Þróttur R.
3
3
Fjölnir
Vilhjálmur Pálmason
'8
1-0
1-1
Bjarni Gunnarsson
'12
Helgi Pétur Magnússon
'57
, víti
2-1
2-2
Illugi Þór Gunnarsson
'79
, víti
2-3
Illugi Þór Gunnarsson
'89
Vilhjálmur Pálmason
'90
3-3
12.07.2012 - 20:00
Valbjarnarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Maður leiksins: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Valbjarnarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Maður leiksins: Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
('88)
Erlingur Jack Guðmundsson
1. Ögmundur Ólafsson (m)
4. Helgi Pétur Magnússon
9. Arnþór Ari Atlason
('89)
11. Halldór Arnar Hilmisson
14. Hlynur Hauksson
22. Andri Gíslason
('73)
27. Oddur Björnsson
Varamenn:
25. Snæbjörn Valur Ólafsson (m)
2. Kristján Einar Auðunsson
7. Daði Bergsson
('73)
21. Ingvar Þór Ólason
22. Guðfinnur Þórir Ómarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ingvar Þór Ólason ('79)
Helgi Pétur Magnússon ('63)
Arnþór Ari Atlason ('37)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Fjölnis í elleftu umferð fyrstu deildar karla.
Fyrir leik
Hrafn Davíðsson, sem varði mark Fjölnis frá 2008 og þar til í fyrra, rífur fram hanskana og stendur á milli stanganna í dag. Hrafn er í námi erlendis og ætlaði ekkert að spila í sumar en hann mun standa vaktina í dag til að leysa markmannsvandræði Fjölnismanna.
Marteinn Örn Halldórsson fékk rauða spjaldið í síðasta leik og Steinar Örn Gunnarsson aðalmarkvörður Fjölnismanna er frá keppni vegna meiðsla. Gunnar Sigurðsson, markmannsþjálfari, kom inn á fyrir Martein í síðasta leik og stóð sig vel en þessi gamla kempa mun fylgjast með af bekknum í dag.
Marteinn Örn Halldórsson fékk rauða spjaldið í síðasta leik og Steinar Örn Gunnarsson aðalmarkvörður Fjölnismanna er frá keppni vegna meiðsla. Gunnar Sigurðsson, markmannsþjálfari, kom inn á fyrir Martein í síðasta leik og stóð sig vel en þessi gamla kempa mun fylgjast með af bekknum í dag.
Fyrir leik
Bergsveinn Ólafsson er kominn aftur í vörn Fjölnis eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Við það fer Geir Kristinsson á bekkinn.
Það er ein breyting á liði Þróttar sem vann Selfoss í bikarnum. Andri Gíslason sem kom inná sem varamaður í þeim leik og skoraði eitt og lagði upp annað er kominn í byrjunarliðið fyrir Guðfinn Þóri Ómarsson.
Það er ein breyting á liði Þróttar sem vann Selfoss í bikarnum. Andri Gíslason sem kom inná sem varamaður í þeim leik og skoraði eitt og lagði upp annað er kominn í byrjunarliðið fyrir Guðfinn Þóri Ómarsson.
8. mín
MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Þróttarar komast yfir eftir mistök í vörn Fjölnis. Pablo Punyed gerir sig sekan um slæm mistök þegar hann missir boltann í eigin vítateig. Boltinn berst á Andra Gíslason sem hittir ekki boltann í dauðafæri en það kemur ekki að sök því að boltinn endar hjá Vilhjálmi Pálmasyni sem skorar með skoti í slána og inn. Boltinn fór tvívegis í slána og á línuna og á endanum dæmdi Örvar Sær mark eftir þónokkra reikistefnu. Ekki var þó hægt að sjá annað en að boltinn hafi farið inn og Fjölnismenn mótmæltu ekki.
10. mín
Fjölnismenn höfðu haldið hreinu í fjórum leikjum í röð fyrir þennan leik en Þróttarar hafa núna brotið ísinn.
12. mín
MARK!
Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Fjölnismenn eru ekki lengi að jafna og það gera þeir með laglegu marki. Hægri bakvörðurinn Árni Kristinn Gunnarsson átti góðan sprett upp völlinn og gaf Þóri Guðjónsson sem komst upp að endamörkum. Þórir notaði vinstri fótinn sinn til að vippa boltanum út í teiginn á Bjarna sem skoraði með viðstöðulausu skoti á lofti.
23. mín
Vilhjálmur Pálmason á hörkusprett þar sem hann klobbar meðal annars hinn stóra og stæðilega Hauk Lárusson. Vilhjálmur kemst inn á teiginn og á hörkuskot en það fer beint á Hrafn sem slær boltann til hliðar.
30. mín
Fyrsti hálftíminn hefur verið fjörugur hér í Laugardalnum. Bæði lið eru búin að eiga álitlegar sóknir en það vantar aðeins upp á úrslitasendinguna.
37. mín
Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Þróttur R.)
Örvar Sær rífur gula spjaldið upp í fyrsta skipti í kvöld en miðjumaðurinn ungi Arnþór Ari Atlason fer í bókina.
38. mín
Bjarni Gunnarsson fær fínt færi en skot hans fer beint á Ögmund í markinu. Bjarni fær frákastið beint til sín en skot hans fer yfir. Bjarni hefði getað gert betur þarna...
40. mín
Andri Gíslason fær ágætis færi fyrir Þrótt en skot hans fer framhjá. Andri átti góða innkomu í 3-0 bikarsigrinum gegn Selfyssingum í síðasta leik en hann skoraði þá eitt mark og lagði upp annað.
43. mín
Silfurrefurinn Viðar Helgason er annar af aðstoðardómurunum í kvöld. Viðar er að sjálfsögðu beint á móti sólinni til að vinna í taninu.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés hér á Valbjarnarvelli og staðan er 1-1. Jafn leikur og ómögulegt að spá fyrir síðari hálfleikinn.
45. mín
Einn annar leikur er í fyrstu deildinni í kvöld. Haukar eru 1-0 yfir gegn Víkingi R. þar sem Viktor Unnar Illugason skoraði eina markið undir lok fyrri hálfleiks.
46. mín
DJinn á Valbjarnarvelli var með íslenskt þema í leikhléi. Hann þarf þó að lækka í græjunum núna þar sem Örvar Sær hefur flautað síðari hálfleikinn á.
46. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Út:Ómar Hákonarson (Fjölnir)
Guðmundur Karl kemur inn á í senterinn hjá Fjölni.
49. mín
Illugi Þór Gunnarsson, fyrirliði Fjölnis, fær fyrsta færið í síðari hálfleik en hann skýtur beint á Ögmund frá vítateigslínu.
50. mín
Hrafn fer í misheppnað úthlaup og Arnþór Ari fellur við eftir viðskipti þeirra. Boltinn dettur á Andra Gíslason sem er í fínu færi en Hrafn nær að skutla sér og bjarga í horn. Þróttarar vilja vítaspyrnu þar sem Arnþór Ari féll við en Örvar Sær dæmir ekkert.
57. mín
Þróttarar fá vítaspyrnu. Andri Gíslason sleppur í gegn og ætlar að leika á Hrafn en markvörðurinn brýtur á honum. Örvar Sær gefur Hrafni gula spjaldið í stað þess rauða. Fjölnismenn missa því ekki markvörðinn af velli líkt og í síðasta leik gegn Þór.
57. mín
Mark úr víti!
Helgi Pétur Magnússon (Þróttur R.)
Helgi Pétur skorar í mitt markið og Þróttarar leiða!
60. mín
Guðmundur Karl Guðmundsson fær færi eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri Aroni en Þróttarar bjarga á síðustu stundu.
63. mín
Græjurnar bilaðar hjá Þrótturum og vallarkynnirinn gat loksins núna tilkynnt að Helgi Pétur hefði skorað.
74. mín
Gamla brýnið Halldór Hilmisson á magnaðan sprett frá miðju sem endar með skoti í stöngina. Halldór var að sleppa í gegn en hraðinn var ekki nógu mikill og tveir varnarmenn Fjölnis voru að komast fyrir hann. Þá bauð Halldór upp á gamalt og gott bragð þegar hann hótaði skotinu og fór síðan á vinstri fótinn en skot hans fór í stöngina.
78. mín
Fjölnismenn fá vítaspyrnu! Ásgeir Aron Ásgeirsson á skot sem Erlingur Jack Guðmundsson hendir sér fyrir en fær boltann í hendina. Örvar ætlar ekki að dæma neitt en eftir nokkrar sekúndur flaggar Viðar Helgason aðstoðardómari og í kjölfarið er vítaspyrnan dæmd.
,,Þetta er hlægilegt, ég sé þetta héðan," segir Páll Einarsson þjálfari Þróttar brjálaður yfir dómnum. Boltinn virtist hins vegar fara í hendina á Erlingi og því um réttan dóm að ræða.
,,Þetta er hlægilegt, ég sé þetta héðan," segir Páll Einarsson þjálfari Þróttar brjálaður yfir dómnum. Boltinn virtist hins vegar fara í hendina á Erlingi og því um réttan dóm að ræða.
79. mín
Mark úr víti!
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Illugi skorar af öryggi og opnar markareikning sinn í sumar.
79. mín
Gult spjald: Ingvar Þór Ólason (Þróttur R.)
Gamla kempan og málarameistarinn Ingvar Þór Ólason var ekki ánægður með vítaspyrnudóminn og lét í sér heyra þegar hann var að hita upp fyrir aftan markið. Örvar Sær spjaldar Ingvar fyrir vikið.
81. mín
Guðmundur Karl fær fínt færi til að koma Fjölni yfir en Ögmundur ver skot hans í horn.
89. mín
MARK!
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Fjölnismenn eru komnir yfir! Illugi skorar með frábæru skoti af 25 metra færi í bláhornið og gestirnir fagna vel og innilega. ,,Í Grafarvogi er gott að búa, þar er gott að vera til" syngja stuðningsmennirnir.
90. mín
MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Þvílík dramatík, Þróttarar jafna! Daði Bergsson leggur boltann út á Vilhjálm sem skorar með skoti úr vítateigsboga.
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
('88)
9. Þórir Guðjónsson
15. Haukur Lárusson
Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
('88)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
('46)
Liðsstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Gul spjöld:
Guðmundur Karl Guðmundsson ('90)
Rauð spjöld: