ÍBV
2
0
KR
Hannes Þór Halldórsson
'8
Þórarinn Ingi Valdimarsson
'12
, víti
1-0
Guðmundur Þórarinsson
'82
2-0
08.08.2012 - 18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi Deildin
Aðstæður: Völlurinn í flottu standi. Blautur og góður.
Dómari: Rauði baróninn
Áhorfendur: 747
Maður leiksins: Guðmundur Þórainsson
Hásteinsvöllur
Pepsi Deildin
Aðstæður: Völlurinn í flottu standi. Blautur og góður.
Dómari: Rauði baróninn
Áhorfendur: 747
Maður leiksins: Guðmundur Þórainsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson
('92)
Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason
('92)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Gul spjöld:
George Baldock ('58)
Rasmus Christiansen ('45)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir Fótbolta.net. Hér fer fram bein textalýsing frá leik ÍBV og KR í Pepsi deild karla.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi eru ekki í hóp ÍBV í dag en Magnús Gylfason staðfesti það í dag að þeir væru báðir í agabanni hjá félaginu.
Fyrir leik
Liðin hita upp að krafti, 2 folar hafa komið inn í hópinn hjá ÍBV í stað Tryggva og Eyþórs og það eru þeir Sigurður Grétar Benónýsson og Jón Ingason. Síðan má ekki gleyma Halldóri Pál Geirssyni sem er ungur og efnilegur markvörður ÍBV.
Fyrir leik
Fróðleiksmoli dagsins :
ÍBV hafa ekki unnið KR í deild eða bikar síðan 2006,þá unnu þeir 2-0 á Hásteinsvelli!
ÍBV hafa ekki unnið KR í deild eða bikar síðan 2006,þá unnu þeir 2-0 á Hásteinsvelli!
Fyrir leik
Liðin farinn í klefa og leikurinn fer að hefjast hérna á Hásteinsvelli eftir örfáar mínútur.
Fyrir leik
Hér verður mínútu þögn fyrir eyjamanninn Svein Matthíasson sem lést um helgina, mikill missir og syrgja eyjamenn þennan mikla mann.
3. mín
Kjartan Henry með sendingu fyrir markið og þar reynir Baldur Sigurðsson að ná til boltans, Abel stekkur manna hæst í teignum og nær að slá til boltans!
6. mín
Inn:Rhys Weston (KR)
Út:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Grétar Sigfinnur Sigurðsson er einfaldlega bara meiddur og fer hér útaf eftir 6 mínútna leik. Ekki það sem KR-ingar vilja standa í á fyrstu mínútum leiks!
8. mín
Rautt spjald: Hannes Þór Halldórsson (KR)
Eyjamenn fá vítaspyrnu, Georg Baldock á flotta sendingu inn fyrir vörn KR-inga og þar er Víðir Þorvarðarsson mættur og tekur skrefið til hægri og Hannes Þór fer í fæturnar á honum. Vítaspyrna dæmd!
10. mín
Inn:Fjalar Þorgeirsson (KR)
Út:Rhys Weston (KR)
Rhys David Weston þarf að yfirgefa völlin eftir að hafa verið inn á í einungis 5 mínútur og þarf að víkja af velli fyrir Fjalar Þorgeirsson varamarkvörð !
12. mín
Mark úr víti!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Þórarinn Ingi stígur loksins á punktinn eftir mikið rugl sem er búið að vera í gangi.
Skýtur fast á mitt markið og Fjalar nær þó að snerta hann en boltinn inn !
1-0 fyrir heimamönnum!
Skýtur fast á mitt markið og Fjalar nær þó að snerta hann en boltinn inn !
1-0 fyrir heimamönnum!
15. mín
Skothríð að marki KR-inga, fyrst tekur Víðir Þorvarðarson gott skot sem Fjalar ver vel, og þaðan fer boltinn til Tonny Mawejje sem reynir einnig frábært skot sem virtist vera á leið upp í samúel, en og aftur ver Fjalar frábærlega og KR-ingar halda boltanum!
18. mín
KR-ingar fá hornspyrnu eftir fáránleg mistök frá Abel Dhaira sem ætlaði að vera með sirkustæla, misskildi það að grasið væri blautt og boltinn rann útaf.
Bjarni Guðjónsson tók hornspyrnuna, en enginn KR-ingur mættur í loftið og Abel slær frá!
Bjarni Guðjónsson tók hornspyrnuna, en enginn KR-ingur mættur í loftið og Abel slær frá!
21. mín
Christian Olsen og Fjalar Þorgeirsson lenda í samstuði, Fjalar hoppar upp og grípur boltann og á sama tíma hoppar Christian Olsen upp og lendir með hnakkan í andlitinu á Fjalari. Báðir þurfa á aðhliðningu að halda.
26. mín
Fjalar Þorgeirsson er staðinn á fætur og er vel teipaður saman á hausnum eftir samstuðið við Christian, góður tími sem fó í þetta og leikurinn getur haldið áfram!
26. mín
Christian Olsen kemur einnig inn á völlin vel teipaður og takast þeir félagar í hendur.
30. mín
Leikurinn er búinn að vera flottu í alla staði, mikill kraftur í báðum liðum þótt svo eyjamenn hafa verið sterkari aðilinn, KR-ingar eru þó reyndar 10 inn á vellinum!
34. mín
Mikill fjöldi af stuðningsmönnum KR eru á vellinum og styðja þeir vel við bakið á sínu liði!
35. mín
Gunnar Þór á hér aukaspyrnu langt út á velli sem er fljótt ekin og setur hann boltann yfir vörn eyjamanna beint á Kjartan Henry Finnbogason sem nær slöku skoti á mark eyjamanna.
42. mín
KR-ingar fá hornspyrnu sem Bjarni Guðjónsson tekur, hættulegur bolti inn í teiginn en Abel rétt svo nær að grípa knöttin!
45. mín
Nokkrum mínútum hefur sennilega verið bætt við í fyrri hálfleikinn, 2 skiptingar hjá KR-ingum og auðvitað samstuðið hjá Christian og Fjalari. Tók allt sinn tíma!
45. mín
Gult spjald: Rasmus Christiansen (ÍBV)
Rasmus tekur Gunnar Þór Gunnarsson niður rétt fyrir utan teig, KR-ingar halda boltanum og halda leik áfram en sóknin rennur út í sandinn!
45. mín
Þórarinn Ingi gefur góða sendingu inn fyrir vörn KR-inga á Christian Olsen og Olsen nær skotinu en Fjalar ver vel enn og aftur!
Góðar 6-7 mínútur komnar yfir venjulegan leiktíma!
Góðar 6-7 mínútur komnar yfir venjulegan leiktíma!
45. mín
Það er komið hálfleikur hér á Hásteinsvelli, frábær leikur og mikil spenna.
Verðum hér aftur með spennandi seinni hálfleik eftir nokkrar mínútur, ég er farinn að pissa.
Verðum hér aftur með spennandi seinni hálfleik eftir nokkrar mínútur, ég er farinn að pissa.
45. mín
ÍBV leiðir 1-0 yfir í hálfleik og það verðskuldað. Leikurinn byrjaðir ekki vel fyrir KR því Grétar Sigfinnur meiddist eftir aðeins 6 mínútur og inná fyrir hann kom Wheston. En þetta var ekki fyrsta áfallið. Því aðeins 5 mínútum síðar þá fékk Víðir Þorvarðarson góða sendingu inn fyrir vörnina frá George Baldock og lék laglega á Hannes Þór sem braut á honum og fékk rautt spjald og úr vítinu skoraði Þórarinn Ingi. ÍBV voru svo betri meirihlutann af hálfleiknum eftir markið en leikurinn jafnaðist út þegar það voru um það bil 10 mínútur eftir af fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur hefst eftir örfáar mínútur.
Seinni hálfleikur hefst eftir örfáar mínútur.
45. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og KR byrja með boltann. Engar breytingar á liðunum.
58. mín
Gult spjald: George Baldock (ÍBV)
George Baldock fær hér gult spjald fyir tæklingu á Gunnari Þór sem virkaði lögleg, dómarinn á öðru máli.
59. mín
Gult spjald: Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Fær hér gult spjald fyrir að lyfta fætinum of hátt í baráttu við Matt Garner!
63. mín
KR-inga fá hornspyrnu, auðvitað tekur Bjarni Guðjóns hana.
Hræðileg spyrna sem nær ekki inn í teig!
Hræðileg spyrna sem nær ekki inn í teig!
66. mín
Mikil stemming er í stúkunum hér á Hásteinsvelli.
Hér rétt í þessu heyrðist frá hressum stuðningsmanni ÍBV :
,,Standið í lappirnar appelsínugulir, hafiði prufað að fara í brekkuna á þjóðhátíð''.
Hér rétt í þessu heyrðist frá hressum stuðningsmanni ÍBV :
,,Standið í lappirnar appelsínugulir, hafiði prufað að fara í brekkuna á þjóðhátíð''.
82. mín
MARK!
Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Biðjumst velvirðingar á bilun í kerfinu sem var hjá okkur síðustu mínútur.
Olsen fær boltann inn í teig KR-inga og leggur hann fyrir Guðmund Þórarinnsson og hann smellir honum upp í samskeytina. Frábært mark hjá ÍBV.
Staðan orðin 2-0, KR-ingar orðnir pirraðir og gengur lítið upp í spilun þeirra.
Olsen fær boltann inn í teig KR-inga og leggur hann fyrir Guðmund Þórarinnsson og hann smellir honum upp í samskeytina. Frábært mark hjá ÍBV.
Staðan orðin 2-0, KR-ingar orðnir pirraðir og gengur lítið upp í spilun þeirra.
90. mín
Hér vilja KR-ingar fá víti þegar Matt Garner ýtti á Kjartan Henry. Held að þetta hafi verið víti !
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
('6)
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haukur Heiðar Hauksson ('59)
Rauð spjöld:
Hannes Þór Halldórsson ('8)