Tindastóll
0
1
Haukar
0-1
Magnús Páll Gunnarsson
'45
21.07.2012 - 16:00
Sauðárkróksvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Pínu skýjað, en sól, rjóma veður
Dómari: Valdimar Pálsson
Sauðárkróksvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Pínu skýjað, en sól, rjóma veður
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson
2. Loftur Páll Eiríksson
5. Edvard Börkur Óttharsson
6. Björn Anton Guðmundsson
7. Atli Arnarson
9. Árni Einar Adolfsson
('81)
9. Fannar Freyr Gíslason
('70)
20. Árni Arnarson
('46)
Varamenn:
12. Arnar Magnús Róbertsson (m)
14. Arnar Sigurðsson
('70)
25. Ágúst Friðjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Dominic L Furness ('66)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu af leik Tindastóls og Hauka í 1. deild karla, það er fínt íslenskt veður hér í Skagafirðinum, 15° stiga hiti og smá norðan gola.
Fyrir leik
Leikmenn byrjaðir að hita upp hér á Sauðárkróksvelli, og þriggja manna stuðningsmannasveit Hauka mættir á svæðið fyrstir frá Hafnafirðinum.
Fyrir leik
Engar pepsi-dósir hér eins og á síðasta þriðjudag, enn sem komið er allavegana.
Fyrir leik
Rúnar Már Sigurjónsson hinn mikli Króksari mættur á svæðið auðvitað, Er núna partur af Grettismönnum, Stuðningsmannasveit Tindastóls.
1. mín
Hér eiga heimamenn strax færi, Max Touloute sleppur upp vinstri kantinn að vítateig og skýtur í stöngina! Tindastólsmenn nálægt því að skora hér!
7. mín
Tindastólsmenn byrja ákveðnari hér og fá hættulega aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Árni Einar leggur hann inn í teginn þar sem Haukamaður nokkur skallar hann frá en Björn Anton skallar hann aftur inn í teginn í leikmann Hauka og Tindastólsmenn vilja fá hendi og víti, en dómarinn grefur þetta mál á staðnum semsagt ekkert víti fyrir Tindastól.
10. mín
Árni Arnarsson sleppur upp vinstri teiginn en hann á lélega sendingu fyrir, ágætis færi hefði sendingin verið betri.
15. mín
Tindastólsmenn hafa verið betri aðilinn fyrsta korterið, en enginn hættuleg færi litið dagsins ljós.
21. mín
Aukaspyrna frá hægri þar sem Atli leggur yfir á vinstri kant þar Max tekur vel á móti knettinum og sendir fljótt á Fannar Gísla er nálægt því að komast einn á móti marki, en snarpur Haukamaður kemur stóru tánni í þetta og í horn. Nálægt.
34. mín
Tindatólsmaðurinn Árni Arnarsson liggur eftir á vellinum eftir samstuð við leikmann Hauka, og hann er tekinn af vellinum með börum. Slæmt fyrir Tindastól ef hann þarf að fara útaf.
45. mín
MARK!
Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
MARK! Magnús Páll skorar hér! Fínt mark hjá honum! Haukamenn eiga þetta alveg skilið, þeir hafa verið betri aðilinn síðusta korterið.
45. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir Hauka, en þeir fara illa með þessa spyrnu og boltinn fer framhjhá.
46. mín
Inn:Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll)
Út:Árni Arnarson (Tindastóll)
Árni er farinn útaf fyrir Benjamín sem kom frá Drangey í 3. deildinni.
Fyrsti leikurinn hjá honum í sumar fyrir Tindastól.
Fyrsti leikurinn hjá honum í sumar fyrir Tindastól.
51. mín
Benjamín með sterka innkomu, þar sem hann er með frábæra sendingu inní á Dominic Furness sem tekur klippu á þetta og Daði Lárusson ver frábærlega hér!
55. mín
Gult spjald: Sigurbjörn Hreiðarsson (Haukar)
Sigurbjörn Hreiðarsson fyrverandi Valsari fær gult fyrir tæklingu aftan frá, stoppaði skyndisókn.
58. mín
Dominic Furness gerir mjög vel fer framhjá leikmanni og á stungu inn fyrir vörn Hauka en Daði Lárusson kemur á móti og hreinsar, Fannar Freyr Gísla nálægt því að ná honum.
64. mín
Boltinn virðist fara í höndina á Edvard Börk inní teig Tindastól, en dómarinn grefur þetta á staðnum. Ekkert víti.
69. mín
Benis fer einfaldlega framhjá Lofti Pál en Benjamín og Edvard veiða hann saman og spila skemmtilegan þríhyrning í kringum hann í vítateig Tindastóls og leysa þetta vel.
Ekki í fyrsta skipti sem það er spilað svona á Benis í vítateig Tindastóls í dag...
Einelti á Sauðárkrósvelli?
Ekki í fyrsta skipti sem það er spilað svona á Benis í vítateig Tindastóls í dag...
Einelti á Sauðárkrósvelli?
70. mín
Inn:Arnar Sigurðsson (Tindastóll)
Út:Fannar Freyr Gíslason (Tindastóll)
Arnar Sigurðsson að koma inná, hefur verið aðalmaður Tindastól síðustu 2 tímabil.
75. mín
Tindastólsmenn eru að reyna að jafna hér og leikurinn hefur farið meira fram á vallarhelming Hauka. En Haukar hafa samt verið öflugir á miðjunni og hafa varist vel rétt eins og Tindastóll.
Tindastóll sakna greinilega Beverson (Ben Everson) og Theo Furness.
Tindastóll sakna greinilega Beverson (Ben Everson) og Theo Furness.
81. mín
Inn:Aðalsteinn Arnarson (Tindastóll)
Út:Árni Einar Adolfsson (Tindastóll)
Aðalsteinninn að koma inná fyrir Árna Einar.
82. mín
Benjamín sendir fastan bolta á nær stöngina, Daði Lárusson í vandræðum og reynir að kýla boltan frá, en lendir hjá Björn Antoni sem reynir skot sem varnamenn Hauka "block-a"... Nálægt.
90. mín
Atli skýtur í varnamann og boltinn fer rétt framhjá markinu! Tindastól tekur hornspyrnuna og Seb Furness markvörður Tindastóls mættur í veisluna í teignum.
Arnar Sigurðs tekur hornið og þetta er góð spyrna og virðist vera að rata á kollinn á Seb en Daði Lárusson er vakandi á vaktinni og kýlir boltann á burtu á loka stundu.
Tindastólsmenn ná þó boltanum og reyna að rekja boltann í netið og það virkar ekki.
Arnar Sigurðs tekur hornið og þetta er góð spyrna og virðist vera að rata á kollinn á Seb en Daði Lárusson er vakandi á vaktinni og kýlir boltann á burtu á loka stundu.
Tindastólsmenn ná þó boltanum og reyna að rekja boltann í netið og það virkar ekki.
Leik lokið!
Hér flautar Valdimar Pálsson, dómari leiksins til leiksloka.
Haukar eiga þennan sigur vel skilið, þeir vörðust vel og létu vel finna fyrir sér.
Tindastóll voru góðir í dag, þeirra ungu varnarmenn stóðu sig heilt yfir mjög vel, þótt fyrir þetta eina mark.
En ekki má gleyma því að þeir voru að missa Theodore Furness og Ben Everson sem höfðu raðað mörkum Tindastólsmanna í sumar, 13 af 22 mörkum þeirra.
Takk fyrir mig.
Haukar eiga þennan sigur vel skilið, þeir vörðust vel og létu vel finna fyrir sér.
Tindastóll voru góðir í dag, þeirra ungu varnarmenn stóðu sig heilt yfir mjög vel, þótt fyrir þetta eina mark.
En ekki má gleyma því að þeir voru að missa Theodore Furness og Ben Everson sem höfðu raðað mörkum Tindastólsmanna í sumar, 13 af 22 mörkum þeirra.
Takk fyrir mig.
Byrjunarlið:
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
19. Brynjar Benediktsson
23. Guðmundur Sævarsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sigurbjörn Hreiðarsson ('55)
Rauð spjöld: