City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
3
Keflavík
0-1 Guðmundur Steinarsson '8
Mark Doninger '31 1-1
1-2 Hörður Sveinsson '69
1-3 Jóhann Birnir Guðmundsson '90
08.08.2012  -  20:00
Samsung-völlurinn
Pepsi-deildin
Dómari: Guðmundur Ársæll
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('68)
27. Garðar Jóhannsson ('76)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('76)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Gunnar Örn Jónsson ('89)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl! Fólk er byrjað að hlaða í sig hamborgurum hér fyrir utan Samsung-leikvanginn enda styttist í leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Klukkan 20 flautar Guðmundur Ársæll Guðmundsson leikinn á en um sjónvarpsleik er að ræða.

Gaman verður að fylgjast með Mark Doninger í leiknum í kvöld en hann var funheitur fyrir Verslunarmannahelgi þegar hann skoraði tvö gegn Þrótti í undanúrslitum bikarsins.

Stjörnumenn eru komnir í úrslitaleik bikarsins og Silfurskeiðin fékk verðlaun sem besta stuðningsmannasveit umferða 1-11. Stemningin í Garðabænum gæti því varla verðið meiri.

Stjarnan er sem stendur í þriðja sæti en Keflavík í því sjöunda.

Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, tekur út leikbann í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson er meðal varamanna en hann er kominn heim. Kom frá Val í glugganum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik er Stjarnan með 22 stig en Keflavík 18. Keflavík vann grannaslag gegn Grindavík í síðustu umferð en Stjarnan hefur gert þrjú jafntefli í röð, síðast á útivelli gegn Fylki.

Það er þónokkur vindur á annað markið hér á Samsung-vellinum og völlurinn er blautur. Eigum við ekki bara að segja að þetta séu kjöraðstæður fyrir gervigras!
1. mín
Leikurinn er hafinn. Keflvíkingar byrja með boltann og sækja með vindinn í bakið í fyrri hálfleik.
8. mín MARK!
Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Glæsilegt mark hjá Guðmundi Steinarssyni! Guðmundur fær boltann aftur eftir eigin hornspyrnu nokkuð fyrir utan vítateigshornið og lætur vaða á markið og boltinn endar í fjær samskeytunum!

Glæsilegt mark hjá Gumma og ekki það fyrsta á ferlinum (eða á tímabilinu).
16. mín
Keflvíkingar eru betri þessar upphafsmínútur og komust í gott færi á 11. mínútu en voru ranglega dæmdir rangstæðir. Reynslan segir okkur þó að það má aldrei líta af Stjörnumönnum, þá eru þeir fljótir að refsa.

Maður á því von á fleiri mörkum í kvöld.
21. mín
Sókn á báða bóga. Eftir að Keflvíkingar komust í ágætis sóknarstöðu klikkaði fyrirgjöf Frans Elvarssonar. Stjörnumenn fóru þá fram og Donninger fékk ágætis skotfæri en vippa hans fór beint á Ómari í marki gestanna.
25. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig þegar Haraldur Freyr stekkur upp á Kennie Chopart. Donninger á skot í markmannshornið þar sem Ómar var kominn á bakvið vegginn en boltinn fer rétt framhjá.
28. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Aftur brýtur Haraldur Freyr á Chopart, nú tæklar hann Chopart út´á velli og hlýtur réttilega gult spjald fyrir.
31. mín MARK!
Mark Doninger (Stjarnan)
Stjörnumenn jafna! Chopart á sendingu á Halldór sem er snöggur að gefa á Garðar sem á skot sem Ómar ver, en Donninger er fyrstur á fjærstöng og á ekki í vandræðum með að skora í autt markið.
34. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
36. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Keflvíkingar gera breytingu á liði sínu. Útaf fer Guðmundur Steinarsson og inná kemur Hörður Sveinsson í sinn fyrsta leik í sumar fyrir Kelfavík,

Þetta er mikill missir fyrir Keflvíkingar en Guðmundur er búinn að vera mjög sprækur í leiknum.
39. mín
Hörður Sveinsson er ekki lengi að koma sér í sitt fyrsta færi. Magnús Sverrir á sendingu innfyrir vörn Stjörnumanna á Hörð en Ingvar bjargar með flottu úthlaupi.

Þrátt fyrir þetta færi hafa Stjörnumenn verið líklegri undanfarnar mínútur og stjórna leiknum.
44. mín
Stjörnumenn nálgæt því að komast yfir þegar Hörður Árnason átti flotta fyrirgjöf af vinstri kantinum en ágætis skot Donninger rétt fyrir utan teig fer framhjá.
45. mín
Guðmundur Ársæll flautar til hálfleiks í þessum flotta fótboltaleik. Staðan er 1-1 en ég myndi ekki afskrifa það að mörkin verði fleiri.

Eftir að Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur hafa Stjörnumenn haft yfirhöndina seinni hluta hálfleiksins.
46. mín
Leikar eru að hefjast hér í Garðabænum. Stjörnumenn byrja með boltann og sækja með vindinn í bakið síðustu 45 mínúturnar.
51. mín Gult spjald: Denis Selimovic (Keflavík)
Denis fær spjald fyrir að rífa í Garðar Jóh á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Aukaspyrna Halldórs Orra í kjölfarið er slök og beint fyrir aftan endalínu.
53. mín
Gott færi hjá Sjörnumönnum. Donninger á flotta sendingu innfyrir á Garðar Jóh en skot hans er vel varið af Ómari í markinu.

Rétt í þann mund sem Donninger sendi boltann skall hann á Haraldi Frey. Haraldur er borinn blóðugur útaf.
56. mín
Inn:Rafn Markús Vilbergsson (Keflavík) Út:Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Eftir samstuðið við Mark getur Haraldur ekki haldið áfram og því kemur Rafn Markús inní vörnina í hans stað. Rafn er nýgenginn til liðs við Keflvíkinga, en hann lék áður með Njarðvík.
61. mín
Færi hjá Keflavík. Jóhann Birnir á frábæra sendingu á Hörð Sveinsson sem á frábæra móttöku á vítateigslínunni og fínt skot en því miður fyrir hann og Keflvíkinga fór boltinn rétt framhjá stönginni.
63. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
66. mín
Tvö góð færi hjá Keflvíkingum! Magnús Sverrir slapp einn í gegn en Ingvar ver skot hans á nærstöng vel, boltinn berst út í teig og á endanum á Jóhann Birnir skot sem Ingvar ver aftur meistaralega í markinu!

Keflvíkingar virka líklegri í augnablikinu.
68. mín
Inn:Grétar Atli Grétarsson (Keflavík) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
68. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Hörður Árnason (Stjarnan)
69. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Hörður Sveinsson kemur Keflvíkingum yfir!

Hörður fær sendingu innfyrir vörn Stjörnumanna. Daníel Laxdal var með fullt vald á boltanum en í staðinn fyrir að hreinsa frá ákveður hann að skýla boltanum og bíða eftir Ingvari Jónssyni sem kom æðandi úr markinu en það vildi ekki betur til en að Hörður var á undan þeim báðum í boltann og potaði honum framhjá Ingvari og í markið.

Slysalegt mark en Hörður hefur verið sprækur síðan hann kom inná.
76. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
79. mín
Varamaðurinn Snorri Páll nálægt því að jafna metin. Mark Donninger á góða sendingu innfyrir á Snorra sem hafði að því er virtist allan tímann í heiminum en skot hans fer framhjá markinu. Hefði átt að gera betur þarna.
82. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað nokkrum metrum fyrir utan vítateig. Halldór Orri lét vaða á markið en boltinn nokkuð langt framhjá. Það virðisti vera að lifna yfir Stjörnumönnum aftur.
89. mín Gult spjald: Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
90. mín MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Jóhann Birnir er að tryggja Keflvíkingum öll 3 stigin í kvöld. Jóhann komst einn innfyrir og kláraði færið sitt mjög vel.

Merkilegt nokk átti Stjörnumaðurinn Halldór Orri sendinguna innfyrir eftir baráttu við Magnús Sverri. Spurning hvort hann fái stig í Fantasy!
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri Keflvíkinga. Fyrir utan kafla í fyrri hálfleik virkuðu Stjörnumenn máttlausir gegn Suðurnesjadrengjunum.

Meira um leikinn í kvöld!
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('56)
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson ('36)
11. Bojan Stefán Ljubicic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Denis Selimovic ('51)
Magnús Þór Magnússon (f) ('34)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('28)

Rauð spjöld: