City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
1
0
ÍBV
Nichlas Rohde '35 1-0
29.07.2012  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Fínar, logn og völlurinn flottur
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 748
Maður leiksins: Nichlas Rohde (Breiðablik)
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('73)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('82)
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
15. Davíð Kristján Ólafsson ('73)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('82)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks og ÍBV sem er fyrsti leikurinn í 13. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi Ingason er í leikbanni hjá Breiðabliki og hjá ÍBV er annar ungur varnarmaður, Brynjar Gauti Guðjónsson, í banni en þeir fengu báðir rauða spjaldið í síðasta leik.
Fyrir leik
Danski framherjinn Nichlas Rohde kemur beint inn í lið Breiðabliks en Ben Everson sem kom frá Tindastóli á dögunum byrjar á bekknum. Athygli vekur að Petar Rnkovic er ekki í hóp líkt og í síðasta leik og þá er Elfar Árni Aðalsteinsson heldur ekki í hópnum en hann tekur út leikbann í dag.
Tölfræði:
Breiðablik-ÍBV - Kópavogur: Breiðablik með 11 sigra, 2 jafntefli, ÍBV með 6 sigra. Breiðablik hefur skorað 32 mörk en ÍBV hefur skorað 22
Fyrir leik
Eyjamenn eru á þvílíku skriði þessa dagana en þeir hafa unnið sex leiki í röð í Pepsi-deildinni. Með sigri í dag getur liðið bætt félagsmet yfir flesta sigurleiki í röð.
Fyrir leik
ÍBV er fyrir leikinn í 4. sæti með 20 stig en liðið getur með sigri í dag komist upp að hlið FH í öðru sætinu, að minnsta kosti um stundarsakir. Breiðablik er fyrir leikinn í 7. sæti með 16 stig en liðið getur komist upp í 5. sæti með sigri.
Fyrir leik
Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, er með varamönnum liðsins í reitarbolta. Guðmundur er klæddur í gallabuxur og strigaskó en gefur ekkert eftir þrátt fyrir að vera ekki í takkaskónum.
Fyrir leik
Albert Sævarsson hefur rifið markmannshanskana fram en hann er varamarkvörður Eyjamanna í dag. Albert verður væntanlega varamarkvörður ÍBV út mótið en Guðjón Orri Sigurjónsson sem hefur vermt varamannabekkinn hingað til er farinn í KFS á láni.
Fyrir leik
Lars Lagerback landsliðþjálfari Íslands er mættur á völlinn ásamt Heimi Hallgrímssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Fyrir leik
Leikmenn beggja liða labba í bleikum bolum inn á völlinn til þess að leggja baráttunni gegn kynferðisofbeldi lið. Á æfingu í síðustu viku stillti ÍBV sér einnig upp ásamt þjálfurum sínum til myndatöku í bolum Forvarnahóps ÍBV en hópurinn stendur fyrir átaki gegn kynferðislegu ofbeldi á Þjóðhátíð 2012.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn! Eyjamenn sækja í átt að Fífunni en Breiðablik í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Matt Garner leikur í stöðu miðvarðar í dag í fjaveru Brynjars Gauta en Þórarinn Ingi Valdimarsson er í vinstri bakverðinum.
5. mín
Andri Rafn Yeoman fer harkalega í George Baldock sem dettur á auglýsingaskilti og liggur þjáður eftir.
12. mín
Fyrsta færi leiksins og það eiga heimamenn. Danski framherjinn Nichlas Rohde kemst í fínt færi en Abel Dhaira á gott úthlaup og bjargar. Tómas Óli Garðarsson nær frákastinu en skot hans fer hátt yfir.
15. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (ÍBV)
Fyrsta gula spjaldið. Rasmus fer of harkalega í Ingvar Kale að mati Gunnars Jarls.
24. mín
Færin láta á sér standa hér í Kópavoginum.
29. mín
Andri Rafn Yeoman hársbreidd frá því að koma heimamönnum yfir. Lyfti boltanum framhjá löppinni á Arnóri Eyvari og skaut síðan viðstöðulaust á lofti úr þröngu færi en boltinn fór rétt framhjá. Blikar eru líklegri.
35. mín
Haukur Baldvinsson fær skotfæri fyrir utan vítateig en skotið fer framhjá markinu.
35. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Nichlas Rohde stimplar sig inn í fyrsta leik með Blikum. Þórarinn Ingi Valdimarsson á slaka sendingu í vörninni, Tómas Óli Garðarsson nær boltanum og sendir á Nicholas Rohde sem skorar með skoti úr teignum.
Kristján Óli Sigurðsson:
Munurinn a nyja dananum og norðmanni blika i knattspyrnugetu er svipaður og munurinn a tani tony maveije og aronors eyvars
45. mín
Breiðablik leiðir verðskuldað 1-0 í leikhléi. Eyjamenn hafa virkað bitlausir á meðan Blikar hafa verið sterkari með danska framherjann Nichlas Rohde fremstan í broddi fylkingar.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
Egill Einarsson:
Það er komið gott af þessum blessuðu trommum hérna á Kópavogsvelli! Þetta er að drepa blika númer eitt!
53. mín
Maggi Gylfa segir Eyþóri Helga Birgissyni að setja meiri kraft í upphitun sína. Eyþór er því líklega á leið inn á fljótlega.
55. mín
Rene Troost með skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu. Þórður Steinar Hreiðarsson var cm frá því að stýra boltanum í netið.
56. mín
Það er heldur betur að lifna yfir þessu. Gísli Páll Helgason hægri bakvörður Blika bjargar á línu á ævintýralegan hátt. Eftir fyrirgjöf frá hægri átti Baldock skot sem virtist ætla að sigla rólega í fjærhornið þar til að Gísli Páll bjargaði.
59. mín
Inn:Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV) Út:Ian Jeffs (ÍBV)
Jeffs ekki alltof ánægður með að vera tekinn út af og strunsar beint inn í klefa. Eyjamenn henda í 4-4-2 með Eyþór og Olsen fremsta.
62. mín
Gísli Páll Helgason með langt innkast inn á teig sem Abel Dhaira grípur. Boltasækjarinn upp við hliðarlínuna er með handklæði til að þurrka boltann fyrir Gísla en þessi sami boltasækjari var á hinum enda vallarins í fyrri hálfleik þegar Gísli tók löng innköst þar.
64. mín
Blikar eru áfram líklegri og Andri Rafn Yeoman á skot yfir úr ágætis færi.
64. mín
Inn:Ben Everson (Breiðablik) Út:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Ben Everson með Blikum.
65. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Áhugaverð skipting. Andri fer í hjarta varnarinnar, Matt Garner fer í vinstri bakvörðinn og Þórarinn Ingi tekur stöðu Tryggva á kantinum.
70. mín
Skiptingarnar hafa hleypt lífi í leik Eyjamanna. Þórarinn Ingi Valdimarsson á sprett sem endar á því að brotið er á honum nokkrum metrum fyrir utan vítateig. Guðmundur Þórarinsson tekur aukaspyrnuna en boltinn smellur í slánni!
73. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
82. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Tonny Mawejje (ÍBV)
85. mín
Eyjamenn halda áfram pressunni og Andri Ólafsson á hörkuskalla sem Ingvar Þór Kale ver með tilþrifum í horn.
88. mín
Einungis 748 áhorfendur eru á vellinum í kvöld.
90. mín
Ben Everson hefur verið frískur síðan hann kom inn á. Hann labbar hér framhjá Rasmus Christiansen en skot hans er laust og Abel Dhaira grípur boltann.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri Breiðabliks. Blikar voru miklu betri fyrstu 70 mínúturnar og þeir stóðu síðan af sér pressu Eyjamanna síðustu 20 mínúturnar. Nánari umfjöllun um leikinn hér á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('83)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('15)

Rauð spjöld: