City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍR
0
4
Tindastóll
Trausti Sigurbjörnsson '65
0-1 Max Touloute '66 , víti
0-2 Colin W Helmrich '78
0-3 Atli Arnarson '81
0-4 Steven Beattie '92
09.08.2012  -  19:00
ÍR-völllur
1. deild karla
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
25. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Trausti Björn Ríkharðsson
2. Gunnar Hilmar Kristinsson
9. Andri Björn Sigurðsson
11. Hafliði Hafliðason
14. Reynir Magnússon ('74)
15. Fitim Morina ('66)
17. Guðjón Gunnarsson
19. Kristinn Jens Bjartmarsson
28. Darri Steinn Konráðsson ('24)

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m) ('66)
Atli Guðjónsson
8. Aleksandar Alexander Kostic
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('74)
16. Arnþór Sigurðsson ('24)
27. Viggó Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafliði Hafliðason ('86)
Trausti Björn Ríkharðsson ('45)

Rauð spjöld:
Trausti Sigurbjörnsson ('65)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍR og Tindastóls í 1. deild karla. Liðin eru jöfn í 9. - 10. sæti deildarinnar með 14 stig en Tindastóll með mun betri markatölu, eða eitt mark í plús á meðan ÍR hefur 14 í mínus. Tindastóll á þar að auki leik til góða.
Fyrir leik
Andri Marteinsson þjálfari ÍR gerir fjórar breytingar frá 3-0 tapi gegn Fjölni í Grafarvogi í síðustu umferð. Sterkir leikmenn fara út hjá honum, þeir Elvar Páll Sigurðsson, Nigel Quashie sem er í leikbanni, Jón Gísli Ström og Viggó Kristjánsson.

Í þeirra stað byrja þeir Hafliði Hafliðason, Reynir Magnússon, Fitim Morina, Kristinn Jens Bjartmarsson.

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 0-1 tapi heima gegn BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð. Árni Einar Adolfsson, Conor Killen og Dominic Furness fara út og inn koma þeir Ingvi Hrannar Ómarsson, Árni Arnarson og Arnar Sigurðsson Íslandsmeistari í tennis.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Tindastóll byrjar með boltann og sækir í átt að ÍR heimilinu.
8. mín
Leikurinn fer rólega af stað enn sem komið er og liðin eru að þreifa fyrir sér án þess að komast í nein færi.
12. mín
Ingvi Hrannar skallaði rétt yfir mark ÍR-inga.
18. mín
Á meðan ekkert er að gerast í leiknum má kannski tala um eitthvað annað. Vallarþulurinn á ÍR velli er útvarpsstjarnan Elías Ingi Árnason sem lék með ÍR undanfarin ár en er hættur í fótbolta. Hann er fyrrverandi leikmaður Tindastóls og lék þar síðast fyrir 8 árum síðan.
24. mín
Inn:Arnþór Sigurðsson (ÍR) Út:Darri Steinn Konráðsson (ÍR)
25. mín
Max Touloute komst í fínt færi í teignum en skaut í hliðarnetið á marki ÍR.
30. mín
Þetta er annar leikurinn í röð sem ég sé með liði ÍR og þeir hafa ekki enn skapað sér færi á þessum 120 mínútum. Andri Björn Sigurðsson var nálægt því að komast í færi rétt í þessu en Seb Furness markvörður Stólanna var á undan honum í boltann. Tindastóll er miklu líklegra liðið til að skora mark í kvöld miðað við það sem búið er.
39. mín
Ingvi Hrannar komst í gott færi í teignum en hitti ekki boltann nógu vel svo hann fór langt framhjá.
45. mín Gult spjald: Trausti Björn Ríkharðsson (ÍR)
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Breiðholti og enn markalaust. Tindastóll fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu á lokasekúnduum en Max Touloute skaut lágum bolta sem Trausti Sigurbjörnsson varði.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
54. mín
Eftir langt innkast var Beattie kominn í færi í teignum en hitti boltann illa svo Trausti átti auðvelt með að verja.
59. mín
Inn:Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll) Út:Aðalsteinn Arnarson (Tindastóll)
59. mín
Inn:Ágúst Friðjónsson (Tindastóll) Út:Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll)
61. mín
Halldór Arnarsson hreinsaði frá marki sínu út úr teignum þar sem Max tók viðstöðulaust á móti honum og skaut rétt framhjá marki ÍR.
63. mín
Reynir Magnússon ætlaði að senda til baka á Trausta en alltof laust svo Max komst inn í sendinguna, lék á Trausta og í átt að tómu markinu en tókst á einhvern fáránlegan hátt að skjóta framhjá markinu. YouTube moment morgundagsins þegar þetta kemur á netið. Bíðið spennt!
65. mín Rautt spjald: Trausti Sigurbjörnsson (ÍR)
Benjamín Gunnlaugarson sendi góðan bolta inn í teiginn á Steven Beattie sem var einn gegn Trausta og féll þegar hann reyndi að fara framhjá honum.. Gunnar Sverrir dómari mat það sem svo að Trausti hafi brotið á sér og gaf honum rautt spjald og dæmdi vítaspyrnu.
66. mín
Inn:Brynjar Örn Sigurðsson (ÍR) Út:Fitim Morina (ÍR)
Fitim verður að fara af velli svo Brynjar varamarkvörður geti komið inná.
66. mín Mark úr víti!
Max Touloute (Tindastóll)
Max skoraði örugglega úr vítinu þó Brynjar hafi valið rétt horn.
67. mín
Inn:Colin W Helmrich (Tindastóll) Út:Arnar Sigurðsson (Tindastóll)
74. mín
Inn:Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR) Út:Reynir Magnússon (ÍR)
74. mín
Steven Beattie með hörkuskot fyrir utan teig sem Brynjar náði að verja í horn. Eftir hornspyrnuna tók Beattie hjólhestaspyrnu framhjá marki ÍR.
78. mín MARK!
Colin W Helmrich (Tindastóll)
Max var kominn einn gegn Arnþóri í teignum, komst ekki framhjá og sendi út úr teignum á Colin sem skoraði með föstu skoti í bláhornið.
81. mín MARK!
Atli Arnarson (Tindastóll)
Colin sendi háan bolta inn í teiginn af vinstri kanti, beint á kollinn á Atla sem skallaði í markið. 0-3 fyrir Tindastól.
86. mín Gult spjald: Hafliði Hafliðason (ÍR)
92. mín MARK!
Steven Beattie (Tindastóll)
Fjórða markið komið hjá Tindastól. ÍR-ingum tókst ekki að hreinsa frá eftir klafs og Beattie fékk boltann í teignum og þrumaði í markið.
93. mín
Arnar Skúli Arnarson í dauðafæri í teignum en setti boltann rétt yfir markið.
95. mín
Leiknum er lokið með 0-4 sigri Tindastóls. Frekari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Seb Furness (m)
Ingvi Hrannar Ómarsson ('59)
2. Loftur Páll Eiríksson
6. Björn Anton Guðmundsson
6. Fannar Örn Kolbeinsson
7. Atli Arnarson
13. Steven Beattie
14. Arnar Sigurðsson ('67)
20. Árni Arnarson

Varamenn:
12. Arnar Magnús Róbertsson (m)
13. Pétur Rúnar Birgisson
25. Ágúst Friðjónsson ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: