City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
3
3
Stjarnan
0-1 Ellert Hreinsson '10
Jóhann Þórhallsson '33 1-1
1-2 Mark Doninger '38
Davíð Þór Ásbjörnsson '63 2-2
2-3 Halldór Orri Björnsson '72
Ingimundur Níels Óskarsson '82 3-3
29.07.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Dúnalogn, 13 gráðu hiti og alskýjað.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
4. Finnur Ólafsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson
18. Styrmir Erlendsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Finnur Ólafsson ('93)
Ingimundur Níels Óskarsson ('77)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('49)
Jóhann Þórhallsson ('21)
Kjartan Ágúst Breiðdal ('3)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Fylkisvelli þar sem Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst 19:15 og liðin eru komin hér sitthvorum megin við textann.
Fyrir leik
Leikurinn er minningarleikur um Jón Ellert Tryggvason sem var ötull starfsmaður Fylkis. Hann lést á aðfangadag en hefði verið 45 ára í dag. Í tilefni dagsins er Geir Ólafsson stórsöngvari mættur í Árbæinn og hefur verið að undirbúa sig undir að syngja lagið You'll never walk Alone sem margir þekkja sem Liverpool lagið. Jón Ellert var mikill Liverpool stuðningsmaður.
Fyrir leik
Fylkismenn gera eina breytingu á liði sínu sem vann 0-2 sigur á Keflavík í síðustu umferð. Jóhann Þórhallsson kemur inn fyrir Árna Frey Guðnason.

Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við KR í síðustu umferð. Tryggvi Sveinn Bjarnason kemur inn í liðið fyrir Baldvin Sturluson sem er í leikbanni og það er eina breytingin hjá þeim. Mark Doninger sem kom frá ÍA um daginn er aftur varamaður hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Finnur Ólafsson og Davíð Þór Ásbjörnsson eru miðverðir hjá Fylkismönnum í kvöld eins og í síðasta leik gegn Keflavík.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og nú hefur farið fram mínútu þögn til minningar um Fylkismannin Jón Ellert Tryggvason sem lést á aðfangadag í fyrra. Hann hefði orðið 45 ára í dag. Nú syngur Geir Ólafs lagið You'll never walk alone og í kjölfarið mun leikurinn hefjast.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Stjörnumenn byrja með boltann og leika í átt að verslun Krónunnar.
2. mín
Lars Lagerback landsliðsþjálfari Íslands og Heimir Hallgrímsson aðstoðarmaður hans eru mættir á Fylkisvöll. Báðir voru þeir búnir að fjárfesta í hamborgara og sódavatni á svæðinu og nærast núna í byrjun leiks.
3. mín Gult spjald: Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Fylkismenn láta vel finna fyrir sér í byrjun leiks. Ásgeir Börkur er búinn að fá tiltal nú þegar og Kjartan Ágúst fékk núna áminningu fyrir brot á Kenny Chophart.
Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður:
Einn besti songvari landsins er Fylkismadur Bjarni ara afhverju var hann ekki fenginn til ad syngja.
10. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Garðbæingar eru komnir yfir. Jóhann Laxdal sendi boltann inn í teiginn á Ellert Hreinsson sem skallaði inn. Fjórða mark Ellerts í sumar.
20. mín
Það er ekkert stórkostlegt búið að vera að gerast. Liðin eru að þreifa fyrir sér og reyna að skapa færi. Ellert var að skalla yfir mark Fylkis úr fínu færi eftir sendingu Halldórs Orra.
21. mín Gult spjald: Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
Jóhann fær áminningu fyrir að tækla Jóhann Laxdal þegar hann ætlaði á undan honum í boltann en náði ekki.
28. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann fær áminningu fyrir að slá boltann úr höndum Finns Ólafssonar sem var að taka innkast.
30. mín
Kenny Chophart komst í dauðafæri gegn Bjarna Þórði en skaut framhjá marki Fylkis.
31. mín
Fylkismenn búnir að eiga sitt fyrsta skot á mark. Jóhann Þórhallsson átti það en það var veikt og beint á Ingvar í markinu.
33. mín MARK!
Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
Jóhann Þórhallsson jafnar metin. Oddur Ingi Guðmundsson átti fast skot utan af velli sem Ingvar varði en náði ekki að halda boltanum og Jóhann náði frákastinu og skoraði framhjá Ingvari.
34. mín
Inn:Mark Doninger (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar þarf að fara af velli og Doninger kemur inn í hans stað. Áhorfendur í Árbænum bauluðu þegar Doninger kom inná.
38. mín MARK!
Mark Doninger (Stjarnan)
Jóhann Laxdal búinn að leggja upp annað mark. Nú sendi hann boltann frá hægri inn í teiginn, Ellert Hreinsson lét boltann fara og Mark Doninger fékk hann á auðum sjó utarlega í teignum og skoraði.
43. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli fær áminningu fyrir brot á Tómasi Joð.
45. mín
Kenny Chophart í fínu færi eftir sendingu Atla en skaut framhjá Fylkismarkinu.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Fylkisvelli. Staðan 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Liðin koma óbreytt til leiks.
49. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
60. mín
Kenny Chophart með skot langt utan af velli sem fór rétt yfir Fylkismarkið.
63. mín MARK!
Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Í kjölfar hornspyrnu datt boltinn dauður í teignum fyrir framan Davíð Þór Ásbjörnsson sem var fljótur að átta sig og þrumaði í markið af stuttu færi.
67. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
70. mín
Jóhann Þórhallsson skallar hátt yfir mark Stjörnunnar úr fínu færi.
72. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri kemur Stjörnunni aftur yfir. Varamaðurinn Gunnar Örn Jónsson fór upp að endamörkum og kom boltann í teiginn á Halldór Orra sem lagði boltann í markið.
77. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
82. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir)
Ingimundur Níels slapp einn í gegn eftir góða sendingu Björgólfs Takefusa innfyrir vörnina og afgreiddi boltann auðveldlega framhjá Ingvari í markinu.
84. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir) Út:Björgólfur Takefusa (Fylkir)
85. mín
Áhorfendur á Fylkisvelli í kvöld eru 1017.
88. mín
Alexander Scholz með skot í stöng Fylkismarksins og í kjölfarið var Doninger með skot sem Bjarni Þórður varði.
89. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) Út:Jóhann Þórhallsson (Fylkir)
90. mín
Þremur mínútum er bætt við venjulegan leiktíma.
93. mín Gult spjald: Finnur Ólafsson (Fylkir)
94. mín
Hörður Árnason með hörkuskot að marki sem Bjarni Þórður varði í horn.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-3 jafntefli. Frekari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson ('34)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Atli Jóhannsson ('43)
Jóhann Laxdal ('28)

Rauð spjöld: