City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
3
2
Fram
Christian Olsen '26 1-0
Christian Olsen '60 2-0
2-1 Kristinn Ingi Halldórsson '62
Þórarinn Ingi Valdimarsson '81 , víti 3-1
3-2 Steven Lennon '86
15.07.2012  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi deildin
Aðstæður: Blíða í eyjum, nánast logn.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 552
Maður leiksins: Christian Olsen
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
11. Víðir Þorvarðarson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir Fótbolta.net. Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik ÍBV og Fram í 11.umferð pepsi deildar karla. Leikurinn hefst kl 16:00 og munum við lýsa öllu hér.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Þess má geta að Sam Tillen er ekki í hóp Framara í dag vegna þess að hann er að taka út leikbann og hjá ÍBV er Gunnar Már að koma inn í liðið fyrir Ian Jeffs.

Tryggvi Guðmundsson er tæpur í baki og vermir þar með bekkinn hjá eyjamönnum.

Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Liðin komin út á völl og byrjuð að hreyfa sig !
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Birkir Kristinsson fyrrverandi markvörður ÍBV til margra ára er mættur aftur á sinn gamla heimavöll sem markmannsþjálfari Framara.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Flott tónlist sem hljómar hér á Hásteinsvelli, U2-Beautiful day á vel við!
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Liðin eru farinn inn í klefa. Þannig að leikurinn fer að hefjast hérna á Hásteinsvelli eftir örfáar mínútur.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikmenn liðanna að ganga inn á völlinn. Leikurinn alveg að fara að hefjast.
Jóhann Norðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn !.
Jóhann Norðfjörð
2. mín
Christian Olsen hirðir boltan af Hlyn Atla rétt fyrir utan vítateig Framara og kemst síðan í skotið sem er rétt framhjá, eyjamenn byrja að krafti!
Jóhann Norðfjörð
Páll Magnús Pálsson
Fallegt #ÍBVFRAM
http://pic.twitter.com/B6mVzjwP
Jóhann Norðfjörð
11. mín
Eyjamenn búnir að vera duglegir fyrir framan vítateig Framara, búnir að reyna nokkur skot sem fara þó ekki að marki
Jóhann Norðfjörð
14. mín
Steven Lennon með hættulega sendingu meðfram jörðu inn í boxið, en Abel gerir vel og kemst fyrir þann bolta!
Jóhann Norðfjörð
17. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu
Jóhann Norðfjörð
18. mín
Sveinbjörn Jónsson ætlar sér að hreinsa og gerir það á sérstakan hátt þar sem hann bombar boltanum í átt að sínu eigin marki, eyjamenn fengu aðra hornspyrnu og ekkert varð úr henni
Jóhann Norðfjörð
20. mín
Þórarinn Ingi prjónar sig upp kantinn en nær ekki sendingu fyrir markið, eyjamenn halda boltanum enn fyrir utan teig Framara.
Jóhann Norðfjörð
22. mín
Kristján Hauksson fyrirliði Framara brýtur á Olsen fyrir utan teig, eyjamenn fá aukaspyrnu og hana tók Guðmundur Þórarinsson sem sendi boltan á Gunnar Má og hann skallaði í átt að marki en Ögmundur hélt honum vel!
Jóhann Norðfjörð
23. mín
Steven Lennon með flotta sendingu fyrir markið þar sem boltin fór í gegnum ,,pakkan'' og Almar var mættur á fjær og tók hann í fyrsta en náði ekki að stýra honum í hornið, boltin í hliðarnetið og ekkert varð úr þessu.
Jóhann Norðfjörð
26. mín MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Þórarinn Ingi ,,chippar'' boltanum í varnarmann Framara og boltin beint á Christian ,,Speedy'' Olsen sem klárar þetta frábærlega. 1-0 fyrir heimamönnum!
Jóhann Norðfjörð
27. mín
Eyjamenn sterkari þessa stundina og hleypa Framörum ekki yfir miðju
Jóhann Norðfjörð
28. mín
Tonny með langa sendingu á Olsen sem tekur hann niður og reynir síðan að lyfta honum yfir Ögmund í markinu, flott tilraun en gekk ekki upp
Jóhann Norðfjörð
30. mín
Alan Lowing með sendingu fyrir markið og þar er Kristinn Ingi mættur með Rasmus límdann við sig og gerir honum þar með erfitt fyrir til þess að stýra boltanum að marki
Jóhann Norðfjörð
32. mín
Almarr Ormarsson með flotta sendingu inn fyrir vörn eyjamanna og þar er Steven Lennon mættur, einn á móti Abel en Abel ver vel í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
Jóhann Norðfjörð
38. mín
Framarar svona aðeins að sækja í sig veðrið þó án þess að ná að skapa sér almennileg marktækifæri.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Þarna skall hurð nærri hælum. Hornspyrna sem Framarar fengu og Abel fór í skógarferð og þar náði Sveinbjörn skoti en yfir markið.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Kominn hálfleikur á Hásteisvelli.
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Í fyrri hálfleiknum byrjuðu ÍBV mun betur og voru kraftmeiri í sínum aðgerðum. Þeir gerðu gott mark á 26 mínútu þegar Þórarinn Ingi vippaði í Kristján Hauksson og barst þaðan til Olsen sem að náði góðu skoti og kom ÍBV yfir. Eftir þetta náði Olsen öðru góðu skoti en boltinn yfir. Framarar fengu svo eitt færi þegar Steven Lennon slapp í gegn en Abel gerði vel í markinu hjá ÍBV. En eftir þetta þá dó leikurinn algjörlega niður. Fínt fyrir bæði lið að komast í hálfleik og endurskipuleggja sinn leik
Jóhann Norðfjörð
45. mín
Leikurinn að byrjaður aftur. ÍBV byrjar með boltann.
Jóhann Norðfjörð
46. mín
Virkilega slök mæting hérna á Hásteinsvelli, aðeins 552 áhorfendur.
Jóhann Norðfjörð
56. mín
Framarar búnir að vera sterkari aðilinn síðustu mínútur, halda boltanum mun betur og eru að reyna að skapa sér færi. Rétt í þessu var Sveinbjörn að reyna skot rétt fyrir utan teig, skotið var laust og lítið að frétta
Jóhann Norðfjörð
60. mín MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Gunnar Már með flotta sendingu meðfram jörðu í gegnum vörn Framara og þar er Christian ,, Speedy'' Olsen sem hleypur eins og vindurinn í átt að Ögmundi og klárar síðan með því að leggja boltan í hornið!

Frábær sókn, Olsen kominn með 2.. stefnir allt í ,,hat trick hero''
Jóhann Norðfjörð
62. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Lennon með hornspyrnu fyrir Framara og þar stekkur Sveinbjörn manna hæst í teignum og skallar hann fyrir markið og þar er hann Kristinn Ingi sem tekur hann niður, snýr baki í markið og leggur hann í hornið!

Allt að gerast, 62 mínútur búnar og 3 mörk.
Jóhann Norðfjörð
63. mín
Inn:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Jóhann Norðfjörð
65. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV) Út:Christian Olsen (ÍBV)
Christian Olsen búinn að setja 2 mörk og er síðan tekinn útaf fyrir Eyþór Helga sem er búinn að skora 2 leiki í röð.
Jóhann Norðfjörð
70. mín
Brynjar Gauti reynir skot langt fyrir utan teig sem fer vel yfir
Jóhann Norðfjörð
71. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
Jóhann Norðfjörð
72. mín
Tonny með bolta fyrir markið og Eyþór helgi rétt svo nær skallanum, skallinn laus enda erfiður bolti.
Jóhann Norðfjörð
74. mín
Arnór Eyvar með flotta tilraun, skaut langt frá og boltinn rétt svo yfir
Jóhann Norðfjörð
76. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
Gunnar Már eitthvað slappur í hnénu og skiptir hér við engan annan en Andra Ólafsson sem er að koma inn á í sínum fyrsta deildarleik á þessu tímabili.
Jóhann Norðfjörð
79. mín
Steven Lennon með góða hornspyrnu sem Jón Gunnar skallar í jörðina, boltinn skoppar í átt að marki en Abel gerði vel og stökk á móti og greip knöttin.
Jóhann Norðfjörð
81. mín Mark úr víti!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Ásgeir Gunnar heldur Andra Ólafssyni þegar að boltinn er i loftinu á leiðinni inn í teig, Kristinn Jakobsson dæmir vítaspyrnu og þar er það Þórarinn Ingi Valdimarsson sem stígur á punktinn og skorar að miklu öryggi, fagnaði síðan skemmtilega með því að taka 10-15 armbeygjur.
Jóhann Norðfjörð
83. mín
Inn:Orri Gunnarsson (Fram) Út:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Jóhann Norðfjörð
Arnar Daði Arnarsson
3-1 Þorarinn ingi ur viti og tok armbeygjur i fagninu #fotbolti
www.http://yfrog.com/h4yd9vaj
Jóhann Norðfjörð
84. mín
Steven Lennon átti aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, boltinn laus og Abel þurfti rétt að hoppa til hliðar til þess að grípa hann.
Jóhann Norðfjörð
86. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
Steven Lennon prjónaði sig í gegnum vörn eyjamanna og vippaði honum síðan framhjá Abel.

Mjög vel gert hjá Lennon!
Jóhann Norðfjörð
89. mín Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Kristinn gerði vel og brunaði upp kantinn, tók þrjá menn á og síðan var brotið á honum. Hann stóð upp og sagði orðrétt ,, Dómari.. þetta er spjald, anskotinn hafi það'' - Kristinn Jakobs lætur menn ekki tala svona og gaf honum spjald í verðlaun.
Jóhann Norðfjörð
90. mín
Venjulegur leiktími er liðinn, ekki var gefið upp hversu mikið var bætt við
Jóhann Norðfjörð
Leik lokið!
Leikurinn er búinn hér á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Flottur leikur, markaveisla og mikið um færi.
Verður þó að teljast sanngjarn sigur, eyjamenn voru sterkari frá byrjun og ætluðu sér þessi 3 stig alla leið.

Takk fyrir mig.
-Jóhann Norðfjörð
Jóhann Norðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson ('71)
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('63)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('83)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Ingi Halldórsson ('89)

Rauð spjöld: