Víkingur R.
2
1
Víkingur Ó.
Hjörtur Júlíus Hjartarson
'5
1-0
Sigurður Egill Lárusson
'35
2-0
2-1
Torfi Karl Ólafsson
'49
17.07.2012 - 20:00
Víkingsvöllur
1. deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Víkingsvöllur
1. deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
12. Halldór Smári Sigurðsson
('65)
21. Aron Elís Þrándarson
Varamenn:
Helgi Sigurðsson
27. Tómas Guðmundsson
('59)
29. Agnar Darri Sverrisson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('17)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá baráttunni um nafnið í 1. deild karla. Viðureign Víkings úr Reykjavík og Víkings úr Ólafsvík. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni. Ólafsvíkingar á toppnum með 19 stig en Víkingar í næst neðsta sæti, með tíu stig.
Fyrir leik
Víkingur R gerir þrjár breytingar frá 2-0 tapi gegn Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð. Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Helgi Sigurðsson og Gunnar Helgi Steindórsson fara út fyrir þá Hjört Hjartarson, Ewan Schwartz og Aaron Spear sem var að koma til félagsins frá ÍBV í vikunni.
Víkingur Ó lék síðast heima gegn KA og tapaði þá 1-0. Frá þeim leik fer Helgi Óttarr Hafsteinsson út vegna meiðsla og í hans stað kemur Steinar Már Ragnarsson inn. Brynjar Kristmundsson sem var að koma frá Val í vikunni er á bekknum en Erdzan Beciri sem kom í gær er ekki kominn með leikheimild.
Víkingur Ó lék síðast heima gegn KA og tapaði þá 1-0. Frá þeim leik fer Helgi Óttarr Hafsteinsson út vegna meiðsla og í hans stað kemur Steinar Már Ragnarsson inn. Brynjar Kristmundsson sem var að koma frá Val í vikunni er á bekknum en Erdzan Beciri sem kom í gær er ekki kominn með leikheimild.
5. mín
MARK!
Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Víkingur R hefur byrjað miklu betur í kvöld og voru að komast yfir. Markið skoraði Hjörtur Júlíus Hjartarson með skalla á fjærstönginni eftir hornspyrnu Sigurðar Egils Lárussonar.
17. mín
Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís fékk spjald fyrir brot nærri miðlínu.
25. mín
Víkingar R eru enn líklegri til að bæta við en Ólafsvíkingar að gera nokkuð. Alvöru færi vantar samt ennþá.
29. mín
Ólafsvíkingar eru að sækja í sig veðrið. Guðmundur Magnússon komst í fínt skotfæri rétt í þessu en skot hans var hræðilegt og fór hátt upp á Víkingsheimilið.
30. mín
Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
Guðmundur fær áminningu fyrir brot.
31. mín
Sigurður Egill tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Ólafsíkinga. Boltinn datt niður á réttum stað í teignum þar sem Aron Elís var einn geng markmanni en lyfti boltanum upp á þverslánna.
32. mín
Aaron Spear fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og tók fallegt bogaskot að marki sem endaði í þverslánni og þaðan aftur fyrir endamörk.
35. mín
MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
Kjartan Dige sendi góða sendingu inn í teiginn þar sem Sigurður Egill var á fjær og setti boltann viðstöðulaust í þaknetið.
37. mín
Nú átti Guðmundur Magnússon að skora. Hann komst einn gegn Magnúsi Þormar sem varði frá honum, boltinn aftur út til Guðmundar sem ætlaði að setja boltann yfir Magnús sem lá en var fljótur til og náði að verja aftur. Vel gert hjá Magnúsi.
38. mín
Sigurður Egill í dauðafæri með skot eftir hornspyrnu sem var varið á marklínu í horn.
40. mín
Ólafsvíkingar vildu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig þegar Kristinn Jóhannes Magnússon ýtti við Torfa Karl Ólafssyni til að taka af honum boltann. Erlendur mat það sem svo að þetta hafi verið öxl í öxl. Skömmu síðar rétt missti Torfi af því að setja hausinn í boltann eftir fyrirgjöf.
43. mín
Hjörtur í öðru dauðafærinu á sömu mínútu. Nú stal hann boltanum af varnarmanni Ólafsvíkinga og var kominn í dauðafæri gegn Einari Hjörleifssyni en skaut framhjá markinu.
45. mín
Fyrri hálfleik er lokið. Heimamenn í Víkingi Reykajvík eru betra liðið eins og staða leiksins gefur til kynna.
49. mín
MARK!
Torfi Karl Ólafsson (Víkingur Ó.)
Frábært mark hjá Torfa Karl Ólafssyni sem kom inn í teiginn hægra megin og fór framhjá varnarmönnum Víkings R og þrumaði á markið. Varnarmenn heimamanna fá mínus fyrir þetta því þeir voru áhorfendur að því þegar Torfi labbaði framhjá þeim og skoraði.
53. mín
Guðmundur Magnússon í góðu færi en þrumaði í Jón Guðbrandsson og þaðan fór boltinn í horn. Það er kraftur í Ólafsvíkingum í upphafi síðari hálfleiksins.
56. mín
Ejub Puricevic þjálfari Ólafsvíkinga og Hjörtur Hjartarson fá tiltal eftir að þeir deildu sín á milli.
59. mín
Inn:Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
Út:Jón Guðbrandsson (Víkingur R.)
Jón meiddist eftir högg á fótinn áðan og verður nú að fara af velli.
61. mín
Inn:Gunnar Reynir Steinarsson (Víkingur R.)
Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Christopher Francis Ross (Víkingur R.)
Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
69. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Út:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Brynjar Kristmundsson kemur inná í lið Ólafsvíkinga. Hann var að koma á láni til uppeldisfélagsins frá Val þar sem hann hefur verið síðan í fyrrasumar.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín
5. Björn Pálsson
6. Torfi Karl Ólafsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
9. Guðmundur Magnússon
10. Steinar Már Ragnarsson
('89)
20. Eldar Masic
21. Fannar Hilmarsson
('69)
Varamenn:
14. Arnar Sveinn Geirsson
23. Anton Jónas Illugason
('89)
Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gul spjöld:
Fannar Hilmarsson ('62)
Guðmundur Magnússon ('30)
Rauð spjöld: