City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
2
1
Grindavík
Sigurbergur Elísson '60 1-0
1-1 Pape Mamadou Faye '74
Magnús Sverrir Þorsteinsson '89 2-1
30.07.2012  -  19:15
Nettó völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur, skýjað og lítill vindur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 705
Maður leiksins: Arnór Ingvi Traustason
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('80)
Sigurbergur Elísson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('80)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('69)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið þið velkomin á beina textalýsingu á suðurnesjaslag af bestu gerð.
Fyrir leik
Eftir 12 umferðir þá eru Keflvíkingar í 9. sæti með 15 stig og með sigri í kvöld þá geta þeir jafnað ÍA að stigum fer allt eftir því hvernig leikur KR - ÍA endar. Aðeins ein breyting eru hjá Heimamönnum Grétar Atli Grétarsson dettur útúr byrjunarliðinu, Viktor Smári Hafsteinsson kemur inní hans stað.

En Grindvíkingar eru enn í botnsætinu og vantar stig. Nýr leikmaður spilar hjá Grindvíkingum og það er Ian James Williamson. Loic Ondo er einnig komin í byrjunarliðið en Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði er í banni og þarf hann að fylgjast með sínum mönnum í stúkunni.
Fyrir leik
DJ-inn er alveg á tánum hérna í kvöld og eru menn farnir að hita upp með Run To The Hills með Iron Maiden í eyrunum. Menn ættu að hlaupa í átt að hólum við það lag.
Fyrir leik
Ég ætla að reyna setja nýjung uppá þetta hjá mér í kvöld því ekki hef ég verið duglegur að læra á Twitter en þið megið henda inn á twitter með hastaggið #fotbolti. Og kannski detta inn einhver skemmtileg comment inn.
Fyrir leik
Leikmenn eru í þessum skrifuðu orðum að labba hérna inná völlinn. Þetta er að skella á.
Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason einn efnilegasti leikmaður Íslands notar leir í hárið á sér!
Jóhann Norðfjörð
1. mín
Grindvíkingar byrja með boltann og leika í átt að sláturhúsinu.
5. mín
Þetta fer rólega af stað menn að þreifa fyrir sér með knöttinn.
9. mín
Hættuleg aukaspyrna sem Jóhann Birnir Guðmundsson átti á vinstri kanti. Og klafs var inní teig en Óskar Pétursson náði að verja.
12. mín
Arnór Ingvi Traustason átti gott hlaup upp miðjuna og átti hörkuskot en boltinn fór rétt framhjá, ég sá þennann inni.
17. mín
Jóhann Birnir var kominn í gott færi eftir góða sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Óskar Pétursson varði og svo átti Jóhann Birnir reyndi að fylgja á eftir en boltinn hátt yfir markið.
20. mín Gult spjald: Mikael Eklund (Grindavík)
Eftir brot á Arnór Ingva.
26. mín
Guðmundur Steinarsson átti skot með hægri fæti eftir að Grindvíkingar reyndu að hreinsa en boltinn fór vel framhjá. Heimamenn mun líklegri til að skora fyrsta markið.
28. mín
Arnór Ingvi Traustason í dauðafæri meter fyrir framan markið en Arnór skaut boltanum vel yfir markið, boltinn er ekki enn lentur.
30. mín
Jóhann Birnir Guðmundsson með viðstöðulaust skot með vinstri fæti en Óskar Pétursson varði frábærlega í markinu.
32. mín
Jóhann Birnir er allt í öllu hérna hjá Keflvíkingum og kæmi mér það ekki á óvart að hann myndi skora fyrsta markið.
38. mín
Scott Ramsay með skot í stöngina eftir sendingu frá Matthíasi Friðrikssyni. Heimamenn náðu að hreinsa í horn sem ekkert varð úr.
43. mín
Magnús Björgvinsson í dauðafæri fyrir framan markið. Hafþór Ægir Vilhjálmsson með sendingu fyrir og var Magnús aleinn en hann hittir gjörsamlega ekki boltann.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér á Nettó vellinum.
46. mín
Leikurinn er hafin að nýju og eru það heimamenn sem að byrja með boltann.
48. mín
Arnór Ingvi Traustason með fínan sprett frá vinstri kanti í átt að miðjum teignum og átti svo skot sem fór vel framhjá markinu.
50. mín
Arnór Ingvi með skot langt fyrir utan teig en boltinn fór rétt yfir markið.
55. mín
Loic Ondo biður um skipingu og mér sýnist hann verða af ósk sinni
56. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Loic Ondo (Grindavík)
60. mín MARK!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Arnór Ingvi Traustason brunaði upp völlinn í hraðaupphlaup og var komin að markteig Grindvíkinga og lagði svo boltan á Sigurberg Elísson sem gerði vel og skoraði framhjá Óskari Péturssyni í markinu. Sigurbergur er ekki búinn að sjást í leiknum.
Oddur G. Bauer
Arnór Ingvi er góður í flestu sem tengist fótbolta nema í línupoti, það er ekki hans sterkasta hlið. #fotbolti
65. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
69. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
69. mín
Undarleg ákvörðun Þorvalds Árnasonar dómara. Ómar Jóhannsson var með boltann ætlaði að gefa á Magnús Þór Magnússon en sendinginn var léleg og var Pape Faye kominn í boltann og Magnús Þór tæklaði hann niður en ekkert dæmt. Þorvaldur dómari horfði á línuvörðinn sem ekki veifaði og lét leikinn halda áfram.
74. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Grindavík)
74. mín
Glæsileg fyrirgjöf frá hægri kanti frá Magnúsi Björgvinssyni og þar var Pape Faye sem að henti sér fyrir boltann og skallaði knöttinn í netið.
75. mín
Ég kom því ekki inn áðan því allt að gerast í leiknum. En Guðmundur Steinarsson var kominn í hálgert dauðafæri en Óskar Pétursson varði.
80. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
80. mín
Inn:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Zoran Ljubicic
82. mín
Magnús Sverrir Þorsteinsson með skot rétt yfir markið.
86. mín
Arnór Ingvi Traustason liggur hérna niðri eftir lítið samstuð, boltanum er sparkað útaf.
87. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Arnór fer útaf virðist hafa verið með einhverja krampa í fæti.
89. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Magnús fékk boltann á vinstri kanti og leitaði í átt að teig og átti skot að marki sem steinlá í vinstra horninu.
90. mín
Leik lokið hér í Keflavík þar sem að Heimamenn fóru með 2-1 sigur gegn Grindvíkingum. Ég þakka kærlega fyrir mig. Umfjöllun og viðtöl koma inn hér seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('65)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason ('56)
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Tomi Ameobi

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Mikael Eklund ('20)

Rauð spjöld: