City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Leiknir R.
1
5
Þór
Damir Muminovic '14 , víti 1-0
1-1 Janez Vrenko '24
1-2 Jóhann Helgi Hannesson '50
1-3 Sveinn Elías Jónsson '64
Brynjar Hlöðversson '70
1-4 Ármann Pétur Ævarsson '71 , víti
1-5 Halldór Orri Hjaltason '88
22.07.2012  -  16:00
Leiknisvöllur
1. deild
Aðstæður: Vindasamt
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:
9. Kolbeinn Kárason
14. Birkir Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('70)
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá síðasta leik 12. umferðar 1. deildar karla. Leiknir tekur á móti Þór.

Leiknismenn sitja í neðsta sæti deildarinnar en komast upp í níunda sæti takist þeim að vinna leikinn.

Þór er í sjönda sæti og fer upp í fjórða sæti með sigri en liðið á leiki inni vegna þátttöku í Evrópudeildinni.
Fyrir leik
Í marki Leiknis í dag er Ásgeir Þór Magnússon þar sem Eyjólfur Tómasson er í banni. Ásgeir gekk í raðir Leiknis fyrir helgi á lánssamningi frá Val en Ásgeir þekkir vel til í Breiðholtinu enda er Leiknir hans uppeldisfélag.

Reynsluboltinn Gunnar Einarsson er meiddur, með klemmda taug, og er ekki með Leikni í dag.
Fyrir leik
Svíinn Robin Strömberg er meðal varamanna hjá Þór í dag. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætla Þórsarar að senda hann heim í vikunni en hann hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í liðinu.
Fyrir leik
Aron Fuego Daníelsson, vængmaður Leiknis, er meiddur en sér um tónlistarspilun á Leiknisvelli í staðinn. Partýstuð.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Liðin gengu in á völlinn undir hljómi lagsins In the ghetto eins og venjan er í Breiðholtinu.
5. mín
Fyrsta skot leiksins á Pétur Már fyrir Leikni en yfir fór boltinn.
6. mín
Hættuleg sókn Þórs en Ásgeir Þór náði að verja skalla frá Jóhanni Helga.
14. mín Mark úr víti!
Damir Muminovic (Leiknir R.)
Kristján Páll átti skot í slá og í kjölfarið var brotið á Óla Hrannari. Damir Muminovic fór á punktinn og skoraði.
17. mín
Vigfús Arnar með skot úr aukaspyrnu sem var naumlega varið. Leiknismenn betri.
24. mín MARK!
Janez Vrenko (Þór )
í kjölfar aukaspyrnu jafnar Þór. Skalli frá Vrenko í hornið eftir fyrirgjöf.
33. mín
Eftir slæma byrjun eru Þórsarar að taka völdin. Jóhann Helgi með gott skot af löngu færi en Ásgeir varði vel í horn.
45. mín
Síðasta korter fyrri hálfleiks var afar rólegt og staðan er 1-1 þegar Valgeir Valgeirsson flautar til leikhlés hér í Breiðholti.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
50. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Fannar tapaði boltanum kæruleysislega og Jóhann Helgi fékk boltann, var með opið skotfæri og skoraði.
60. mín
Þórsarar verið mikið betri. Eru líklegri til að bæta við en Leiknir að jafna.
64. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Leiknismenn að dóla og Sveinn hikaði ekkert og skaut við vítateigslínuna og skoraði. Fínt skot en Ásgeir átti að gera betur í markinu.
68. mín
Heimir Hallgrímsson er á vellinum: Leiknir getur varla sent þrjár sendingar milli sín. - Hárrétt hjá tannlækninum.
70. mín Rautt spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Var aftasti varnarmaður og braut af sér. Hárréttur dómur. Víti.
71. mín Mark úr víti!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Sendi Ásgeir í rangt horn.
80. mín
Leiknismenn hafa lagt árar í bát. Þórsarar með öll tök á vellinum.
88. mín MARK!
Halldór Orri Hjaltason (Þór )
Skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.
94. mín
Leik lokið
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson
15. Janez Vrenko

Varamenn:
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Halldór Orri Hjaltason
18. Jónas Sigurbergsson
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: