ÍR
2
1
Leiknir R.
0-1
Pétur Már Harðarson
'29
Jón Gísli Ström
'42
1-1
Guðmundur Gunnar Sveinsson
'86
2-1
Eyjólfur Tómasson
'90
17.07.2012 - 20:00
Hertz völlurinn
1. deild karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Hertz völlurinn
1. deild karla
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
Trausti Björn Ríkharðsson
7. Jón Gísli Ström
('84)
7. Elvar Páll Sigurðsson
8. Aleksandar Alexander Kostic
('46)
10. Nigel Quashie
17. Guðjón Gunnarsson
27. Viggó Kristjánsson
Varamenn:
25. Þórir Guðnason (m)
Atli Guðjónsson
9. Andri Björn Sigurðsson
('46)
16. Arnþór Sigurðsson
('76)
24. Jakub Sebastian Warzycha
28. Davíð Einarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá nágrannaslag ÍR og Leiknis í 11. umferð 1. deildar karla.
12. mín
Leikurinn er í jafnvægi í byrjun og við bíðum ennþá eftir fyrsta færinu. Stuðningsmenn beggja liða eru að sjálfsögðu fjölmennir í stúkunni og stemningin er góð.
20. mín
Leiknismenn eru líklegri þessa stundina. Fannar Þór Arnarsson á skot fyrir utan vítateig en boltinn fer yfir markið.
24. mín
Var þessi inni? Óttar Bjarni Guðmundsson á skalla eftir hornspyrnu, Brynjar Örn ver boltann í stöngina og síðan ná ÍR-ingar að hreinsa á línu. Einhverjir Leiknismenn vilja meina að boltinn hafi verið inni en ómögulegt er að sjá það héðan.
29. mín
MARK!
Pétur Már Harðarson (Leiknir R.)
Leiknismenn uppskera mark á endanum og það er ansi laglegt. Kristján Páll Jónsson á fyrirgjöf frá hægri og Pétur Már Harðarson skorar með viðstöðulausu skoti á lofti frá vítateigslínu.
40. mín
Leiknismenn nálægt því að bæta við marki! Damir Mumunovic á hælspyrnu sem fer í slána og yfir í kjölfarið á hornspyrnu.
42. mín
MARK!
Jón Gísli Ström (ÍR)
ÍR-ingar jafna! Jóhann Arnar Sigurþórsson á flottan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf hans ratar síðan framhjá varnarmönunm Leiknis og á fjærstöng þar sem Jón Gísli Ström skorar auðveldlega í autt markið.
43. mín
Jón Gísli fékk höfuðhögg í skallaeinvígi fyrr í leiknum og leikur með sárabindi og í nýrri treyju. Hann fagnaði markinu á einkennilegan hátt með því að labba einn upp að áhorfendastúkunni en félagar hans höfðu lítið fyrir því að elta hann.
45. mín
Örvar Sær flautar til leikhlés í Neðra Breiðholtinu. Leiknismenn réðu logum og lofum lengst af í fyrri hálfleiknum og komust verðskuldað yfir en ÍR-ingar hresstust aðeins í síðari hluta hálfleiksins og uppskáru jöfnunarmark þegar Jón Gísli Ström skoraði. Vonum að fleiri mörk líti dagsins ljós í síðari hálfleik.
45. mín
Þrátt fyrir að um grannaslag sé að ræða þá hefur ekkert gult spjald litið dagsins ljós ennþá. Baráttan á eflaust einnig eftir að aukast í síðari hálfleiknum.
46. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (ÍR)
Út:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR)
Síðari hálfleikurinn er hafinn. ÍR-ingar skipta um framherja og Andri BJörn Sigurðsson mætir upp á topp.
60. mín
Síðari hálfleikurinn hefur verið afar rólegur fram að þessu og lítið í kortunum.
66. mín
Pétur Már Harðarson fær ágætis færi til að bæta við marki en hann skýtur framhjá markinu.
69. mín
Inn:Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Út:Stefán Jóhann Eggertsson (Leiknir R.)
Willum Þór Þórsson gerir tvöfalda skiptingu.
74. mín
Jóhann Arnar Sigurþórsson með fyrstu alvöru marktilraun ÍR í síðari hálfleiknum en skalli hans fer beint á Eyjólf Tómasson.
83. mín
Inn:Helgi Óttarr Hafsteinsson (Leiknir R.)
Út:Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)
Sóknarmaður inn fyrir miðjumann hjá Leikni.
86. mín
MARK!
Guðmundur Gunnar Sveinsson (ÍR)
Þvílík innkoma hjá varamanninum! Eftir fína sókn ÍR-inga sendir Elvar Páll Sigurðsson boltann aftur fyrir sig á Guðmund Gunnar sem skorar með skoti í fjærhornið. Fyrsta mark Guðmundar í meistaraflokki og þessi 19 ára gamli leikmaður fagnar ákaflega ásamt stuðningsmönnum ÍR fyrir aftan markið.
90. mín
Viðbótartími, Leiknismenn fá aukapyrnu nálægt vítateigslínu ÍR-inga en Vigfús Arnar skýtur í varnarvegginn og þaðan fer boltinn aftur fyrir endamörk.
90. mín
Leiknismenn nálægt því að jafna. Eftir aukaspyrnu utan af kanti slær Byrnjar Örn boltann í slána og þaðan út í teiginn þar sem ÍR-ingar ná að hreinsa.
90. mín
Rautt spjald: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Ótrúleg uppákoma! Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis fer inn í hornspyrnu en ÍR-ingar ná boltanum og geysast fram völlinn. Eyjólfur og varnarmenn Leiknis eru í kapphlaupi við Elvar Pál Sigurðsson sem er með boltann og Eyjólfur togar hann af krafti niður í miðjuboganum. Örvar Sær gefur Eyjólfur rauða spjaldið og því er ljóst að hann verður í banni í næsta leik. Varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson fer í markið þar sem Leiknismenn eru búnir með skiptingarnar.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
10. Fannar Þór Arnarsson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Hilmar Árni Halldórsson
('83)
Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason
('69)
11. Brynjar Hlöðversson
('69)
14. Birkir Björnsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Eyjólfur Tómasson ('90)