City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
1
2
KR
Eyþór Helgi Birgisson '17 1-0
1-1 Óskar Örn Hauksson '86
1-2 Óskar Örn Hauksson '87
08.07.2012  -  16:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikarinn
Aðstæður: Hlýtt í Eyjum í dag en dálítill vindur.
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 1083
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('87)

Varamenn:
5. Jón Ingason

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Abel Dhaira ('79)
Víðir Þorvarðarson ('77)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('27)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur Fótbolta.net. Hér verður bein útsending frá leik ÍBV og KR í 8-liða úrslitum í Borgunarbikarnum.
Fyrir leik
Hjá Eyjamönnum eru Brynjar Gauti og George Baldock að taka út leikbann. Svo meiddust Tonny Mawejje og Christian Olsen í leik St.Patrick's og ÍBV í Evrópudeildinni á dögunum.

Það sem að kemur á óvart í liði KR er að Guðmundur Reynir er á bekknum. Svo eru Kjartan Henry og Wheston meiddir í liði KR.
Fyrir leik
Um helgina fór fram goslokahátíð í Vestmannaeyjum svo að það búast við að það verði góð mæting á áhorfendapallana í dag.
Fyrir leik
Leikurinn verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Fólk er byrjað að mæta í nýju stúkuna á Hásteinsvelli sem er verið að vígja í dag.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru kominn inná völlinn.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn og KR byrja með boltann.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn.
Jóhann Norðfjörð
1. mín
Viktor Bjarki komst að vítateignum og átti laflaust skot framhjá. KR var aftur með skot sem Óskar Örn átti en beint á Abel í markinu.
Jóhann Norðfjörð
8. mín
Eyjamenn virðast vera í vandræðum. KR er yfir í allri baráttu.
Jóhann Norðfjörð
9. mín
Það kom sending inná teiginn sem Eyþór Helgi fékk og hann ætlaði að leggja boltann framhjá Hannesi í markinu en Hannes gerði vel og lokaði vel á markið.
Jóhann Norðfjörð
11. mín
ÍBV vildu fá dæmda hendi á Bjarna Guðjónsson en ekkert dæmt.
Jóhann Norðfjörð
13. mín
Eyþór Helgi með gott skot en boltinn framhjá.
Jóhann Norðfjörð
15. mín
Eyjamenn að fá hornspyrnu eftir að Gunnar Már sendi inn í teginn en KR hreinsaði í horn.
Jóhann Norðfjörð
17. mín MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Eyþór Helgi með skot utan teigs, smyr hann upp í ,,SAMÚEL''. Frábært skot og mark. Eyjamenn komnir yfir!
Jóhann Norðfjörð
22. mín
Abel Dhaira markmaður ÍBV er eitthvað að kveikna sér hérna á vellinum.
Jóhann Norðfjörð
23. mín
Inn:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Guðmundur Reynir að koma inná fyrir Gunnar Þór sem er eitthvað meiddur eftir að hafa fengið högg á öxlina áðan.
Jóhann Norðfjörð
25. mín
Gunnar Már með skot sem fer upp í hendina á Viktori Bjarka. Aukaspyrna á hættulegum stað sem TG#9 stillir boltanum upp!. Boltinn fer vel yfir markið hjá Tryggva.
Jóhann Norðfjörð
27. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Emil Atlason hrinti á bakið á Þórarnir Inga en ekkert dæmt sem fauk greinilega í hann og hann tæklaði Emil þegar hann var búinn að vinna boltann af honum.
Jóhann Norðfjörð
32. mín
Guðmundur Reynir með fyrirgjöf og Abel kom út og ætlaði að hirða boltann en boltinn fór í gegnum teiginn og enginn hætta.
Jóhann Norðfjörð
33. mín
Víðir með sendingu inn á Tryggva og Hannes fór í skógarhlaup að Tryggva sem náði skallanum en boltinn framhjá markinu.
Jóhann Norðfjörð
34. mín
Ian Jeffs vann boltann og hljóp með knöttinn inn í teiginn þar mætti Grétar Sigfinnur og tæklaði boltann í burtu. Strax í næstu sókn hjá KR átti Óskar Örn góða sendingu á Emil Atlason sem skallaði hátt yfir.
Jóhann Norðfjörð
35. mín
Aðeins mínútu seinna átti Óskar Örn aftur sendingu sem bæði Þorsteinn Már og Emil misstu báðir af í teignum.
Jóhann Norðfjörð
38. mín
Óskar Örn með lélegt skot beint á Abel
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Eyþór Helgi var við það að sleppa hérna í gegn. En Grétar Sigfinnur gerði vel og vann boltann og bjargaði því að Eyþór væri kominn í dauðafæri.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
2 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Kominn hálfleikur hérna á Hásteinsvelli. Eyjamenn leiða 1-0 eftir að Eyþór Helgi gerði frábært mark.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Leikurinn búinn að vera frekar kaflaskiptur hérna. KR byrjaði leikinn betur og voru að skapa sér hálffæri. Svo tóku Eyjamenn völdinn eftir 20 mínútur eða svo og náðu góðu marki. Eftir markið dó leikurinn hægt og rólega og varð meira bara barátta um boltann á miðjunni. Vonandi fáum við skemmtilegri seinni hálfleik sem fer að hefjast hérna eftir nokkrar mínútur.
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Síðari hálfleikur er byrjaður!
Jóhann Norðfjörð
48. mín
Viktor Bjarki með létta sendingu fyrir markið en Abel stekkur hæð sína og grípur tuðruna, engin hætta
Jóhann Norðfjörð
49. mín
Þorsteinn Már skallar boltann að marki ÍBV, en skallinn laus og ekkert að frétta. KR-ingar búnir að vera hættulegri þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks og Eyjamenn þar með búnir að liggja aftarlega!
Jóhann Norðfjörð
50. mín
Í hálfleik buðu áhorfendur stuðningsmann eyjamanna Þorvarð Þorvarldsson velkominn aftur á Hásteinsvöll eftir erfið veikindi.
Jóhann Norðfjörð
55. mín
Guðmundur Þórarinsson missti boltann fyrir utan vítateig, þar sem Viktor Bjarki senti boltann á Óskar Örn sem átti skot hátt yfir markið! Þetta er að verða að hörkuleik!
Jóhann Norðfjörð
56. mín
KR-ingar fá víti, Þórarinn Ingi fer í bakið á Þorsteini Má!
Óskar Örn fór á punktinn og Abel Dhaira varði frá honum, laus spyrna og Abel valdi rétt horn!
Jóhann Norðfjörð
61. mín
Leikurinn búinn að vera virkilega spennandi, bæði lið búin að eiga nóg af færum og mikil barátta á miðju vallarins þar sem Tryggvi Guðmunds og Bjarni Guðjóns takast á!
Jóhann Norðfjörð
66. mín
Þorsteinn Már sparkar aðeins í löppina á Matt Garner eftir að Garner negldi boltanum fram völlinn, stuðningsmenn og leikmenn ÍBV og vildu fá aukaspyrnu en ekkert dæmt og boltinn rúllar.
Jóhann Norðfjörð
@EgillGillz
Dómarinn drullar á sig en Abel sokkar hann! KO! Yfirburðalýsing hjá Valt-Vélinni! TG á eftir að setjann. Veisla.is
Jóhann Norðfjörð
72. mín
Eyjamenn í stórsókn, Eyþór Helgi gerir vel og reynir síðan að leggja boltann á Ian Jeffs sem er á vítapunktinum.. en Grétar Sigfinnur gerir betur og sparkar boltanum í horn. Hornspyrnan var slök og KR ingar fóru upp með boltann!
Jóhann Norðfjörð
74. mín
Eyþór Helgi Birgisson með lúmskt skot fyrir utan teig og Hannes Þór neyðist til að bjarga í horn!
Jóhann Norðfjörð
75. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
77. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
77. mín
ÍBV með rosalega sókn, Eyþór Helgi komst einn á móti Hannesi þar sem Eyþór reyndi að lyfta boltanum yfir hann en Hannes varði og þaðan fór boltinn á Ragnar Leósson sem skaut lausu skoti á Hannes, Hannes varði boltann í 2 skiptið í fæturnar á Ragnari þar sem hann toppaði fyrra skotið og skaut enn lausara skoti í fangið á honum!
Jóhann Norðfjörð
79. mín Gult spjald: Abel Dhaira (ÍBV)
Fékk gult spjald fyrir að leika boltann út í innkast og tók hann síðan upp inn á völlinn. Skemmtilegt!
Jóhann Norðfjörð
84. mín
Inn:Aaron Spear (ÍBV) Út:Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
84. mín
Jóhann Norðfjörð
84. mín
Inn:Björn Jónsson (KR) Út:Emil Atlason (KR)
Jóhann Norðfjörð
86. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Björn Jónsson sem var nýkominn inn á völlinn á góða sendingu í fæturnar á Óskari Erni sem prjónar sig í gegnum vörnina og leggur hann í hornið, þetta lýtur ekki vel út fyrir eyjamenn
Jóhann Norðfjörð
87. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
GOAL-AZO! Óskar Örn skorar sitt annað mark í þessum leik og þetta er að gerast á sömu mínútu, á skot á teigslínu og vel fast í sama horn og áðan!
Jóhann Norðfjörð
87. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Jóhann Norðfjörð
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn hér í eyjum, 3 mínútur í viðbót!
Jóhann Norðfjörð
91. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Bjarni Guðjónsson (KR)
Jóhann Norðfjörð
Leik lokið!
Leikurinn er búinn hér í eyjum, rosalegur endir á flottum leik!
Jóhann Norðfjörð
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('23)
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Emil Atlason ('84)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
5. Egill Jónsson ('91)
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('23)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: