City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍA
1
1
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '87
Jóhannes Karl Guðjónsson '92 , víti 1-1
Sverrir Ingi Ingason '92
23.07.2012  -  19:15
Akranesvöllur
Pepsí-deild karla
Aðstæður: Völlurinn góður en frekar vindasamt
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: Rúmlega 1000
Maður leiksins: Andri Adolphsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('75)
17. Andri Adolphsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('82)

Varamenn:
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('75)
19. Eggert Kári Karlsson ('82)
20. Gylfi Veigar Gylfason ('75)
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:
Eggert Kári Karlsson ('92)
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban ('47)
Arnar Már Guðjónsson ('19)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Breiðabliks í tólftu umferð Íslandsmótsins.
Fyrir leik
Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda mætast hér liðin í fimmta og níunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst í 58 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 31 leik, Breiðablik 13 og 9 sinnum hafa leikir endað með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 126 mörk gegn 71 mörkum Breiðabliks.
Fyrir leik
Liðin hafa byrjað Íslandsmótið ágætlega en deildin er afar jöfn og sem dæmi eru aðeins tvö stig á milli fjórða sætis og þess níunda. ÍA er í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir fimm sigurleiki, fjóra tapleiki og tvö jafntefli.
Breiðablik er aftur á móti með 15 stig í níunda sæti deildarinnar eftir fjóra sigurleiki, fjóra tapleiki og þrjú jafntefli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús en þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og honum til aðstoðar eru Áskell Þór Gíslason og Jan Eric Jessen. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru ekkert sérstakar á Akranesi í kvöld. Nokkuð stífur vindur er þvert á völlinn og líklegt að það muni hafa nokkur áhrif á gæði leiksins.
1. mín
Leikurinn er hafinn og Breiðablik byrjar með boltann.
4. mín
Kristinn Jónsson með aukaspyrnu inn í vítateig ÍA og þar á Þórður Steinar Hreiðarsson góðan skalla sem fer rétt framhjá stönginni.
15. mín
Það er frekar lítið í gangi í leiknum á Akranesi þessa stundina.
19. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
19. mín
Andri Adolphsson með frábæra rispu upp allan vallarhelming Breiðabliks inn í vítateig þar sem Ingvar Þór Kale ver skot hans vel. Andri á svo sendingu sem fer í hendi varnarmanns og Skagamenn heimta vítaspyrnu. Dómari leiksins lætur leikinn halda áfram.
25. mín
Jóhannes Karl Guðjónsson með hornspyrnu og Ármann Smári Björnsson á fínan skalla rétt yfir þverslá blikamarksins.
33. mín
Sindri Snær Magnússon með gott skot að marki ÍA en Árni Snær Ólafsson ver vel í markinu.
34. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
39. mín
Jón Vilhelm Ákason á frábæra fyrirgjöf inn í vítateig Breiðabliks og Andri Adolphsson rétt missir af sendingunni, einn fyrir opnu marki.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés í tilþrifalitlum fyrri hálfleik og staðan 0-0.
45. mín
Þess má geta að Ben Eversen, sem Breiðablik fékk nýlega frá Tindastól, er ekki í leikmannahópi þeirra í dag vegna meiðsla. Hann er meiddur á rist eftir að hafa fengið högg í sínum síðasta leik fyrir stólanna.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er að hefjast. Skagamenn hefja leik.
47. mín
Andri Adolphsson með góða sendingu inn í vítateig Breiðabliks og Jón Vilhelm Ákason nær ágætum skalla sem Ingvar Þór Kale ver af öryggi.
47. mín Gult spjald: Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA)
55. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
56. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Breiðablik)
57. mín
Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA tekur aukaspyrnu fram völlinn, þar er Garðar Gunnlaugsson vel staðsettur og nær góðum skalla innfyrir vörn Breiðabliks þar sem Andri Adolphsson á gott hlaup. Skot hans fer rétt framhjá stönginni.
65. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
67. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Breiðablik) Út:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
71. mín
Andri Rafn Yeoman með skalla rétt framhjá marki ÍA eftir hornspyrnu.
71. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
75. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
75. mín
Inn:Gylfi Veigar Gylfason (ÍA) Út:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA)
76. mín
Andri Adolphsson með stungusendingu innfyrir vörn Breiðabliks á Theo Furness sem er einn á móti markverði. Ingvar Þór Kale ver frábærlega frá honum í tvígang í bestu sókn leiksins.
79. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Sindri Snær Magnússon (Breiðablik)
82. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
85. mín
Elvar Árni Aðalsteinsson með frábært skot utarlega í vítateignum en Árni Snær Ólafsson ver stórkostlega í horn.
87. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Árni Vilhjálmsson nær boltanum utarlega á vallarhelmingi ÍA. Hann leikur boltanum inn í vítateig og nær góðu skoti á nærstöngina sem Árni Snær Ólafsson gat ekki varið.
92. mín Mark úr víti!
Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Rafn Andri Haraldsson brýtur á Andra Adolphssyni og vítaspyrna dæmd. Úr henni skorar Jóhannes Karl Guðjónsson af öryggi.
92. mín Rautt spjald: Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Sverrir Ingi Ingason fær sitt annað gula spjald fyrir að ýta við leikmanni ÍA.
92. mín Gult spjald: Eggert Kári Karlsson (ÍA)
95. mín
Leikurinn búinn með jafntefli 1-1 á skrautlegum lokamínútum.
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('71)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('67)

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Árni Vilhjálmsson ('79)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('71)
17. Elvar Páll Sigurðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('65)
Sindri Snær Magnússon ('56)
Finnur Orri Margeirsson ('55)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('34)

Rauð spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('92)