City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
0
1
FH
0-1 Guðmann Þórisson '6
22.07.2012  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning, 13 stiga hiti og smá vindur.
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 627
Maður leiksins: Hólmar Örn Rúnarsson, FH
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('62)
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('72)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('62)
11. Tomi Ameobi

Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('59)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Grindavíkur og FH í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Liðin mættust í opnunarumferð deildarinnar og gerðu þá 1 - 1 jafntefli.

Síðan þá hefur skilið mikið á milli liðanna. FH er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum minna en topplið KR en á tvo leiki til góða. Grindavík er á botninum með aðeins sex stig úr 11 lleikjum.
Fyrir leik
Grindavík lék síðast gegn Fylki þar sem liðið tapaði 1-2 eftir að hafa komist yfir. Guðjón Þórðarson þjálfari þeirra gerir tvær breytingar frá þeim leik. Alex Freyr Hilmarsson og Daníel Leó Grétarsson fara út fyrir þá Mikael Eklund og Alexander Magnússon sem misstu af leiknum í Árbænum.

Lið FH er óbreytt frá 1-1 jafntefli gegn AIK í Svíþjóð í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en þeir Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason eru ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Fyrir leik
Það er 13 stiga hiti og rigning á Grindavíkurvelli, og smá rok. Ekkert hífandi samt, vonandi verður hægt að spila fínan bolta hérna í kvöld. Vindurinn er ekki það mikill.
Fyrir leik
Grindavík vann sinn síðasta heimaleik hérna í Grindavík sem var gegn Val. Fyrir þann leik fékk einn stuðningsmaður liðsins Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða Ásatrúarfélagsins til að mæta á völlinn til að ná djöflinum úr vellinum. Það skilaði árangri strax í fyrsta leik því Grindavík vann Val 2-0 og spurning hvort það sama haldi áfram í kvöld.
Fyrir leik
Björn Berg Bryde er í byrjunarliði Grindavíkur í dag. Hann fór upp alla yngri flokkana með liði FH en eftir að hafa klárað 2. flokkinn síðasta sumar gekk hann til liðs við Grindavík og mætir þvíi sínu gamla liði í fyrsta sinn í dag en hann kom ekki við sögu í 1. umferðinni.

Í liði FH er Bjarki Bergmann Gunnlaugsson í byrjunarliðinu enn einu sinni. Hann er 39 ára gamall og spilaði síðast á fimmtudaginn en lætur leikjaálag lítið trufla sig. Eftir leikinn gegn AIK í Evrópudeildinni á fimmtudag var hann dásamaður af lýsendum á Eurosport sem sýndi leikinn í beinni og fékk titilinn ,,The Curious Case of Bjarki Gunnlaugs" á Twitter. Þar var vísað í bíómynd með Brad Pitt í aðalhlutverki um mann sem varð yngri með hverju árinu.
Hjörtur Hjartarson fjölmiðlamaður á 365 miðlum:
Renni mer sudur Reykjanesbrautina til ad sja Gri-FH. Loksins alvoru islenskt vedur #fotbolti #markaregn
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn og stutt í að leikurinn hefjist. Þau leika í sínum hefðbundnu búningum. Grindavík í gulum treyjum og bláum buxum, FH í hvítri treyju og svörtum buxum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. FH byrjar með boltann og leikur í átt að gula húsinu í Grindavík.
5. mín
Rúnar Kristinsson er mættur í stúkuna til að fylgjast með leiknum. Hann er í síðu dúnúlpunni sem hann hefur stundum sést í og minnir á samskonar úlpu sem Arsene Wenger stjóri Arsenal á.
6. mín MARK!
Guðmann Þórisson (FH)
FH-ingar voru fljótir að skora. Guðmann Þórisson var einn á auðum sjó eftir hornspyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar og átti auðvelt með að skalla í markið.
7. mín
Fyrstu viðbrögð Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Grindavíkur eftir markið voru að senda alla varamenn sína að hita upp. Greinilega ósáttur.
21. mín
Leikurinn fer meira og minna fram fyrir framan og í vítateig Grindvíkinga en hættuleg færi er FH ekki að fá ennþá eftir markið. Guðmann náði reyndar skalla eftir aðra hornspyrnu en varnarmaður var í honum og varðist vel.
35. mín
Grindvíkingar hafa sótt í sig veðrið og sækja nú að marki FH-inga. Scott Ramsay átti hörkuskot sem Gunnleifur náði að verja í horn.
42. mín
Nú munaði engu að FH bætti við marki. Guðjón Árni kom upp hægra megin, að endamörkum og sendi út í teiginn á Björn Daníel sem skaut að marki en Óskar varði frá honum.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Grindavík. FH leiðir með einu marki gegn engu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
47. mín
Atli Guðnason féll í grasið strax í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fá aðhlynningu. Ég sá ekki hvað gerðist en Atli er staðinn upp og leikurinn að hefjast að nýju.
Viktor Smári leikmaður Keflavíkur
Tónlistin í hálfleik á Grindavíkurvelli er útaf fyrir sig brottrekstrarsök úr Pepsi-deildinni #fotbolti
57. mín
Leikurinn hefur ekki verið neitt fjörugur og lítið að gera. Núna komst FH í dauðafæri. Atli Guðnason sendi inn fyrir vörn Grindavíkur, á Emil Pálsson sem sendi til hliðar á Albert Brynjar sem var í dauðafæri en Óskar varði frá honum í horn.
59. mín Gult spjald: Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Matthías fær áminningu fyrir brot á Danny Thomas út við hliðarlínu.
62. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
72. mín
Inn:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík) Út:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
74. mín
Það eru 627 áhorfendur í stúkunni á Grindavíkurvelli. Það er ekkert merkilegt að gerast í leiknum til að ylja þeim en helstu tíðindi að það er að það er dottið í logn og úrkoman farin.
74. mín Gult spjald: Gunnleifur Gunnleifsson (FH)
Gunnleifur lét eitthvað í sér heyra og fékk áminnningu.
75. mín
Inn:Ólafur Páll Snorrason (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
Við þessa breytingu fer Björn Daníel Sverrisson í framlínuna hjá FH og Emil Pálsson í holuna milli miðju og sóknar.
79. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
80. mín
Ólafur Páll braut á Ólafi Erni við vítateigslínuna hjá FH-ingum. Magnús Þórisson dómari sá ekkert en Birkir Sigurðarson línuvörður flaggari. Heimamenn heimta víti en Birkir segir brotið hafa verið fyrir utan.
82. mín
Scott Ramsay tók aukaspyrnuna og Mikael Eklund skallaði framhjá marki FH.
86. mín Gult spjald: Ólafur Páll Snorrason (FH)
Ólafur Páll fær áminningu fyrir að hætta við að taka innkast. Magnús taldi hann vera að tefja með því.
88. mín
Einar Karl Ingvarsson er búinn að vera klár á hliðarlínunni síðustu mínútur að koma inná en skyndiilega lét Heimir Guðjónsso þjálfari FH hann setjast niður og kallaði á Brynjar Ásgeir Guðmundsson að gera sig kláran.
90. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Þá loksins kemur þessi skipting.
91. mín
Björn Daníel gaf góðan bolta á Atla Guðnason sem lék á Ray Anthony og svo á Óskar í markinu en missti jafnvægið og skaut framhjá.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-1 sigri FH. Nánari umfjöllun og viðtöl á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Emil Pálsson ('90)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('75)
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('90)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Ólafur Páll Snorrason ('86)
Hólmar Örn Rúnarsson ('79)
Gunnleifur Gunnleifsson ('74)

Rauð spjöld: