City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
2
1
Fram
Kjartan Henry Finnbogason '81 , víti 1-0
2-0 Alan Lowing '86 , sjálfsmark
2-1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson '91
29.08.2011  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Prýðilegar. Logn og þurrt.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1.652
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson, KR
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Egill Jónsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson

Varamenn:
6. Gunnar Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér á KR-vellinum er ansi athyglisverður leikur KR og Fram sem hefst klukkan 18. Framarar hafa ekki fengið stig í Frostaskjólinu síðan 2000 en eru taplausir í þremur síðustu leikjum sínum, gerðu tvö jafntefli og unnu síðan Val 3-1 í síðustu umferð.

Staða þessara liða í deildinni er gjörólík. KR er með tveggja stiga forystu á toppnum og á þar að auki leik inni. Fram er í fallsæti, situr í 11. sæti og er sex stigum frá öruggu sæti sem stendur.
Fyrir leik
Dómgæslan hefur mikið verið til umræðu hjá KR-ingum að undanförnu. Dómari kvöldsins er Þorvaldur Árnason sem hefur verið einn besti dómari deildarinnar í sumar.
Fyrir leik
Guðjón Baldvinsson í KR og Almarr Ormarsson í Fram taka út leikbönn í kvöld. Þá eru sterkir menn á meiðslalistanum hjá báðum liðum.
Fyrir leik
Tvær breytingar á liði KR frá jafnteflisleiknum gegn ÍBV. Ásgeir Örn Ólafsson er farinn aftur til Noregs og Guðjón Baldvinsson er í banni. Magnús Már Lúðvíksson er kominn aftur eftir meiðsli og Egill Jónsson er mættur í byrjunarliðið.

Hjá Fram er ein breyting. Þar sem Almarr er í leikbanni kemur hinn ungi og efnilegi Hólmbert Aron Friðjónsson í byrjunarliðið. Hólmbert kom til Fram frá HK í sumar.
Fyrir leik
Skúli Jón Friðgeirsson er enn meiddur en hann er að jogga á vellinum í þessum skrifuðu orðum. Halldór Hermann Jónsson mætti á undan samherjum sínum út að hita sem gæti þýtt að hann sé eitthvað smá tæpur vegna meiðsla.

Minnum fólk á að vera duglegt á Twitter og nota hashtagið #fotbolti þegar skrifað er um Pepsi-deildina. Valdar færslur verða birtar í textalýsingunni á meðan leik stendur.
Magnús Haukur:
Ef Fram vinnur í kvöld að þá kviknar í vesturbænum #miðjanmeðkyndlaálofti #blysogsektir #fotbolti #bestasætið
Runólfur Þórhallsson:
Hinn Íslenski Dimitar Berbatov startar frammi hjá KR í kvöld ! #Faxið #BjörnJóns #fotbolti
Fyrir leik
Sólin er farin að láta sjá sig og vilja gárungar meina að það sé alltaf gott veður þegar KR á heimaleik.
Fyrir leik
Heyr mína bæn farið að hljóma meðan liðin ganga út á völlinn. Athyglisverður leikur framundan. Ég bið allavega um meiri skemmtun en ég fékk á Kópavogsvellinum í gær.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það er ansi fámennt Fram-megin í stúkunni en vonum að það eigi eftir að fjölga. KR-ingar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að félagsheimili sínu.
6. mín
Guðmundur Reynir Gunnarsson með fast skot eftir góða spilamennsku KR. Ögmundur í marki Fram kýldi boltann frá. Fyrsta alvöru marktilraun leiksins.
Fannar Páll:
Treysti á að Framarar hleypi spennu í Íslandsmótið með sigri á KR í kvöld! Spái 1-3 sigri Fram. #fotbolti #Framfellursamtíhaust #sorry
10. mín
KR-ingar hættulegri í upphafi leiks. Egill Jónsson í hörkufæri sem Ögmundur varði, boltinn barst út á Aron Bjarka sem átti annað skot en aftur varði Ögmundur.
12. mín
Fyrsta skot Fram. Frábær sending innfyrir á Steven Lennon sem var í fínu færi en skot hans ekki nægilega öflugt svo boltinn fór framhjá.
15. mín
Framarar að lifna við og hafa skapað miklu hættu upp við mark KR síðustu mínútur. Hafa átt tvær hættulegar hornspyrnur með stuttu millibili en Hannes Þór verið vel vakandi í markinu. Þá fékk Jón Gunnar Eysteinsson dauðafæri en náði ekki skoti að marki.
21. mín
Sam Tillen leikur á varnarmenn KR og kemst inn í teiginn. Lipurlega gert en skot hans ekki nægilega gott og boltinn fer framhjá.
23. mín
Fram hefur einfaldlega verið betra liðið það sem af er og er líklegra til að setja mark eins og þetta er að spilast.
Sólmundur Hólm, grínisti:
KR-ingar í nauðvörn fyrstu minuturnar. Fram mjög ógnandi. Það er von fyrir mótið. #fobolti
27. mín
Þarna munaði engu að Fram tæki forystuna! Steven Lennon fór illa með varnarmenn KR og komst í dauðafæri en Hannes varði svo boltinn skaust upp í loftið og stefndi svo í markið áður en Grétar Sigfinnur bjargaði á línu.
28. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Fyrir groddalegt brot á Kjartani Henry Finnbogasyni. Hárréttur dómur.
32. mín
Fyrsta af viti sem KR-ingar gera í langan tíma. Kjartan Henry komst í fínt færi í teignum en skot hans fór í varnarmann og þaðan í hornspyrnu. Annars eru KR-ingar í raun stálheppnir að vera ekki undir í þessum leik.
33. mín
HANNES VARÐI VÍTI! Bjarni Guðjónsson dæmdur brotlegur en Steven Lennon féll í teignum. KR-ingar hafa verið í miklum vandræðum með Lennon sem steig sjálfur á punktinn en spyrna hans laus og gríðarlega döpur svo Hannes varði.
33. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
36. mín
Baldur Sigurðsson spólaði sig í gegnum vörn Fram og markverði en missti boltann frá sér. Munaði engu að KR refsaði Fram þarna fyrir að klúðra vítinu.
37. mín
Maður getur ekki annað en rifjað upp leik FH og KR fyrr í sumar. Þá voru FH-ingar búnir að vera talsvert betri þar til Hannes varði vítaspyrnu, þá snérist dæmið við og KR-ingar vöknuðu og kláruðu leikinn. Spurning hvort það verði sagan núna?
42. mín
Björn Jónsson með skot sem fer framhjá. KR-ingar komist betur inn í þetta þessar fyrstu mínútur eftir vítavörslu Hannesar.
45. mín
Það er markalaust í hálfleik. Framarar mun betra liðið þar til Hannes varði ömurlega vítaspyrnu Lennon. Eftir það voru KR-ingar örlítið betri.
Oddur Helgi Guðmundsson, KR-ingur:
Uffffff hvað fyrstu 45 eru búnar að vera slakar! #fotbolti
Magnús Valur Böðvarsson:
ÁFRAM FRAM! álíka miklar líkur á að heyra þessa setningu og sjá fljúgandi svín #fotbolti #enginnstuðningur #vilfaalvörutoppbaráttu
Magnús Valur Böðvarsson
46. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Hólmbert sem var kominn með gult spjald fer af velli. Þorvaldur með tilfærslur, Daði Guðmunds fer á miðjuna og Jón Orri í hægri bakvörðinn. Seinni hálfleikur er farinn af stað.
48. mín
Steven Lennon heldur áfram að vera ógnandi. Fékk sendingu frá Jóni Orra og átti lúmskt skot sem fór naumlega framhjá.
50. mín
Úr stúkunni er það helst að frétta að stuðningsmenn KR hafa ekkert sungið um Hödda Magg og Stöð 2 Sport. Fengu kannski nóg af laginu eftir síðasta leik.
52. mín
Mikill darraðadans við mark Fram! Boltinn skoppaði um markteiginn áður en hann barst út á Viktor Bjarka sem skaut yfir. Þarna hefur hjartsláttur Framara orðið örari!
54. mín
Inn:Magnús Otti Benediktsson (KR) Út:Björn Jónsson (KR)
Björn Jónsson farinn meiddur af velli. Fékk högg þegar darraðadansinn var við mark Fram.
63. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Magnús Már Lúðvíksson (KR)
65. mín Gult spjald: Alan Lowing (Fram)
Það er jafnræði með liðunum þessa stundina.
70. mín
KR virðist hægt og bítandi vera að ná yfirhöndinni í þessum leik.
78. mín
Inn:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
Spurning hvort Arnar geti búið til sigurmark í þessum leik. Annars hefur leikurinn róast talsvert hérna í seinni hálfleiknum.
81. mín Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
KR-ingar skora úr vítaspyrnu! Hendi dæmd á varnarmann Fram innan teigs og Þorvaldur Árnason benti samstundis á vítapunktinn, virtist alveg öruggur á þessu. Kjartan Henry Finnbogason fór á punktinn og skoraði af öryggi þó Ögmundur hafi farið í rétt horn. Steven Lennon ætti að skoða þessa spyrnu betur þegar heim er komið.
86. mín SJÁLFSMARK!
Alan Lowing (Fram)
Lowing verður fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir góða sókn KR-inga. Óhætt er að segja að ekkert hafi fallið með Fram í þessum leik. Meistaraheppni hjá KR-ingum?
91. mín MARK!
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
Arnar Gunnlaugsson með fallegasta mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Of Seint fyrir Fram sem átti ekki skilið að fara tómhent úr þessum leik. Leik er lokið með 2-1 sigri KR.
Alexander Freyr Tamimi
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson ('78)
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Lowing ('65)
Hólmbert Aron Friðjónsson ('33)
Hlynur Atli Magnússon ('28)

Rauð spjöld: