FH
0
1
AIK
0-1
Martin Lorentzon
'40
26.07.2012 - 19:15
Kaplakriki
Forkeppni Evrópudeildarinnar, seinni leikur
Aðstæður: Flottar, sól og smá vindur
Dómari: Simon Lee Evans
Áhorfendur: 2198
Kaplakriki
Forkeppni Evrópudeildarinnar, seinni leikur
Aðstæður: Flottar, sól og smá vindur
Dómari: Simon Lee Evans
Áhorfendur: 2198
Byrjunarlið:
Emil Pálsson
('64)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
('89)
25. Hólmar Örn Rúnarsson
('82)
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
('64)
Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Gul spjöld:
Emil Pálsson ('49)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá seinni leik FH og AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir FH en þeir náðu góðu stigi í Svíþjóð í síðustu viku eins og alþjóð veit með 1- 1 jafntefli.
Þeir þurfa því einungis að ná markalausu jafntefli í kvöld til þess að komast áfram í þriðju umferð. En eins og Heimir Guðjónsson þjálfari þeirra að þá munu þeir ekki spila leikinn í kvöld upp á það. Því verður þessi leikur vonandi fróðlegur og umfram allt skemmtilegur fyrir áhorfendur og Íslenska knattspyrnuunnendur, sama hvaða liði þeir halda með, því það er alltaf gleðiefni þegar Íslenskum liðum gengur vel í Evrópukeppni.
Þeir þurfa því einungis að ná markalausu jafntefli í kvöld til þess að komast áfram í þriðju umferð. En eins og Heimir Guðjónsson þjálfari þeirra að þá munu þeir ekki spila leikinn í kvöld upp á það. Því verður þessi leikur vonandi fróðlegur og umfram allt skemmtilegur fyrir áhorfendur og Íslenska knattspyrnuunnendur, sama hvaða liði þeir halda með, því það er alltaf gleðiefni þegar Íslenskum liðum gengur vel í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru kominn hér til hliðanna. FH eru með óbreytt frá leiknum úti en svíarnir gera eina breytingu, Robin Quaison sest á tréverkið en Per Karlson kemur í hans stað.
Fyrir leik
Minni alla þá sem eru virkir á twitter að smella inn hashtagginu #fótbolti ef þið tístið eitthvað af viti og aldrei að vita nema ég smelli því inn í lýsinguna ef vel liggur á mér.
Fyrir leik
AIK menn eru mættir á völlinn og byrjaðir að hita upp. Í stúkuna eru einnig mættir nokkrir Svíar sem voru víst að heimsækja pöbba höfuðborgarinnar í dag til þess að fá sér söngvatn. Það er strax að skila sér því köll og hróp eru byrjuð að heyrast nú þegar.
Arnar Sveinn @arnarsveinn
Djöfull finnst mér leiðinlegt að geta ekki horft á FH leikinn í kvöld. Áfram FH, í kvöld allavegana!
Djöfull finnst mér leiðinlegt að geta ekki horft á FH leikinn í kvöld. Áfram FH, í kvöld allavegana!
Fyrir leik
Ef FH kemst áfram í gegnum þennan leik og þar með í þriðju umferð fá þeir 15.milljónir króna, sem er ágætis búbót fyrir knattspyrnurekstur á Íslandi.
Fyrir leik
Leikmenn AIK hafa verið ansi hrokafullir í viðtölum heima fyrir í garð FH. Hafa nokkrir þeirra talað á þann hátt að FH ætti að vera lítil fyrirstaða fyrir þá því að FH leikmenn séu ekki atvinnumenn og að liðið sé einfaldlega lélegt.
Við skulum vona að FH-ingarnir troði sokk í svíana í kvöld!
Við skulum vona að FH-ingarnir troði sokk í svíana í kvöld!
Fyrir leik
Það er spurning hvaða ummæli Bjarki Gunnlaugsson fær um sig eftir þennan leik, en hann spilaði eins og sá sem völdin hafði í fyrri leiknum og fékk þau ummæli meðal annars ,,the curios case of Bjarki Gunnlaugsson" en hann er 39 ára gamall og er þetta vísun í kvikmyndina ,,the curios case of Benjamin Button" sem Brad Pitt lék í um árið, en hún fjallaði um mann sem fæddist gamall og yngdist eftir því sem árin liðu.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í leik. Spenningurinn er að magnast og það er ágætis fjöldi af áhorfendum mættir í stúkuna. Ég myndi þó vilja sjá fleiri. Endilega að drífa sig í krikann og styðja við FH því að þeir þurfa á því að halda!
Ekki spillir veðrið fyrir því að það er sól og smá gola, gæti varla verið betra.
Ekki spillir veðrið fyrir því að það er sól og smá gola, gæti varla verið betra.
Fyrir leik
Sænsku stuðningsmennirnir eru eiginlega búnir að syngja staðfastlega síðan þeir mættu. Það er góður hópur þeirra mættur á völlinn og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á meðan leiknum stendur.
Þeir eru alræmdir heima fyrir en stuðningsmannasveit þeirra heitir Black Army og hafa þeir skapað vandræði á leikjum heima en virðast vera mættir hér eingöngu til þess að styðja sitt lið með skemmtilegum söngvum og köllum. Virkilega flott og mættu stuðningsmenn íslenskra liða kannski taka sér þetta til fyrirmyndar.
Þeir eru alræmdir heima fyrir en stuðningsmannasveit þeirra heitir Black Army og hafa þeir skapað vandræði á leikjum heima en virðast vera mættir hér eingöngu til þess að styðja sitt lið með skemmtilegum söngvum og köllum. Virkilega flott og mættu stuðningsmenn íslenskra liða kannski taka sér þetta til fyrirmyndar.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Ég ætla að leyfa mér að segja ÁFRAM FH!
Minni síðan aftur twitter notendur á að nota hashtaggið #fótbolti ef þeir tísta um leikinn!
Rétt áður en dómarinn flautaði til leiks stóðu allir áhorfendur upp og horfðu í átt til áhangendur svíanna, en þar voru víst einhver læti en það sást ekki nógu vel úr blaðamannastúkunni hvað gekk þar á.
Minni síðan aftur twitter notendur á að nota hashtaggið #fótbolti ef þeir tísta um leikinn!
Rétt áður en dómarinn flautaði til leiks stóðu allir áhorfendur upp og horfðu í átt til áhangendur svíanna, en þar voru víst einhver læti en það sást ekki nógu vel úr blaðamannastúkunni hvað gekk þar á.
3. mín
Það sem gekk á í stúkunni hjá áhangendum svíanna var það að þeir kveiktu víst á blysum og gæslan gekk á milli og urðu víst einhver slagsmál þeirra á milli.
5. mín
Daniel Gustavsson átti fína fyrirgjöf en varnarmenn FH voru vandanum vaxnir og hreinsuðu frá.
8. mín
Það er greinilegt að AIK eru komnir í krikann komnir til þess að sækja sigur. Þeir pressa stíft og FH-inga hafa varla komist fram yfir sinn vallarhelming.
11. mín
Daniel Gustavsson komst hér einn inn fyrir vörn FH eftir slaka vörn Danny Justin Thomas en hann hleypti honum fram fyrir sig eftir að það kom löng sending. Gunnleifur kom þó vel á móti og varði í horn. Þarna mátti litlu muna og er þetta í þriðja eða fjórða skiptið sem Gustavsson kemst svona upp hægri kantinn.
15. mín
Áhangendur AIK hika ekki þessa stundina við að baula á sína menn. Þó hafa AIK stjórnað leiknum það sem af er.
19. mín
Friðrik Dór popp og stórstjarna og vallarþulur var að biðja fólk um að þjappa sér saman vegna góðrar mætingar.
22. mín
Emil Pálsson var að sýna flottan leik núna rétt í þessu, átti gott samspil við Bjarka og komst upp kantinn og átti góða fyrirgjöf en boltinn sveif yfir hausinn á Atla Guðna.
28. mín
FH eru aðeins að sækja í sig veðrið og ná á köflum flottu spili. Þó verður að segjast eins og er að AIK eru hættulegri en þeir verða væntanlega pirraðir ef FH nær að halda 0 - 0 fram að hálfleik og þá getur allt gerst.
35. mín
Stórhættulegt færi hjá AIK. Helgi Valur átti þá góða sendingu inn í teig og Lundberg átti sendingu fyrir markið en þar var Guðmann Þórisson mættur og hreinsaði frá. Þarna mátti svo sannarlega litlu muna.
38. mín
Varnarmenn AIK voru að hreinsa frá en vildi ekki betur en svo að boltinn small í andlitinu á Alberti Brynjari sem lá í smástund eftir. Þetta hefur verið sárt!
41. mín
Eftir skelfilega varnarmistök hjá FH þar sem samskiptaleysi virtist valda því að enginn vissi hver ætti að taka boltann og hreinsa frá, barst boltinn til Martin Lorentzon sem skaut í átt að marki, boltinn átti viðkomu í varnarmann FH og þaðan í netið. Nú þurfa FH að spýta í lófanna og fara að sýna sóknarleik.
45. mín
Lokafæri hálfleiksins fékk Daniel Gustavsson er hann komst einn inn á móti Gulla en skaut framhjá.
Það er kominn hálfleikur. Staðan er sanngjörn það verður að segjast. En vonandi að FH-ingarnir öðlist trú á verkefninu í hálfleiknum og komi inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti.
Það er kominn hálfleikur. Staðan er sanngjörn það verður að segjast. En vonandi að FH-ingarnir öðlist trú á verkefninu í hálfleiknum og komi inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti.
49. mín
Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Emil fær spjald fyrir brot. Fyrsta spjald leiksins.
50. mín
FH fær hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna þeirra í leiknum en því miður fyrir þá var hún illa framkvæmd og kom ekkert úr henni.
51. mín
Það er þannig að FH þarf að skora til þess að eiga möguleika á að komast áfram. Með því að jafna og halda því þannig verður framlengt. Þeir þurfa þó að sýna mun betri leik í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Það er þó erfitt að þurfa að spila á móti betra liði og ná að setja mark.
54. mín
AIK fékk aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig FH en Celso Borges tók spyrnuna sem var léleg og fór boltinn beint í fangið á Gulla.
59. mín
Gult spjald: Robert Ahman-Persson (AIK)
Persson fær gult spjald fyrir brot enda löngu tímabært að hann fái spjald. Einstaklega leiðinlegur leikmaður.
60. mín
Björn Daníel með þrususkot rétt fyrir utan teig, virkilega vel gert og hefði þessi mátt fara inn en boltinn fór rétt framhjá.
64. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Emil Pálsson (FH)
Atli Viðar kemur inn á fyrir Emil sem því miður er ekki búinn að eiga góðan leik í dag.
Máni Pétursson @manipeturs
Aik er byrjað að tefla gegn áhugamannaliði. Sænskur fótbolti kannski ekki eins sterkur og sá finnski. En gott hjá FH
Aik er byrjað að tefla gegn áhugamannaliði. Sænskur fótbolti kannski ekki eins sterkur og sá finnski. En gott hjá FH
78. mín
Hólmar tók aukaspyrnu. Boltinn barst inn í teig og þar var Atli Guðna mættur og skallaði boltann en því miður fór hann yfir. FH hafa aðeins verið að sækja í sig veðrið en þurfa að vera beinskeittari í sínum aðgerðum ef það á að skila marki.
87. mín
Leiktíminn er að renna út og það er ekki í kortunum að FH sé að setja mark. Því miður fyrir þá, en kraftaverk geta þó gerst.
Byrjunarlið:
27. Ivan Turina (m)
2. Niklas Backman
3. Per Karlsson
4. Nils-Eric Johansson
5. Robert Ahman-Persson
7. Helgi Valur Daníelsson
10. Celso Borges
11. Atakora Lalawéle
('61)
16. Martin Lorentzon
24. Daniel Gustavsson
28. Viktor Lundberg
Varamenn:
13. Kenny Stamatopoulos (m)
8. Daniel Tjernström
9. Martin Kayongo Mutumba
('61)
12. Christian Kouakou
15. Robert Quaison
18. Niklas Maripuu
19. Al Hassan Kamara
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Helgi Valur Daníelsson ('86)
Martin Kayongo Mutumba ('85)
Nils-Eric Johansson ('67)
Robert Ahman-Persson ('59)
Rauð spjöld: