City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fjölnir
0
0
Þór
Marteinn Örn Halldórsson '3
09.07.2012  -  18:30
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 14 stiga hiti, sól en smá vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnar Sigurðsson, Fjölnir
Byrjunarlið:
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson ('4)
9. Þórir Guðjónsson
15. Haukur Lárusson

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
10. Aron Sigurðarson ('76)

Liðsstjórn:
Gunnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Geir Kristinsson ('83)
Pablo Punyed ('83)

Rauð spjöld:
Marteinn Örn Halldórsson ('3)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fjölnis og Þórs í 9. umferð 1. deildar karla. Leikurinn er báðum liðum mikilvægur í toppbaráttu deildarinnar.

Takist heimamönnum að vinna í dag þá fara þeir á toppinn með 19 stig, jafnmörg og Ólafsvíkingar en betri markatölu. Þórsarar gætu með sigri jafnað Fjölni og Hauka að stigum. Öll lið hafa leikið 9 leiki nema Fjölnir og Þór.

Staðan:
1. Víkingur Ó - 19 stig (8 mörk í plús)
2. Fjölnir - 16 stig (13 mörk í plús)
3. Haukar - 16 stig (3 mörk í plús)
4. Þór - 13 stig (2 mörk í plús)
1. mín
Leikurinn er hafinn. Fjölnsimenn eru í hefðbundnum gulum treyjum og bláum buxum en Þórsarar spila í alrauðum búningum í kvöld. Heimamenn í Fjölni byrja með boltann.
1. mín
Bergsveinn Ólafsson miðvörður Fjölnis er ekki með í dag þar sem hann tekur út leikbann. Í stað hans leikur Geir Kristinsson við hlið Hauks Lárussonar í miðverðinum.
3. mín Rautt spjald: Marteinn Örn Halldórsson (Fjölnir)
Þórsarar fá vítaspyrnu eftir 2 mínútur og 34 sekúndur. Marteinn markvörður braut á Sveini Elíasi sem slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu Robin Strömberg.
4. mín
Inn:Gunnar Sigurðsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Bjarni Gunnarsson verður að sætta sig við að spila bara 3 mínútur í þessum leik. Hann er tekinn af velli svo varamarkvörðurinn Gunnar Sigurðsson geti komið í markið. Gunnar sem var hjá FH undanfarin ár er orðinn markmannsþjálfari hjá Fjölni verður að leysa þetta því Steinar Gunnarsson aðalmarkvörður er með rifinn liðþófa og frá keppni næstu vikurnar.
7. mín
Gunnar Sigurðsson byrjaði frábærlega varði vítið frá Kristni Þór Björnssyni og greip svo boltann áður en hann snerti grasið. Það er enn líf í gamla manninum.
9. mín
Kristinn Þór í góðu færi gegn Gunnari í teignum en boltinn fór rétt framhjá markstönginni.
Bergsveinn Ólafsson leikmaður Fjölnis í leikbanni:
Vard vitni af hardasta atburdi seinustu ara thegar king gunni sig kom inn á fyrir matta, afbaggadi sig og át vítid #kóngurinn #hardur
22. mín
Það eru engin alvöru færi að koma síðustu mínúturnar en bæði lið skiptast á að sækja.
29. mín Gult spjald: Halldór Orri Hjaltason (Þór )
Halldór Orri fær áminningiu fyrir brot á miðjum vallarhelmingi Þórsara.
33. mín
Fjölnismenn vilja fá vítaspyrnu eftir að Haukur féll í teignum eftir hornspyrnu. Vilhjálmur Alvar dómari var þó ekki á sama máli.
36. mín
Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari hjá Þór biður leikmenn sína að spila boltanum upp völlinn en þeir hafa mikið reynt að gefa langar sendingar innfyrir vörn Fjölnis þrátt fyrir að vera manni fleiri. Skilaboðin virðast ekki hafa náð í gegn því fyrsta sókn eftir þau rann í sandinn eftir slaka langa sendingu.
41. mín
Sveinn Elías í fínu skotfæri í teignum en setti boltann rétt framhjá Fjölnismarkinu.
45. mín Gult spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
Andri Hjörvar var búinn að fá aðvörun áður og núna ákvað Vilhjálmur Alvar að spjalda hann.
45. mín
Þórir Guðjónsson með laust skot í teignum beint á Rajkovic.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Fjölnisvelli. Enn markalaust en heimamenn manni færri eftir að Marteinn Örn Halldórsson markvörður fékk að líta rauða spjaldið í byrjun leiks.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Þór gerði tvær skiptingar í hálfleik. Guiseppe P. Funicello og Jóhann Helgi Hannesson komu inná.
46. mín
Inn:Guiseppe P Funicello (Þór ) Út:Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
46. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Halldór Orri Hjaltason (Þór )
47. mín
Ómar Hákonarson í dauðafæri í skyndiupphlaupi Fjölnis en Rajcovic varði í horn. Eftir hornspyrnuna skallaði Geir Kristinsson í þverslánna.
62. mín
Jóhann Helgi á auðum sjó eftir þríhyrningsspil við Ármann Pétur en Gunnar Sigurðsson varði frábærlega.
62. mín
Illugi með fast skot fyrir utan teig sem Rajkovic mátti hafa sig allan við að verja.
63. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Ómar Hákonarson (Fjölnir)
71. mín
Árni Kristinn skallaði til baka og Sveinn Elías komst inn í boltann en skallaði rétt framhjá Fjölnismarkinu.
72. mín
Inn:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
75. mín
Þórir Guðjónsson í fínu skallafæri eftir fyrirgjöf Ásgeirs Arons af hægri kanti en Rajkovic greip slakan skalla.
76. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölnir)
81. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Gunnar Sigurðsson ver vel fast skot Jóhanns Helga sem fékk boltann aftur, sendi fyrir markið og þá greip Gunnar en Ingi Freyr keyrði í hann og fær áminningu fyrir.
83. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Fjölnir)
83. mín Gult spjald: Geir Kristinsson (Fjölnir)
83. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sigurður Marino og Geir voru að kljást eftir að Pablo braut af sér og fengu þeir allir áminningu.
84. mín
Engu munaði að Þórsarar næðu að skora úr aukaspyrnu sem var rétt fyrir utan vítateig Fjölnis en boltinn vildi ekki fara inn.
87. mín
Marinó Þór Jakobsson verður að fara meiddur af velli og Fjölnismenn eru því tveimur manni færri búnir með sínar skiptingar. Marinó nýtur aðhlynningar utan vallar.
88. mín
Marinó ætlar að harka af sér og er kominn inná að nýju þó hann haltri aðeins.
89. mín
Engu munaði að Paplo Punyed skoraði af 40 metra færi en Rajkovic var kominn langt út úr markinu og Punyed reyndi skor sem fór ofan á þverslánna. Þarna var hætta.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með markalausu jafntefli. Frekar er fjallað um hann hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson ('46)
6. Ármann Pétur Ævarsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('72)
15. Janez Vrenko
17. Halldór Orri Hjaltason ('46)
21. Kristján Páll Hannesson

Varamenn:
9. Jóhann Helgi Hannesson ('46)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('72)
16. Kristinn Þór Rósbergsson

Liðsstjórn:
Kristján Steinn Magnússon

Gul spjöld:
Sigurður Marinó Kristjánsson ('83)
Ingi Freyr Hilmarsson ('81)
Andri Hjörvar Albertsson ('45)
Halldór Orri Hjaltason ('29)

Rauð spjöld: