City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
2
1
Fram
Garðar Jóhannsson '6 1-0
1-1 Sam Tillen '45
Garðar Jóhannsson '72 2-1
09.07.2012  -  19:15
Samsung-völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Vindur, en völlurinn lítur frábærlega út eins og alltaf.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Maður leiksins: Daníel Laxdal.
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('45)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('45)
Baldvin Sturluson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkominn í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum. Hér í kvöld eigast Stjarnan og Fram í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Leið liðanna í 8-liða úrslitin:
Stjarnan:
Stjarnan fór nokkuð örugglega í 8-liða úrslitin, sigraði Gróttu 4-1 í 32-liða úrslitum og svo Reyni Sandgerði í framlengingu, 1-0.

Fram:
Fram sigraði Hauka í vítaspyrnukeppni og svo Aftureldingu, 3-2, þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok.
Fyrir leik
Arnar Darri er kominn aftur í búrið, en þetta er hans þriðji leikur og allir eru þeir í bikarnum.
Fyrir leik
Bæði liðin og dómararnir eru komin út á völl og eru að hita upp.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson er ekki kominn út á völl, en Bjarni Jó er mættur, en þó ekki með derhúfuna! Spurning hvort hann skelli henni upp á eftir.
Fyrir leik
Paparnir á fóninum hér á Stjörnuvelli, það er öllu tjaldað!
Fyrir leik
Ef fólk ætlar að tísta um leikinn má það endilega nota hash-tagið #fotbolti. Valin twitt verða birt hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér inn á völlinn eftir dómurunum sem eru þeir Guðmundur Ársæll, Smári Stefánsson og Andri Vigfússon.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
6. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Fyrsta markið er komið!! Eftir frábæra fyrirgjöf frá hægri, þar sem Jóhann Laxdal snéri boltann snyrtilega fyrir markið, var Garðar mættur á fjærstöngina og stangaði boltann í netið. Virkilega vel gert.
8. mín
Ögmundur Kristinsson liggur hér eftir, eftir návigi við Halldór Orra, en hann er sárkvalinn. Líklega harkar hann þetta af sér.
11. mín
Ögmundur er staðinn á fætur, virðist þó ekki ganga heill til skógar.
15. mín
Chopart var nærrum því að skora þegar hann virtist ætla gefa hann fyrir markið, en boltinn yfir markmanninn, en rétt yfir markið.
20. mín Gult spjald: Baldvin Sturluson (Stjarnan)
21. mín
Eftir ágæta sókn Framara geystust Stjörnumenn í sókn, en náðu ekki að gera sér mat úr því.
26. mín
Hrikalega lítið í gangi hér í Garðarbænum. Virkilega jafn leikur hingað til.
33. mín
Framarar vildu fá víti, en boltinn virtist fara í hönd Stjörnumanns en var þó af hrikalega stuttu færi.
40. mín
Garðar Jóhannsson fékk boltann eftir viðskipti Chopart og Lennon, en Garðar skaut boltanum nokkuð yfir markið.
43. mín
Frábær fyrirgjöf frá vinstri, Chopart með frábæran skalla, en boltinn fer framhjá markinu. Virkilega vel gert hjá Stjörnunni, en þeir hafa verið lakari aðilinn hér undanfarið þrátt fyrirr forystu.
45. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Stjarnan)
45. mín MARK!
Sam Tillen (Fram)
+2. MARK! Fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Tillen smurði boltann í hornið, þvílíkt mark!
45. mín
Staðan í hálfleik jöfn, 1-1.
Elvar Geir, ritstjóri Fótbolta.net:
Framarar ná sínu fyrsta skoti á Arnar Darra og það er mark. Hafa verið miklu meira með boltann og jafna verðskuldað #fotbolti
45. mín
Bæði lið eru kominn út á völl og fer leikurinn því senn að hefjast.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn, góða skemmtun!
45. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli farinn útaf, líklega meiddur.
46. mín
Framarar byrja seinni hálfleikinn vel. Frábær sending frá Kristni Inga en skallinn frá Hewson yfir markið.
48. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) Út:Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Ellert er farinn útaf meiddur.
58. mín
Hrikalega lítið að gerast hérna í síðari hálfleik. Bæði lið opna sig ekki mikið, hrædd um að fá mark á sig. Rétt í þessu áttu Framarar skot en boltinn himin hátt yfir markið.
61. mín
Stjörnumenn eru hrikalega ósáttir með dómarann hérna, en hann hefur lítið flautað á Framara. Nú rétt í þessu flautaði hann Stjörnumönnum aukaspyrnu í hag og stúkan gjörsamlega trylltist af fögnuði. Gaman af þessu.
62. mín
Baldvin Sturluson hljóp endilangan völlinn með smá stoppi, loks fékk hann boltann, lék á Sam Tillen, en skotið slakt.
65. mín
DAUÐAFÆRI! Þvílíkt dauðafæri. Lennon fær boltann í gegnum vörn Stjörnunnar og sleppur framhjá Arnari Darra, og ætlar að leggja boltann í netið, en Jóhann Laxdal bjargar stórkostlega áður en boltinn fer inn!
Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og gallharður stuðningsmaður Stjörnunnar:
Gudmundur Arsæll er klarlega med kristjan hauks i fantasy. #furdulegt
70. mín
Baldvin Sturluson með hörkuskot, en yfir fer boltinn.
72. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
MARK! Eftir hornspyrnu frá Halldóri Orra stangar Garðar boltann í netið!
76. mín
Þvílíkt DAUÐAFÆRI! Lennon lagði boltann fyrir markið, þar var Sveinbjörn sem mokaði boltanum yfir markið einn gegn marki! Þvílíkt færi.
84. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
89. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
90. mín
Leiktíminn er að renna út! Stjörnumenn að fara í undanúrslit.
90. mín
+3. Þvílík dramatík! Framarar skora mark sem er dæmt af! Rangstæða dæmd, sem líklega var rétt.
Leik lokið!
Stjörnumenn í undanúrslitin. Viðtöl og umfjöllun hér væntanleg innan skamms.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('89)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('84)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: