ÍBV
2
1
Saint Patrick's
Matt Garner
'82
1-0
Eyþór Helgi Birgisson
'97
2-0
2-1
Stephen O'flynn
'99
12.07.2012 - 19:30
Hásteinsvöllur
Evrópudeild UEFA
Aðstæður: Rjómablíða og völlurinn í toppstandi.. Búið að vökva.
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs
Maður leiksins: Brendan Clarke
Hásteinsvöllur
Evrópudeild UEFA
Aðstæður: Rjómablíða og völlurinn í toppstandi.. Búið að vökva.
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs
Maður leiksins: Brendan Clarke
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Varamenn:
11. Víðir Þorvarðarson
Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Tryggvi Guðmundsson ('116)
Eyþór Helgi Birgisson ('109)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðann daginn kæru lesendur fotbolta.net!
Hér mun fara fram sannkallaður stórleikur á Hásteinsvelli kl 19:30 þegar að ÍBV mætir Saint Patrick's í Evrópudeildinni. Fyrri viðureign þessara liða fór fram á Írlandi og endaði sá leikur 1-0 fyrir heimamönnum Saint Patrick's.
Þessi lið mættust einnig í 1 umferð Evrópudeildarinn í fyrra og þá unnu eyjamenn fyrri leikinn 1-0 með marki frá Tryggva Guðmunds en töpuðu síðan 2-0 á Írlandi.
Hér mun fara fram sannkallaður stórleikur á Hásteinsvelli kl 19:30 þegar að ÍBV mætir Saint Patrick's í Evrópudeildinni. Fyrri viðureign þessara liða fór fram á Írlandi og endaði sá leikur 1-0 fyrir heimamönnum Saint Patrick's.
Þessi lið mættust einnig í 1 umferð Evrópudeildarinn í fyrra og þá unnu eyjamenn fyrri leikinn 1-0 með marki frá Tryggva Guðmunds en töpuðu síðan 2-0 á Írlandi.
Fyrir leik
Leikskýrslan kemur hér inn um leið og við fáum hana í hendurnar.
Það má búast við hörkuleik hér í blíðunni í eyjum, frábært fótboltaveður og allt að frétta!
Það má búast við hörkuleik hér í blíðunni í eyjum, frábært fótboltaveður og allt að frétta!
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson tæpur í bakinu og er þar með á bekknum hjá ÍBV í kvöld. Tonny og Olsen voru báðir meiddir á móti KR í bikarnum á sunnudaginn en koma báðir inn í liðið í kvöld.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Aleksandrs Anufrijevs og honum til aðstoðar verða Haralds Gudermanis, Aleksejs Griscenko og fjórði dómari er Andris Treimanis. Þessir ágætu menn koma frá Lettlandi.
Fyrir leik
Liðin eru farinn inn í klefa og þar með fer leikurinn að hefjast eftir örfáar mínútur.
3. mín
Völlurinn var vel vökvaður fyrir leik og það sést, menn mikið í því að renna á hausinn hér í byrjun
5. mín
Matt Garner vinnur boltann vel á miðjunni og fer með hann út í horn þar sem Tonny tekur hann af honum og reynir sendingu fyrir en enginn mættur i boxið!
7. mín
George Baldock gerir vel, hleypur framhjá 2 leikmönnum Saint Patrick's og reynir síðan stungusendingu á Olsen, en dæmdur rangstæður. Flott spil hjá ÍBV.
9. mín
Þórarinn Ingi með flott tilþrif þar sem hann sendir boltann inn fyrir vörn Saint Patrick's á Christian Olsen, en Olsen rangstæður aftur. Eyjamenn virðast sterkari þessar fyrstu mínútur leiksins.
12. mín
Garner með aukaspyrnu frá sínum eigin vallarhelming, boltinn yfir vörn Saint Patrick's manna á Christian Olsen en hann setur hann yfir markið, reynir að taka hann viðstöðulaust yfir Brendan Clarke markmann.
14. mín
Gerard O'Brien með flotta sendingu inn í teig eyjamanna þar sem Anthony Flood skallar boltann en Abel stekkur vel út úr markinu og handsamar knöttin rétt.
18. mín
Tonny Mawejje vinnur boltann í loftinu, tekur hann niður og reynir síðan hriiikalega laust skot sem þraukar ekki að marki Saint Patrick's
20. mín
Eins og kom hér fram áður er leikurinn búinn að vera jafn, og liðin eru búin að vera mikið í því að flengja boltanum í laus svæði á vellinum.
23. mín
Góð sókn hjá ÍBV. Þórarinn Ingi með frábæra sendingu inn í teiginn þar sem Christian Olsen stingur sér fyrir framan varnarmenn Saint Patrick's og nær góðum skalla á markið en Brendan Clarke ver glæsilega!
26. mín
Arnór Eyvar með sendingu fyrir markið en þar er Brendan Clarke mættur enn og aftur og handsamar knöttin!
29. mín
Brendan Clarke hleypur út úr boxinu sínu til þess að negla boltanum upp í stúku en lendir á ,,veggnum'' Tonny Mawejje og meiðir sig örlítið
33. mín
Tonny vinnur aukaspyrnu , Ian Jeffs tekur spyrnuna og ég hreinlega veit ekki hvort þetta var skot eða sending...hrikaleg spyrna.
35. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu nálægt hornfánanum. Gummi Tóta tekur hana stutt á Ian Jeffs sem kemur með lúmska sendingu fyrir markið þar sem Christian Olsen lendir í klafsi en nær síðan föstu skoti á markið en Brendar vinur okkar Clarke ver boltann vel út úr teignum þar sem Arnór Eyvar fær boltann og reynir annað skot sem Brendan ver í horn, ekkert varð út úr hornspyrnunni og leikmenn Saint Patrick's halda boltanum.
38. mín
Christian Olsen í dauðafæri. Ian Jeffs með flotta sendingu og Olsen tók hann í fyrsta en Clarke í markinu varði frábærlega.
39. mín
Stuðningsmenn Saint Patrick's hressir í gömlu stúkunni hér á Hásteinsvelli og láta vel í sér heyra, sennilega búnir að dæla í sig nokkrum köldum. Flott stemning hér í eyjum!
44. mín
George Baldock er tekinn niður rétt fyrir utan vítateig Saint Patrick's og fær verðlaunaða aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Kenny Browne fær gult í refsingu!
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér í eyjum, flottur leikur sem gæti farið hvernig sem er !
45. mín
Leikmenn liðanna að týnast á völinn aftur. Þannig að seinni hálfleikurinn fer alveg að byrja.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum í hálfleik.
46. mín
George Baldock gaf á Ian Jeffs sem ætlaði að reyna skot eða sendingu sem endaði í höndnum á Clarke
51. mín
Inn:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Út:Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
Tryggvi Guð/TG#9 í stað Arnórs, stuðningsmenn ÍBV kunna vel að meta það að markakóngur Íslands sé að koma hér inn á!
57. mín
Sean Kevin O'connor gerði vel, tók boltann niður og hljóp síðan framhjá Brynjari Gauta en átti skot hátt yfir!
65. mín
Sókn hjá eyjamönnum. Hár bolti inn á teig Saint Patrick's og Matt Garner flikkar honum inn fyrir á Rasmus sem skýtur föstu skoti rétt framhjá!
70. mín
Þórarinn Ingi með hræðileg mistök, missti boltann á miðjunni sem aftasti maður og Jake Kelly tekur góðan sprett í átt að marki eyjamanna en nær ekki að skjóta boltanum að marki og Abel étur hann!
73. mín
Gult spjald: Christopher Forrester (Saint Patrick's)
Fyrir að pota boltanum í burtu
77. mín
Eyjamenn virðast þreyttir, enda mikið búið að hlaupa. Hinsvegar lítur lið Saint Patrick's vel út þessa stundina og pressa út um allan völl!
82. mín
MARK!
Matt Garner (ÍBV)
MAAARK!
Boltinn hátt í lofti og Gunnar Már skallar hann inn í markmannsboxið og þar er Tryggvi Guðmunds mættur og neglir boltanum í markmann Saint Patrick's og síðan Brynjar Gauti sem á annað skot sem Brendan Clarke markvörður ver aftur og loksins er það Matt Garner sem skýtur boltanum upp í þaknetið. Eyjamenn komnir yfir og það þýðir að það er jafnt í viðureign þessara liða og framlenging blasir við!
Boltinn hátt í lofti og Gunnar Már skallar hann inn í markmannsboxið og þar er Tryggvi Guðmunds mættur og neglir boltanum í markmann Saint Patrick's og síðan Brynjar Gauti sem á annað skot sem Brendan Clarke markvörður ver aftur og loksins er það Matt Garner sem skýtur boltanum upp í þaknetið. Eyjamenn komnir yfir og það þýðir að það er jafnt í viðureign þessara liða og framlenging blasir við!
87. mín
Þetta er hrikalega jafnt, boltinn fer fram og til baka! Baráttan er mikil og menn fara í alla bolta sem í boði eru!
88. mín
Hornspyrna sem eyjamenn eiga, Guðmundur Þórarinnson tekur hana og boltinn fer beint í fætur Gunnars Má sem vippar honum inn í boxið þar sem Brynjar Gauti á lausan skalla á Brendan Clarke!
90. mín
Við erum á leiðinni í framlengingu hér á Hásteinsvelli í eyjum!
,,WHAT A GAME'' - sagði þessi ágæti írski maður sem situr við hlið mér, og ég er sammála honum.
,,WHAT A GAME'' - sagði þessi ágæti írski maður sem situr við hlið mér, og ég er sammála honum.
95. mín
Saint Patrick's fá aukaspyrnu aðeins fyrir utan teig.
Boltinn inn í boxið hjá Abel og hann hirðir knöttin, en það skiptir engu þar sem það er dæmt rangstöðu
Boltinn inn í boxið hjá Abel og hann hirðir knöttin, en það skiptir engu þar sem það er dæmt rangstöðu
97. mín
MARK!
Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
GOAL GOAL GOAL GOAL !
Þórarinn Ingi sendir boltan inn í teig Saint Patrick's og þar fær Eyþór Helgi boltan beint í fæturnar og er ,,cold as ice'' og leggur hann í fjærhornið!
Þórarinn Ingi sendir boltan inn í teig Saint Patrick's og þar fær Eyþór Helgi boltan beint í fæturnar og er ,,cold as ice'' og leggur hann í fjærhornið!
99. mín
MARK!
Stephen O'flynn (Saint Patrick's)
Þvílíkt og annað eins, Saint Patrick's skora.. sending inn fyrir vörn eyjamanna og Stephen O'flynn er sterkari aðilinn þar og hleypur eins og jarðýta í gegn og setur hann framhjá Abel!
Saint Patrick's eru áfram í keppnini eins og staðan er núna!
Saint Patrick's eru áfram í keppnini eins og staðan er núna!
107. mín
Saint Patrick's fengu aukaspyrnu nálægt hornfánanum, boltinn fór inn í boxið en Abel handsamaði knöttin!
109. mín
Gult spjald: Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Eyþór Helgi var of seinn með tæklinguna á Browne.
112. mín
Eyjamenn reyna allt sem þeir geta til þess að bæta við þessu marki sem vantar, en það gengur illa þar sem Saint Patrick's pressa þá vel og hleypa þeim ekki í átt að teignum!
116. mín
Gult spjald: Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Fyrir kjaft, Aleksanrs lætur ekki vaða yfir sig!
118. mín
Saint Patrick's fær aukaspyrnu 30-40 metrum frá marki og stúkurnar hér á Hásteinsvelli tryllast! Saint Patrick's menn eru byrjaðir að tefja!
Byrjunarlið:
1. Brendan Clarke (m)
2. Gerard O'Brien
4. Conor Kenna
6. Greg Bolger
7. Darren Meenan
('59)
8. James Patrick Chambers
11. Sean Kevin O'connor
12. Ian Bermingham
15. Kenny Browne
17. Christopher Forrester
('80)
25. Anthony Flood
('68)
Varamenn:
16. Barry Murphy (m)
3. Jake Carroll
('80)
5. Aidan Price
13. Patrick Flynn
18. John Russell
19. Jake Kelly
('59)
20. Stephen O'flynn
('68)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Christopher Forrester ('73)
Kenny Browne ('44)
Rauð spjöld: