Jón Daða Böðvarsson sem á skot yfir markið.
57. mín
Inn:Tómas Leifsson (Selfoss)
Út:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, með sókndjarfa skiptingu. Tómas er vanur því að spila á kantinum en hann tekur stöðu Sigurðar í hægri bakverðinum.
60. mín
Selfyssingar eru að sækja í sig veðrið og þeir eru líklegri. ,,Það vantar smá núna allir, upp með þetta," öskrar Erlingur Jack Guðmundsson miðvörður Þróttara og kvikmyndagerðarmaður.
63. mín
Selfyssingar eiga þrjár hornspyrnur í röð og skömmu síðar á Mousthapa Cissé þrumuskot í utanverða stöngina. Jöfnunarmarkið virðist liggja í loftinu....
70. mín
Selfyssingar halda áfram að ógna. Jón Daði Böðvarsson leikur listir sínar og á þrumuskot fyrir utan teig sem Ögmundur Ólafsson slær út í teiginn. Viðar Örn Kjartansson nær frákastinu og fellur við eftir baráttu við Hlyn Hauksson. Selfyssingar vilja vítaspyrnu en Þóroddur dæmir ekkert.
71. mín
Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
Bragi fær spjald fyrir að tækla Odd Björnsson af krafti aftan frá.
72. mín
MARK!
Oddur Björnsson (Þróttur R.)
Þróttarar skora annað mark þvert gegn gangi leiksins! Andri Gíslason hefur betur gegn Babacar Sarr og kemst í færi inn á teignum. Hann rennir boltanum yfir á fjærstöngina þar sem Oddur skorar auðveldlega í autt markið, hans annað mark í leiknum.
72. mín
Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Babacar telur að Andri hafi brotið á sér í aðdragada marksins og hleypur brjálaður út að hliðarlínunni til að funda með Sigurði Óla Þorleifssyni aðstoðdómara. Babacar græðir ekkert á því annað en gult spjald hjá Þóroddi dómara. Babacar hafði þó líklega eitthvað til síns máls en hann féll við eftir baráttuna við Andra.
76. mín
Inn:Ingólfur Þórarinsson (Selfoss)
Út:Joseph David Yoffe (Selfoss)
Miðjumaður inn og framherji út. Jón Daði Böðvarsson fer af miðjunni og upp á topp.
80. mín
MARK!
Andri Gíslason (Þróttur R.)
Þróttarar eru að henda sér í undanúrslitin! Vilhjálmur Pálmason á fast skot sem Ismet nær ekki að halda og Andri Gíslason skorar auðveldlega í autt markið.
88. mín
Moustapha Cissé á hörkuskalla en Ögmundur ver og Þróttarar ná síðan að hreinsa rétt áður en Jón Daði nær til boltans.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
('57)
4. Andy Pew (f)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
('76)
20. Sindri Pálmason
Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson
('76)
Liðsstjórn:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Sindri Rúnarsson
Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('72)
Andy Pew ('71)
Joe Tillen ('44)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('42)
Rauð spjöld: