Þór
2
1
Haukar
Chukwudi Chijindu
'32
1-0
1-1
Magnús Páll Gunnarsson
'52
Sigurður Marinó Kristjánsson
'60
2-1
02.08.2012 - 18:15
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Heiðskírt, 11° og norðan 6m/s
Dómari: Pétur Guðmundsson
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Heiðskírt, 11° og norðan 6m/s
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
('81)
11. Kristinn Þór Björnsson
('63)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko
17. Halldór Orri Hjaltason
23. Chukwudi Chijindu
('88)
Varamenn:
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
('63)
16. Kristinn Þór Rósbergsson
21. Kristján Páll Hannesson
Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson
Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('90)
Joshua Wicks ('90)
Guiseppe P Funicello ('74)
Sigurður Marinó Kristjánsson ('51)
Kristinn Þór Björnsson ('44)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn taka á móti Haukum.
Fyrir leik
Fyrir leik kvöldsins eru Haukar í þriðja sæti með 23 stig og geta með sigri hér í kvöld komið sér upp í annað sætið aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu þar sem Víkingar frá Ólafsvík eru búnir að koma sér fyrir.
Fyrir leik
Þórsarar eru í nokkuð sérstakri stöðu en vegna Evrópuævintýris þeirra eru þeir í 6. sæti með 17 stig en eiga inni þrjá leiki á flest liðin í efri hlutanum.
Fyrir leik
Það hefur ekkert gengið sérstaklega vel hjá leikmönnum Hauka að koma boltanum í netið en það hefur aðeins tekist þrettán sinnum í þrettán leikjum sem gerir akkúrat eitt mark per leik með nokkuð auðveldum útreikngum. Það er aðeins eitt lið í 1. deild með lélegra markahlutfall en það er Höttur með ellefu mörk í þrettán leikjum.
Haukar geta aftur á móti verið stoltir af varnarleik sínum en hann er sá best í 1. deild ef tölfræði varðandi mörk fengin á sig er skoðuð. Haukar hafa aðeins fengið á sig ellefu mörk í þrettán leikjum.
Haukar geta aftur á móti verið stoltir af varnarleik sínum en hann er sá best í 1. deild ef tölfræði varðandi mörk fengin á sig er skoðuð. Haukar hafa aðeins fengið á sig ellefu mörk í þrettán leikjum.
Fyrir leik
Markahæsti leikmaður Hauka er Kópavogsbúinn Magnús Páll Gunnarsson með fjögur mörk. Hjá heimamönnum er það Svíinn Robin Stromberg sem er markhæstur með þrjú mörk eins og Jóhann Helgi Hannesson og fyrirliðinn Sveinn Elías Jónsson en Stromberg hefur spilað færri leiki. Stromberg spilar þá víst ekki fleiri með Þór þar sem hann er ekki lengur leikmaður liðsins.
Fyrir leik
Chukwudi Chijindu er í fyrsta sinn í leikmannahópi Þórs hér í dag og hann dettur beint í byrjunarliðið þar sem Sveinn Elías Jónsson er að taka út leikbann. Chukwudi er í daglegu tali kallaðu Chuck þannig að við ætlum að halda okkur við það í þessari textalýsingu. Þessi 26 ára Bandaríkjamaður er fæddur í Nígeríu og hefur haldið sig við það að spila í Bandaríkjunum þangað til núna.
Fyrir leik
Það er svipað í boði hjá Haukum en Árni Vilhjálmsson sem kom nýlega á láni frá Breiðablik út tímabilið er í byrjunarliði dagsins hjá Óla Jó
9. mín
Árni Vilhjálmsson fellur á vinstri vængnum rétt fyrir utan vítateigshorn heimamanna en Pétur Guðmundsson bendir honum á að standa upp og halda áfram.
10. mín
Chuck kemst í ágætist skotfæri rétt við markteishornið en skot hans fer nokkuð frá markinu, nýliðarnir áberandi hér þessa stundina í báðum liðum.
14. mín
Jóhann Helgi með skot af hægri vængnum en skotið er laust og rúllar beint í fangið á Daða í marki Hauka.
15. mín
Magnús Páll með skalla að marki Þórsara en hann nær ekki neinum krafti í hann og hann endar í fanginu á Josh Wicks í marki heimamanna
21. mín
Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Haukar)
Braut á Jóhanni Helga en Pétur notaði hagnaðarregluna og lét leikinn halda áfram, spjaldaði svo Viktor um leið og leikur stoppaði, vel gert.
24. mín
Jóhann Helgi kemst upp að endamörkum og reynir að koma boltanum fyrir með því að vippa yfir Daða í markinu en Daði hefur séð þetta allt áður og grípur boltann örugglega.
28. mín
Magnús Páll fellur mjög auðveldlega til jarðar og fær smá viðvörum frá dómara leiksins fyrir
31. mín
Þórsarar ná upp alveg ágætis spili sem endar á því að Sigurður Marinó kemst upp að endalínu og reynir að senda hann fyrir en boltinn fer beint í fangið á Daða.
32. mín
MARK!
Chukwudi Chijindu (Þór )
Hann var ekki lengi að þessu og þetta var líka svona vel gert hjá honum!
32. mín
Aftur var það nokkuð laglegt spil hjá heimamönnum sem skilaði þeim upp að endalínu, í þetta sinn var það Ingi Freyr sem komst þangað og hann ákvað að rúlla boltanum út í teig í stað þess að koma með háa sendingu. Þar var það nýliði Þórsara hann Chuck sem tók vel á móti boltanum, sneri varnarmann Hauka af sér auðveldlega og setti boltann upp í þaknetið af stuttu færi. Virkilega vel gert í alla staði hjá nýliðanum.
37. mín
Jóhann Helgi með langskot sem fer vel yfir markið, hefði fengið stig fyrir þetta í NFL.
49. mín
Árni Vilhjálmsson kemst í ágætis skotfæri hægra megin í vítateignum en skot hans fer vel framhjá, skiptir ekki öllu þar sem hann var einnig flaggaður rangstæður. Árni er búinn að vera duglegur hér í dag.
50. mín
Gult spjald: Sigurbjörn Hreiðarsson (Haukar)
Sigurbjörn missir boltann á hættulegum stað og tekur Orra Frey niður
52. mín
MARK!
Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
Árni Vilhjálmsson á sendinguna fyrir af hægri vængnum þar sem Magnús Páll er algjörlega aleinn í teig heimamanna og stangar boltann í netið.
57. mín
Haukarnir eru aðeins líflegri hér í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, spilið er að ganga betur hjá þeim og þeir eru að halda boltanum betur innan liðsins.
60. mín
MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Þórsarar eru aftur komnir yfir! Sigurður Marinó skorar markið eftir gott hnoð í gegnum miða vörn Hauka.
67. mín
Jóhann Helgi með sendingu fyrir markið af hægri vængnum, Chuck nær að koma hausnum í boltann en skallinn er laus og vel framhjá.
69. mín
Viktor Unnar kemst upp vinstri vænginn og á sendingu fyrir, Magnús Páll nær að koma fæti í bolta en skotið er laus og rúllar beint á Josh Wicks í marki Þórsara. Þetta var hættulegt færi enda rétt við markteigslínuna
82. mín
Kemur smá á óvart að Guðmundur Sævarsson sé ennþá á vellinum, hann byrjaði að haltra í fyrri hálfleiknum og gerir það ennþá.
85. mín
Inn:Björgvin Stefánsson (Haukar)
Út:Magnús Páll Gunnarsson (Haukar)
Það er nokkuð ljóst að Guðmundur Sævarsson fær að klára leikinn.
88. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór )
Út:Chukwudi Chijindu (Þór )
Chuck virðist ekki geta haldið áfram eftir þessa tæklingu frá Kristjáni.
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson
('75)
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson
('85)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
23. Guðmundur Sævarsson
Varamenn:
19. Brynjar Benediktsson
('75)
22. Björgvin Stefánsson
('85)
22. Alexander Freyr Sindrason
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Benis Krasniqi ('90)
Kristján Ómar Björnsson ('88)
Sigurbjörn Hreiðarsson ('50)
Viktor Unnar Illugason ('21)
Rauð spjöld: