Þór
0
0
Grindavík
28.08.2011 - 17:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 6 m/s og 12°
Dómari: Kristinn Jakobsson
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 6 m/s og 12°
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
6. Ármann Pétur Ævarsson
('68)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('89)
11. Atli Sigurjónsson
15. Janez Vrenko
Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
Liðsstjórn:
Ragnar Haukur Hauksson
Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('69)
Ármann Pétur Ævarsson ('24)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
20 mínútur í leik gott fólk og ekki eru nú margir mættir. Ætli það sé æsispennandi leikur Manchester United og Arsenal sem er að halda fólki heima? Veðrið er ekkert of spes hér í dag en vonandi fer fólk að mæta á svæðið, gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið framundan.
Fyrir leik
Það verður að teljast nokkuð sérstakt að Þórsarar eru bara með fimm manna varamannabekk í dag
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og með þeim er Gunnar á Völlum, hann er mættur norður til að fjalla um leik dagsins.
3. mín
Ármann Pétur Ævarsson á fyrsta færi dagsins. Hann náði ágætis skalla á mark en það vantaði kraft í hann þannig að Óskar Pétursson átti nokkuð auðvelt með grípa boltann.
5. mín
Þórsarar fá einnig fyrsta horn leiksins. Atli Sigurjónsson á fína sendingu inn á teig þar sem menn berjast um boltann og fara yfir strikið samvkæmt dómara leiksins sem dæmir brot á Þór.
9. mín
Þórsarar eru grimmari hér í byrjun. Jóhann Helgi var við það að sleppa í gegn en Jósef Kristinn varðist vel og kom boltanum í horn. Eftir hornið fékk Clark Keltie ágætis tækifæri á langskoti fyrir utan teig en skot hans var laust og beint í hendur Óskars í marki Grindavíkur.
17. mín
Þórsarar fá aukaspyrni rétt við vítateigshornið. Atli Sigurjónsson skilar fínum bolta inn í teig en sá bolti fær að skoppa í gegnum teiginn og aftur fyrir mark Grindavíkur án þess að nokkur nái að koma við hann.
19. mín
Fyrsta marktilraun Grindavíkur og ekki var hún góð. Magnús Björgvinsson á skot fyrir utan teig en hann dettur í miðju skotinu og boltinn rúllar framhjá.
22. mín
Ármann Pétur sleppur einn upp vinstri vænginn og á sendingu fyrir sem er aðeins of framarlega fyrir Jóhann Helga, markspyrna.
23. mín
Jóhann Helgason á skot beint úr aukaspyrnu sem rúllar upp í hendur Srdjan Rajkovic eftir viðkomu í varnarmanni Þórs. Grindvíkingar eru aðeins að vakna hérna, vonandi fer nú þessi leikur að lifna aðeins við.
24. mín
Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Gleymdi mér aðeins, Ármann Pétur fékk gult fyrir brot á miðjum velli.
27. mín
Vond ákvörðun! Magnús Björgvinsson ákveður að taka langskot í stað þess að gefa stungu beint á Derek Young sem var í virkilega góðri stöðu. Skotið var auðvelt afgreiðslu fyrir Srdjan en Derek er ekki sáttur, skiljanlega.
33. mín
Grindavík fær horn. Boltinn berst yfir á fjærstöng þar sem Magnús Björgvinsson er mættur með nokkuð laglega tilraun til að vippa boltanum í fjærhornið en Srdjan er vakandi og slær boltann yfir markið. Ekkert verður úr seinni hornspyrnu Grindavíkur en þetta var klárlega besta færið þeirra hingað til.
36. mín
Þórsarar fá skyndisókn fjórir á móti fjórum en ekkert verður úr þeirri sókn, endaði á sendingu fyrir frá Sigurði Marinó sem fór aftur fyrir mark Grindavíkur.
40. mín
Gunnar Már Guðmundsson haltrar á miðjum vellinum og heldur í mjöðmina á sér... ekki góðar fréttir fyrir Þórsara
41. mín
Grindvíkingar komast í gott færi. Orri Freyr Hjaltalín nær að hnoðast í gegnum vörn Þórs og á fína sendingu fyrir en Magnús nær ekki að pota tá í boltann og koma honum inn fyrir línuna. Orri var langt frá því að vera sáttur við það hvað varnarmenn Þórs fengu að hanga í honum og það skiljanlega, mikil handavinna í gangi þarna sem var alveg tæpast í takt við reglur leiksins.
43. mín
vá, þvílíkt klúður! Óli Baldur sleppur einn í gegn eftir að hafa leikið laglega á vörn Þórs en skotið hans er vægast sagt lélegt og vel framhjá. Virkilega ílla farið með gott færi!
45. mín
Aleksandar Linta spilar í dag í grænum síðerma bol innanundir búningnum, ekki alveg löglegt en Kristinn Jakobsson virðist ekkert ætla að skipta sér af því í dag.
45. mín
Hálfleikur. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og hafa verið betra liðið í heild en bestu færin hafa samt fallið fyrir leikmenn Grindavíkur en þeir hafa ekki náð að klára þau. Vonum að seinni hálfleikur verði nú eitthvað líflegri en sá fyrri, við viljum mörk!
Magnús Einarsson: Hvar eru Ingi Freyr & @sveinnelias í eðlubúningunum ? #50þúsísekt #fotbolti
46. mín
Kristinn Jakobsson hefur flautað til leiks hér á Þórsvellinum, engar breytingar á liðum.
46. mín
Fínasta fótboltaveður hér í seinni hálfleik en vindurinn ákvað að yfirgefa svæðið í hálfleik
53. mín
Alexander Magnússon labbar hreinlega framhjá Linta í vörn Þórs og kemst í gott skotfæri en skot hans lélegt, þetta virðist vera saga leiksins í dag.
58. mín
Atli Sigurjónsson nær sendingu fyrir af hægri vængnum eftir mikila baráttu. Ármann Pétur er mættur á fjærstöngina til að klára færið en varnarmaður Grindavíkur nær að reka hausinn í boltann og slá Ármann útaf laginu og hann nær bara að reka hnéið í boltann sem fer svo beint í fangið á Óskari í markinu.
60. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrn á hægri vængnum, rétt fyrir utan teig nánast við endalínu Þórs en sendingin kemst ekki framhjá fyrsta varnarmanni Þórs.
63. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík)
Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Ramsey er mættur til leiks, ætlar hann að hressa upp á dapran leik með smá töfrabrögðum?
64. mín
Jóhann Helgi á gott skot af hægra vítateishorninu sem fér rétt yfir mark Grindavíkur.
67. mín
Orri Freyr Hjaltalín nær ágætis skalla að marki Þór en Rajkovic er rétt staðsettur og grípur boltann nokkuð auðveldlega. Þórsarar eru að undirbúa skiptingu.
68. mín
Inn:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
69. mín
Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Þór )
Gunnar Már er ósáttur við að það sé dæmt brot á hann og mótmælir með því að henda boltanum í jörðina, Kristinn er lítið sáttur með það og spjaldar hann.
73. mín
Jóhann Helgason liggur í grasinu eftir viðskipti við Janez Vrenko. Sá ekki betur en að Vrenko hafi þarna slegið frá sér í pirring, heppinn að dómari leiksins sá þetta ekki því þá væri hann hugsanlega á leið í sturtu.
78. mín
Grindvíkingar virðast vera að taka völdin hér og eru að ná að halda boltanum. Leikmenn Þórs aftur á móti búnir að færa sig aftar.
81. mín
Ramsey með frítt skot rétt fyrir utan teig, skotið laust og Srdjan grípur boltann auðveldlega.
83. mín
Ramsey aftur með frítt skot fyrir utan teig... laust... beint í hendurnar á Rajkovic. Það er næstum hægt að nota copy-paste hér í seinni hálfleik, hann er að ná í afreki að vera enn leiðinlegri en sá fyrri en lokaspretturinn er eftir, mörk takk!
85. mín
David Diztl á fína sendingu inn í boxið þar sem Jóhann Helgi á nokkuð auðvelt verk eftir til að koma boltanum í netið en hann hittir ekki boltann.
86. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið hjá Þór hægra megin á vellinum, þetta er drauma staða fyrir Ramsey en skotið hans er vel varið hjá Rajkovic. Í þetta sinn var þetta bara fínasta skot og ekki beint á markmanninn, þetta er að skríða í rétta átt hér kæru lesendur.
90. mín
Jóhann Hlegi á ágætis sprett af vinstri vængnum sem endar með skoti en Óskar Pétursson á ekki í neinum vandræðum með að grípa boltann enda beint á hann.
90. mín
Það er allt að verða vitlaust! Clark Keltie fellur og Kristinn Jakobsson dæmir aukaspyrnu. Derek Young er langt frá því að vera sáttur og sparkar í Keltie á meðan hann liggur í grasinu og fær bara gult spjald fyrir sem verður að teljast nokkuð vel sloppið.
90. mín
Núna er Kristinn Jakobsson endanlega búinn að missa það. Ramsey kemur á flugi í tveggja fóta tæklingu en leikmaður Þórs nær að forða sér. Ramsey fær aftur á móti aðeins gult spjald fyrir, glórulaus dómur!
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
Óli Baldur Bjarnason
('63)
Jósef Kristinn Jósefsson
('68)
8. Jóhann Helgason
17. Magnús Björgvinsson
('74)
25. Alexander Magnússon
Varamenn:
9. Matthías Örn Friðriksson
('68)
10. Scott Ramsay
('63)
20. Stefán Þór Pálsson
('74)
Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld: